Vikan


Vikan - 06.01.1966, Page 15

Vikan - 06.01.1966, Page 15
en það gerir mig reiðan og það er slæmt fyrir okkur bóða. Craig leit ó hann; hann var stór maður, grannvaxinn, ókveðinn í hreyfingum; harður, djöfullega harður, undir viðkunnanlegu yfir- borðinu. — Langar þig til að sjó líka í mér tennurnar? spurði Grierson. — Er það þessvegna, sem þú hefur verið að leita að mér? — Allt í lagi. Þú ert töff, ég skal viðurkenna það, svaraði Grierson. — Nú skulum við snúa okkur að viðskiptunum. — Kannske, sagði Craig. — Það er eitt, sem ég verð að vita fyrst. Ætlarðu að faka mig fastan? — Kæri vinur, af hverju hefurðu fengið þó hugmynd? spurði Grier- son. — Áfram, sagði Craig. — Þegiðu og hlustaðu, sagði Grierson. En í sama bili kom bar- þjónustan til þeirra og spurði hvor þeirra væri Grierson og leiddi hann að símaklefanum. Craig hélt ófram að éta stund- arkorn og litaðist um. Þeir einu sem þar voru, sótu við barborðið. Flest borðin fyrir aftan þó voru auð, og það var gluggi yfir barn- um, í honum gat Craig séð nó- kvæmlega hvað gerðist í allri stof- unni. Þetta hafði Tessa líka sagt honum. Þessvegna hafði hann val- ið þessa kró. Maturinn var hræði- legur. Craig pantaði annan bitter °g barþjónustan leit ó hólfétinn mat Griersons. — Hann er lengi, sagði hún. — Jó, sagði Craig. — Sætur strókur, sagði barþjón- ustan. — Hann er í kvikmyndum, svar- aði Craig. — Hann verður að Ifta svona út. Hann kemst ekki hjó því, það er starf hans. — Jæja, sagði barþjónustan. — Hvað heitir hann. — Stark Wilde, sagði Craig. Barþjónustan varð döpur. — Ég hef aldrei heyrt um hann. — Það kemur að því, sagði Craig. — Hann hefur ótvíræða hæfileika. — Skrýtið, sagði barþjónustan. — Ertu líka í kvikmyndum? — Ég skrifa handrit, sagði Craig. — Mér datt f hug að þú værir þesskonar villimaður, svaraði bar- þjónustan og Craig brosti í þykku, brúnu skegginu. — Ég get orðið villimaður, ef þú lætur okkur ekki í friði, sagði hann. — Þetta er stóra tækifærið fyrir Stark, ef ég held, að hann eigi við hlutverkið. Grierson kom aftur með óhyggju- svip og barþjónustan bar honum meiri bjór. — Hlustaðu bara ó það, sem þessi herramaður segir við þig, sagði hún. — Hann veit, hvað er bezt fyrir þig. Grierson kinkaði kolli og brosti annars hugar og hún fór út í hinn endann ó barnum, tilbúin að stöðva hvern þann, sem gæti ætlað að skipta sér af framþróun brezks kvikmyndaiðnaðar. — Slæmar fréttir, sagði Grierson. — Ætli það sé nokkuð nýtt, svar- aði Craig. — Fyrir guðs skuld þegiðu. En þessi vinstúlka þín — íbúð henn- ar — — Hvað með hana? — Það var sprengja þar. Hún sprakk. Craig drakk bitterinn sinn. — Þeir hafa fundið lík. Craig þurrkaði sér um varirn- ar. — Hvað svo? spurði Craig. — Stúlkan þín . . . — Hún er úti, svaraði Craig. — Hún er hjó vinum. Líkið heitir Ca- della. Jean-Marie Cadella, sex fet og tveir þumlungar, hundrað kfló, get ég ímyndað mér. Or ó hægra gagnauga. Hann var með manni, sem heitir Carlo Pucelli. Pucelli hlýt- ur að hafa sloppið. Slæmt. — Ertu viss? spurði Grierson. — Ég fann Cadella f íbúðinni, sagði Craig. — Pucelli beið í bíln- um fyrir utan. Ég hafði séð hann óður. Það væri ógæfa