Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 29
VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI Aðalskrifstofa Reykjalundi, sími um Brúarland. Skrifstofa í Rvík, Bræðaborgarstíg 9, sími 22150
Ósjálfrátt skaut ég upp kryppu, til
þess að bleyta mig ekki meira en
nauðsynlegt var. Það flaug gegnum
huga minn, hvað það gæti verið
notalegt að leggjast þarna og hvíla
sig reglulega vel, áður en lengra
yrði haldið. Eg mundi svo vel, hvað
það var hryssingslegt og kalt úti.
En þessi þankagangur stóð ekki
nema brot úr sekúndu, því ég reif
mig strax upp úr læknum, og at-
hugaði hve mikið ég hefði blotnað.
Það var ekki sem verst. Á hand-
leggjunum upp fyrir olnboga. Önn-
ur uppbrotin skálmin hafði lent ofan
í, og þar var ég blautur upp á mitt
læri.
Þegar ég náði hinum frammi við
innra opið, þar sem loftið var hreint
og tært og tók af manni alla mæði,
voru þeir með áhyggjur af því, að
einhver hefði orðið eftir inni. Ég
harðneitaði því og kvaðst hafa ver-
ið síðastur. Það var gott að vera
viss í sinni sök, því ég vildi ógjarna
hafa þurft að fara aftur inn eftir
alveg strax.
Hér skiptust leiðir. Þeir sem áttu
fötin sín frammi við op, fóru áfram
fram hellinn, en við hinir lögðum
til uppgöngu um innra opið. Það
var tiltölulega greið leið, þótt bjart
væri, um mitt opið var ísveggur-
inn sérstaklega fallegur. Við gátum
okkur til, að jökullinn væri þarna
um 40—50 m á þykkt. Svo rennd-
um við okkur fótskriðu niður af
jöklinum og hittum hina í mynn-
inu.
Hér var ekkert samflot um að
ræða, svo við Hróar lögðum þegar
af stað niður að tjaldi aftur. Á leið-
inni ræddum við um hellinn. Við
vissum ekki fyrir víst, hvaða loft
var þar ráðandi, en það var ör-
ugglega ekki súrefni. Líkast til
brennisteinsgufa. Það eitt var víst,
að það var óhollt. Ég fékk aftur
sting gegnum brjóstholið hægra
megin, þegar við klifruðum upp úr
gilinu.
Okkur taldist til, að við hefðum
farið svo sem fimm hundruð metra
inn eftir hellinum. Þegar hann
fannst í fyrra, var farið á að gizka
300 metrum lengra. Og enginn
kenndi lungnameins. Og þá sá eng-
an veginn fyrir enda á hellinum.
Hve langt nær hann? Hvaðan kem-
ur heita áin?
Þeirri spurningu er enn ósvarað.
Kvöldið áður, í Herðubfeiðarlind-
um, kom til tals, að hellirinn hefði
ekki nafn. Þá ákváðum við að velja
honum nafn í þessari ferð, þegar
allir hefðu séð hann. En þegar
mönnum er þungt um andardrátt er
andleysinu boðið heim, og mér vit-
anlega er hellirinn óskírður ennþá.
Það var úrkomulaust, þegar við
gengum aftur niður ! tjöld. Bleytan
í fötunum þornaði ört, nema skórn-
ir og Húsavíkurvettlingarnir. Þegar
niður eftir kom, fórum við í þurrt,
eftir því sem tök voru á, og ég
hengdi skóna mína til þerris á
speglastoðirnar á Land-Rovernum
hans Hróars. Svo settumst við inn
í bíl og röbbuðum um stund, en
svo var mál að snúa sér að kvöld-
matnum.
Meðan súpan var að hitna, tók
að slydda aftur. Rokið lamdi slydd-
unni inn í tjalddúkinn og það grán-
aði í allar misjöfnur. Súpan var
meiri en ofan í okkur Vikumenn, og
létum við félaganna njóta góðs af,
eftir því sem „húsrúm" og magn
leyfðu.
Það var ekki fyrr en ég þurfti
nauðsynlega að fara út úr tjald-
inu, að mér varð Ijóst ,að skórnir
voru enn til „þerris" í slyddunni,
og víðs fjarri mér. Ég treysti mér
ómögulega til að stikla eftir þeim
á sokkaleistunum og bleyta mig
þar með aftur í fæturna, svo ég
kallaði í vörpulegan Aðaldæling,
sem þarna var á vappi, — þar að
auki bílfélagi okkar í alfari Hróars
— Ivar Ketilsson frá Efra-Fjalli, og
bað hann að vera nú svo vænan
að skokka eftir skónum mínum.
Hann brást vel við og var fljótur
eftir skónum, snaraði þeim inn fyrir
tjaldskörina og var þar með horf-
inn.
Mér brá heldur en ekki í brún,
þegar ég fór að mausast við að
setja á mig skóna. Þeir voru gler-
frosnir! Já, hvað getur ekki skeð
í 1000 metra hæð yfir sjó eða þar
um bil, þótt komið sé fram að
mánaðamótum júní— júlí? En að
þessu sinni fór mér eins og þeim
gömlu góðu Islendingum, sem
kváðu sér til hita: Mér varð staka
af munni! Mér svona datt hún í
hug, eins og þeir segja hagyrðing-
arnir. Ég varð steinhissa á þessu
sjálfur, því það eru nú komin stíf
fimm ár, síðan ég reyndi að hnoða
saman vísu síðast, ef frá er tekin
ein eða tvær vísur, sem ég böggl-
aði saman til að meykja á sam-
starfsmmann minn á síðastliðnum
vetri, eftir að sá hafði gefið upp
boltann með því að yrkja um mig
grófa níðvísu. Ég býst við, að þessi
skyndilega skáldanáttúra hafi flætt
yfir mig þarna upp í Kverkfjöllum
vegna andlegrar nálægðar við Þing-
eyinga. Og vegna áhrifa frá Þing-
eyingum læt ég vísuna flygja hér
með:
Þoldi ég bæði hristingshraun,
hruflu á fingur, lungnaraun.
En þegar ég fór í freðna skó,
fannst mér loksins komið nóg.
Nú var hann brostinn á með
snjókomu. Melarnir voru gráir yfir
að líta, og ekkert lát á rokinu. En
Þingeyingum er ekki fisjað saman:
Nú vildu þeir í fjallgöngu. Og það
meira að segja stúlkurnar tvær, sem
voru fulltrúar kvenkynsins í þessari
ferð. Þær voru báðar úr Bárðar-
dal, hinar mestu valkyrjur, og gáfu
karlmönnum aldrei eftir, og fóru
langt fram úr okkur pappírsbúk-
unum að. sunnan. Við ruddumst hins
vegar upp í þann Land-Roverinn,
sem við vissum olíuríkastan, og
kröfðumst þess að miðstöðin yrði
kynnt. En Bárðdælingar og Hús-
víkingar, sem ekki gengu á fjöll,
VIKAN 34. tbl. — 29