Vikan


Vikan - 20.08.1964, Page 40

Vikan - 20.08.1964, Page 40
í fyrra haust birtum við upp- skriftir af mörgum réttum úr tómötum, og allan ársns hring er að finna hér i blaðinu leið- beiningar um alls konar mat með tómötum i — en það er eins og það sé ójjrjótandi, sem hægt er að gera úr þeim ágæta ávexti. Nú er ársins hagstæðasta verð á tómötum og erum við því enn við sama heygarðs- hornið. j j j Bakað tómatabrauð. 2 mjúkar franskbrauðsbollur eða rúnnstykki, 4 tómatar, salt, pipar, rifinn ostur. Skerið brauðið i sundur i miðju og smyrjið báða helm- inga. Tómataranir skornir í sneiðar og sem svarar einum tómat lagt á hvern brauðhelm- ing. Salti og pipar stráð yfir og nóg af rifnum osti sett þar á. Sett í meðalheitan ofn, þar til osturinn er bráðnaður og hefur fengið á sig svolítinn lit. _ VIKAN 34. tbl. Pylsur og tómatar á teini. 12 góðar pylsur, 8 sneiðar bacon, 4—8 tómatar (eftir stærð). Það er ætlazt til að þetta sé steikt á teini yfir opnum eldi eða í grillofni. Fyrst er teininum stungið í baconið, síðan í pylsu, svo i tómat síðan aftur í bacon o. s. fr., en baconið er látið ganga á víxl undir og yfir pylsurnar, t. d. fyrst undir pylsu, siðan stungið i aftur og látið látið liggja yfir tómat o. s. fr. Tómatbuff. Stórir, tkki of þroskaðir tómatar, hveiti salt, pipar, laukur, feiti. Skerið tómatana i þykkar sneiðar og veltið sneiðunum upp úr hveti, sem hefur verið kryddað með salti og pipar, og steikið þær ljósbrúnar í feitinni. Skerið lauk í sneiðar og steikið samtímis á pönn- unni. Leggið sneiðarnar á fat og laukinn ofan á. Svínakótelettur með tómatmauki. 4 svinakótelettur, salt, pipar. Tómat- maukið: 6—8 tómatar, 2 laukar, salt, pip- ar timian, feiti til að steikja úr. Grænar baunir. Framhald á bls. 34.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.