fyrir mig, ef ég gleymdi útliti hans. — Vissir þú, að hann hafði kom- ið fyrir sprengju? Craig yppti öxlum. — Ég vissi að það var mögulegt, ég beið ekki eftir þvf að komast að því. Hann drakk meiri bitter. — Hvað gerum við nú? — Mig langar að þú komir og hittir mann, svaraði Grierson. — Yfirmann þinn? Grierson kinkaði kolli. — Er það hann sem ætlar að hjólpa mér? — Jó, svaraði Grierson. — Allt í lagi, svaraði Craig, — en hann verður að gera betur en til bessa. í Queen Annes Gate beið Loom- is og drakk meira af hinu hræði- lega kaffi sfnu, meðan Grierson kynnti Craig. Síðan gerði Loomis nokkuð óvænt. Hann stóð upp, tók í hönd Craigs, bauð honum vindil og gretti sig ekki að róði, þegar Craig þóði hann. Grierson só að Loomis þurfti sórlega ó Craig að halda. Craig só það líka, þegar hann litaðist um f þessu herbergi ó fyrstu hæð, með stórkostlegu gipsmyndunum ó loftinu, felliglugg- unum, Chippendale borðinu og þykkbólstruðum armstólunum klæddum með rósóttu óklæði úr sirsi. Grierson færði honum kaffi og hann varð rólegur. Hvað, sem ó seyði var, hafði hann verið leidd- ur fyrir æðsta manninn. Einhvers- staðar í þessu öllu saman hlaut að vera smuga fyrir Tessu. Hann naut vindilsins, meðan Grierson sagði Loomis fró líkinu í íbúð Tessu. — Geturðu sannað þetta? spurði Loomis. Craig rétti honum veskið, byss- una og ferðaóvfsanirnar, sem hann hafði tekið af Cadella, og Loomis stakk þeim ónægður ó sig. — Ég sendi mann til að skoða rústirnar, sagði hann. — Að þessu sinni hljóp ímyndunaraflið með þó í gönur. Sprengjan var undir rúm- inu. Hún var með einhverskonar klukku. Hún ótti að springa klukk- an þrjú í nótt. Þeir hafa ekki álit- ið þér of gott að deyja hamingju- samur. Hinsvegar vannst þeim ekki tími til að stilla hana rétt. — Þeir hefðu alls ekki átt að setja hana, sagði Craig. — Spæj- aranum þínum veitti ekki af því að fara aftur ( skóla. Loomis bætdi niður mótmæli Griersons með valdsmannslegri hreyfingu. — Þú ert ekki sanngjarn, sagði hann. — Þessi grfmuklæddi trúður var ekki okkar maður, við fengum hann að láni — annars- staðar frá. Á þessari stundu, hugsaði Loom- is, myndi Linton vera ólgandi af hefnigirni, og ekki myndi það skána, þegar hann frétti af Kor- síkumanninum. — Við erum mjög liðfáir, skal ég segja yður, sagði hann. — Það leynir sér ekki, svaraði Craig. Loomis varð rauðblár og villi- mannlegur f framan, og það liðu tuttugu sekúndur áður en hann náði stjórn yfir sjálfum sér. Grierson var farinn að halda, að þetta yrði sæmilegasta kvöld. — Heldur þú, að vinir okkar hafi komizt að því, hvar þú varst nið- urkominn, í gegnum manninn, sem fylgdist með húsinu? stundi hann upp að lokum. Craig kinkaði kolli. — En hvernig gátu þeir það? — Þeir hafa farið heim til mín, sagði Craig. — Þar sáu þeir hóp af lögreglumönnum og fréttamönnum, svo þeir sögðust einnig vera frétta- menn. Þá komust þeir að þvf, að leyniþjónustan var f þessu líka. Svo uppgötvuðu þeir Tessu. Svo þurftu þeir ekkert að gera annað en fylgjast með þeim, sem voru að fylgjast með mér. — Þú komst upp um þig á Lucky Seven, sagði Loomis. — Það var eins gott fyrir þig, að ég gerði það, sagði Craig. — Ann- ars