Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 06.01.1966, Qupperneq 23

Vikan - 06.01.1966, Qupperneq 23
hún tekið hinn vandláta Racine undir sinn verndarvæng. Þótt Ange- lique dáðist að vissu leyti að gáfum prinsessunnar, fannst henni hún full sérvitur. Hún framkallaði einlægni hvar sem hún fór, og einmitt þessi eiginleiki, sem hefði getað gert hana vinsæla annarsstaðar, óf hér net einangrunar um hana. Þetta var henni ekki Ijóst, en það olli henni óþægindum eigi að síður og gerði augnaráð hennar dapurlegt. — Madame, hélt hún áfram eftir stundarþögn. — Ég kom til yðar, vegna þess, að þér eruð sögð mjög auðug kona, sömuleiðis hjálpfús og þagmælsk. Getið þér lánað mér fjögur Þúsund pistoles? Angelique þurfti á allri sinni sjálfsstjórn að halda til að detta ekki út af bekknum. — Ég þarf á því að halda til að undirbúa ferð mína til Englands, hélt Henriette prinsessa áfram. — Ég er á kafi í skuldum. Ég hef þegar veðsett mikinn hluta af skartgripum mínum, og það er tilgangs- laust fyrir mig að barma mér við konunginn. Samt er það fyrir hann, sem ég verð að fara til Englands. Hann hefur trúað mér fyrir mjög mikilvægu starfi — að koma í veg fyrir, að Charles bróðir minn myndi nýtt bandalag við Hollendinga, Spánverja og Þjóðverja. Ég á að verða ljómandi og heillandi til að auka vinsældir Frakklands á allan hátt og það er ekki auðvelt ef maður þarf að ganga í kjólurn, sem eru svo þröngir, að maður getur ekki sezt niður. Að vísu ber ekki að skilja þetta bókstaflega, eins og ég veit að þér skiljið, kæra vinkona. Þér vitið, hvernig svona störf eru. Maður þarf að hafa peninga eins og vatn, til að eyða i mútur og til að afla sér vinsælda og fá réttar und- irskriftir. E'f ég þarf að skera við nögl get ég ekki lokið erindi mínu, en því verð ég að ljúka. Meðan hún talaði, færðist roði í kinnar hennar, og þó breiddi hún yfir vandræði sín með léttu máli. Það var þessi vandræðasvipur, henni svo óeiginlegur, sem kom Angelique til að vera rausnarleg. — Ég vona að yðar hágöfgi fyrirgefi, þótt ég geti ekki gefið yður allt sem þér biðjið um. Ég myndi eiga mjög erfitt með að komast yfir fjögur þúsund pistoles svona fljótt, en ég get örugglega útvegað yður þrjú þúsund. — Kæra vinkona, hvað þér láttið miklum áhyggjum af mér, hróp- aði Madame. Hún hafði bersýnilega ekki vænzt svona mikils. — Þér megið vera fullviss um, að ég borga yður aftur við fyrstu hentugleika. Bróður mínum þykir vænt um mig, og hann mun áreiðanlega gefa mér gjafir. Ef þér aðeins vissuð, hversu mikilvægt þetta er fyrir mig! Ég hét kónginum því, að mér skyldi ekki mistakast. Hann á það skilið af mér, að ég standi við það, því hann hefur goldið mér fyrirfram. Hún tók um hendur Angelique og þrýsti þær í þakklæti. Hendur hennar voru kaldar og magrar, hún var gráti nær af taugaóstyrk. — Ef mér mistækist, yrði það gífurlegt reiðarslag. Ég fékk Chevalier de Lorraine rekinn i útlegð aðeins fyrir þetta. Ef mér mistekst, mun hann koma aftur. Ég myndi ekki lifa það af, ef það skrímsli ætti að stjórna heimili mínu aftur. Ég er að engu leyti neinn engill, en vald hans yfir Monsieur og fylginautum hans var orðið óbærilegt. Ég gæti ekki afborið það. Andstyggð hans á okkur kvenfólkinu var orðin að raunverulegu hatri — allt var það verk Chevalier de Lorraine. Einu sinni hélt ég að ég myndi ná yfirhöndinni yfir honum; ég fann hver hætta stafaði af honum. Ef ég hefði verið auðugri, þá hefði það ef til vill heppnazt, en Monsieur jós í hann peningum og hlunnindum, sem konungurinn lét fúslega af hendi. Ég réð ekki við það. Eins og nauðgari, sem lætur sig engu skipta, hvað hann gerir til þess að fá það, sem hann vill, lagði hann hald á Monsieur, og rændi hann bæði mann- orði og fé. Angelique reyndi ekki að stöðva orðaflauminn. Hún sá, að prins- essan var mjög taugaóstyrk. Henni