hefðirðu aldrei náð mér. En til hvers átti ég að koma hingað? — Þú átt að vinna verk fyrir okk- ur og við skulum hjálpa þér að komast undan. Það eru peningar f þessu Ifka. — Skítt með peningana. Ég hef fengið nóg. Hvað um Tessu? — Við hjálpum henni líka. — Hvert er verkið. — Cadella og Pucelli unnu fyrir mann, sem er kallaður St. Briac, sagði Loomis. — Pierre-Auguste Lucien de St. Briac ofursti, sagði Craig. — Hefurðu hitt hann? Craig hristi höfuðið. — Ef svo væri, myndi annar hvor hafa legið eftir dauður. — Hann er hættulegur, sagði Loomis. — Mjög hættulegur. Allir þessir gndskotgr í AUÍr gry brjál- æðingar, en St. Briac er óður. Hann er að reyna að blanda okkur f þetta stríð sitt. Hann áiítur tíma til kominn, að við ráðumst á Arab- ana Ifka. Vissurðu það? — Nei, sagði Craig. — Það er nú samt rétt, sagði Loomis. — Hann stofnar til vand- ræða fyrir okkur, hvar sem hann getur í Mið-Austurlöndum. Jórdan, Oman, Aden, Iraq, allsstaðar þar sem Bretar eiga hagsmuna að gæta. Og guð veit, að þar sem olían er, þar eru líka vandræði. Hann hefur látið berja stjórnmálamenn til ó- bóta og notar það til óeirða — þriggja, það sem af er þessu ari. Síðasta uppþotið kostaði ellefu mannslíf. Þar af voru þrjár konur. Tvö börn. Og hann heldur þessu áfram, þangað til við erum komnir í stríð við Araba eins og Frakkar. — En hversvegna í ósköpunum — byrjaði Craig. — Hann álftur, að Arabar muni sameinast — og ég þori að full- yrða, að hann hefur rétt fyrir sér — svo hann telur, að við eigum líka að sameinast. Frakkar geta aldrei ráðið við Alsfrmenn af eig- in rammleik. Þeir þarfnost hjálp- ar. Honum finnst, að við eigum að hjálpa þeim. — Það munum við oldrei gera, sagði Craig. — Auðvitað ekki, en við munum eiga fullt í fangi með að halda okkur frá þvf, eftir það sem hann hefur gert, sagði Loomis. — Hann hefur gætt þess út í æsar, að okk- ur sé kennt um allt, sem hann hef- ur gert. — Hversvegna ekki að neita þvf? Segja, að það hafi verið hann? — Arabarnir myndu aldrei trúa okkur. Hversvegna ættu þeir að gera það? Þeir hafa náð sönnun- argögnunum, sem hann skilur eft- ir. Hann borgar f fimm punda seðl- um, notar brezk vopn og skotfæri, bréf og bæklinga frá brezku fas- istahreyfingunni. Það er ekki auð- velt að neita slíku, að gera það sannfærandi. Sérstaklega, þegar þeir sem þú ætlar að sannfæra, vilja trúa þvf, að þetta sé allt þér að kenna, hvað sem þú segir. — Kvartið við Frakka, sagði Craig. - Við höfum gert það, sagði Loomis. — Já, svo sannarlega höf- um við gert það. En St. Briac er ekki til. Ekki opinberlega að minnsta kosti. Þeir spörkuðu hon- um úr hernum fyrir ruddaskap. Op- inberlega hefur franska leyniþjón- ustan aldrei heyrt um hann — óop- inberlega styður helmingur leyni- þjónustunnar hann með ráðum og dáð. Þeir eru jafnvel svo ósvffnir að segja okkur, að þeir finni hann hvergi, og samt hefur hann aðal- stöðvar sfnar f Nissa. Samtök til lausnar Alsírvandans er það kall- að. Og samtökin hafa_ tvö mark- mið, tvær hugmyndir. Önnur er sú að blanda okkar þjóð f þeirra strfð Framhald á bls. 50. VIKAN 1. tbl. JjJ

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.