hlaut að hafa legið meira en litið á þessu láni, og hafa verið mjög efins um að fá það fram á síðustu stund. Nánustu vinir hennar stunduðu fremur svik og saurlifnað en rausnarskap. — Viljið þér heita mér því, að ég verði búinn að fá þessa peninga, áður en ég fer? spurði hún áköf. —• Ég gef yður drengskaparloforð mitt, yðar hágöfgi. Ég verð að ræða við framkvæmdastjóra minn, en eftir viku frá deginum í dag munuð þér hafa þrjú þúsund pistoles undir höndum. — Þér eruð svo góð! Þér endurreisið trúnaðartraust mitt. Ég vissi ekki, hvert ég átti að snúa mér til Þess að fá hjálp. Monsieur hefur verið andstyggilegur við mig siðan Chevalier de Lorraine var rekinn í útlegð, hann meðhöndlar mig eins og hina fyrirlitlegustu — af skepn- um sínum. Hún hélt áfram að trúa Angelique fyrir raunum sinum. Vafalítið myndi hana síðar iðra þess, þvi reynzlan hafði kennt henni, að hún treysti aldrei réttri persónu. Hún myndi telja sjálfri sér trú um, að Madame du Plessis væri annaðhvort hættuleg eða fífl, en eins og sakir stóðu, naut hún þeirrar sjaldgæfu tilfinningar, að finna vingjarnlegt eyra, sem hún gat hellt öllum sinum vandræðum í. Hún sagði Angelique frá þeirri baráttu, sem hún hafði háð árum saman til að losna við þetta hirðhald, jafnvel að sleppa sjálf út úr húsinu og burt frá óþverr- anum, sem saurgaði allt. Allt hafði gengið á tréfótum frá byrjun; hún hefði aldrei átt að giftast Monsieur. — Hann er afbrýðisamur út i gáfur mínar, og sú tilhugsun, að eng- um geðjast að mér eða jafnvel hugsi vel um mig, mun fylgja mér, það sem eftir er ævinnar. Hún hafði vonazt til að verða drottning Frakklands, en hún sagði það ekki. Það var eitt af því, sem hún gat ekki fyrirgefið Monsieur — að hann var ekki bróðir hans. Þegar hún talaði um konunginn, var hún full beiskju. — Eí hann væri ekki svona hræddur um, að Charles bróðir minn stofnaði til þessa bandalags, myndi ég aldrei hafa fengið neitt frá honum. Tár mín, vanvirða, sorg min, allt þetta hefur ekkert að segja fyrir honum, og hann lætur sig engu varða um niðurlægingu bróður síns. — Eruð þér viss um, yðar konunglega hágöfgi, að þér séuð ekki að ýkja? Konungurinn getur áreiðanlega ekki glaðzt af þvi að horfa á.... — Ójú, ég þekki hann vel. Það er kostur fyrir mann í hásætinu, að sjá þann, sem næstur honum stendur að fæðingu, falla dýpra og dýpra í lestina. Á þann hátt verður hans eigin ljómi og persónuleiki sterkari en áður. Gæludýr eiginmanns míns eru engin ógnun við konungsvaldið. Þau þurfa ekki annað en gull og gjafir og ábatasöm tylliembætti. Kon- ungurinn er gjöfull á þau. Lorraine fékk hvað sem hann vildi frá hans hendi. Hann er viss um tryggð Monsieur. Hann þarf ekki að óttast, að hann breytist í uppreisnarsegg, eins og Gaston d'Orléans frændi þeirra, en að þessu sinni leysti ég frá skjóðunni. Vegna Þess, að hann þurfti á mér að halda, varð hann að láta mér í té það sem ég vildi. Ég minnti hann á, að ég væri dóttir konungs, og ef að mér væri misþyrmt, ætti ég bróður, sem einnig væri konungur, og hann myndi hefna min. Madame andvarpaði djúpt og lagði höndina á hjartastað til að kyrra hjartsláttinn. — Ég skal vinna að lokum, en þó get ég ekki varizt ótta. Ég er um- kringd af svo miklu hatri. Hvað eftir annað hefur Monsieur hótað að eitra fyrir mig. Angelique kipptist við: — Madame, þér megið ekki láta eftir yður að hugsa svona fáránlega. —■ Ég veit ekki, hvort þetta er fáránlegt, eða að gera sér grein fyrir staðreyndum. Fólk virðist deyja mjög auðveldlega nú til dags. Angelique hugsaði um Florimond og orð de Lesdiguiéres djákna, og óttinn læddist inn hjá henni. — Ef yðar hágöfgi er viss, verðið þér að gera allt, sem mögulegt er, að vernda yður. Segið lögreglunni frá grunsemdum yðar og fáið vernd hjá henni. Madame leit á hana, eins og hún hefði sagt heimsins mestu fjarstæðu. Svo brast hún í grát. — Þér komið mér á óvart með yðar einfeldningslegu hugmyndum. Lögregluna? Eigið Þér við þessi naut, sem La Reynie hefur í kringum sig, eins og þennan Desgrez, sem fékk skipun um að handtaka Cosnac, skriftaföður minn, biskup af Valenee? Engan barnaskap, kæra vinkona, ég þekki þá alveg nógu vel. Þeir reka ekki sín löngu, rauðu nef inn í okkar mál. Hún reis á fætur, strauk niður isblátt pilsið. Þótt hún væri lágvaxin, bar hún sig eins og drottning. Hún virtist hærri en Angelique, þótt sú væri ekki raunin. —- Minnizt þess, að við eigum ekki annars úrkosta við hirðina en verja okkur sjálf og ein, eða — deyja, sagði hún rólega. Þær gengu þegjandi til baka. Grænar flatirnar í garðinum voru eins og flauel, og andvarinn bar til þeirra ilminn af blómguðum trjám. Hér var ekkert af formfestu Versala. Madame hafði teiknað hér alla hluti samkvæmt enskri venju; það var ef til vill það eina, sem hún og Mon- sieur gátu komið sér saman um. Þegar kóngurinn kom til Saint-Cloud, sneri hann upp á sig út af því, sem hann kallaði „óreiðuna". Þáð lék dapurlegt bros um varir prinsessunnanr. Ekkert gat bægt óttanum úr hug hennar. — Ef þér aðeins vissuð, sagði hún, — hversu glöð ég myndi verða um kyrrt í Englandi og aldrei, aldrei koma hingað aftur! 24. KAFLI — Madame, spurðu betlararnir. — Madame, hvenær eigum við að fara til kóngsins svo hann geti snert kýlin okkar? Þeir hrönnuðust inn í Hotel Beautreillis. Með Angelique sem meðal- göngumann, álitu þeir sig svo gott sem læknaða nú þegar. Hún lofaði þeim að þeir skyldu fá að taka þátt í athöfninni næsta sunnudag. Hún vissi hvað hún þurfti að gera, en hún var svo önnum kafin við sinn eigin undirbúning að afturhvarfinu til hirðarinnar, að hún ákvað að fara til Madame Scarron og biðja hana að fara með þennan litla betl- arahóp til læknis konungsins. Hún minntist þess, að hún hafði ekki séð ungu ekkjuna um hríð. Siðast, hvað þá, það var þegar stóð á veizlunum miklu í Versölum 1668! Tvö ár! Hvað hafði komið fyrir Francoise siðan þá? Full iðrunar lét Angelique stöðva burðarstólinn fyrir framan dyrnar á fyrirferðar- litlu húsi, þar sem Madame Scarron hafði falið fátækt sína svo árum skipti. Árangurslaust kvaddi hún dyra, en af ýmsu Þóttist hún merkja, að einhver væri inni. Ef til vill var Það aðeins þjónustustúlka, en ef svo var, hversvegna kom hún þá ekki til dyra? Að lokum gafst hún upp. Við næstu krossgötur var umferðarhnútur, svo burðarmenn hennar urðu að nema staðar. Ósjálfrátt leit Angelique til baka upp eftir götunni, sem þau höfðu farið eftir. Henni til undrunar sá hún dyrnar á húsi Madame Scarron opnast og ungu ekkjuna koma út. Hún var með grímu og í svartri kápu, en Angelique þekkti hana þegar í stað. ■— Þetta er einum of mikið! hrópaði hún og stökk út úr vagninum Hún sagði þjóninum að fara aftur heim til Hotel de Beautreillis án hennar. Hún brá hettunni yfir höfuðið og lagði af stað á eftir Madame Scarron. Ekkjan gekk hratt þrátt fyrir að hún bar tvær þungar körf- ur. Það var eitthvað dularfullt við hana, og Angelique ákvað að elta hana án þess að ná henni. Þega Madame Scarron kom til Cité, gekk hún upp þrep hallarinnar og leigði sér einn af þessum hjólavögnum, sem einn maður dregur ag kallaðir eru vinaigrette. Eftir stundarhik ákvað Angelique að halda áfram fótgangandi, því vinceigrette fer aldrei hratt yfir. Síðar iðraðist hún þessarar ákvörðun- ar. Hún hélt að ferðin myndi aldrei taka enda. Hún fór yfir Signu og niður eftir hverri götunni á fætur annarri, þar til þau að lokum beygðu inn á niðurgrafinn veg, sem lá út í sveit skammt frá Vaugirard. Ange- lique varð að hægja á sér, og missti sjónar af farartækinu um stund. Þegar hún kom auga á það á ný, sá hún sér til gremju, að enginn sat í sætinu iengur, og vagninn hafði snúið við. Hún gat ekki hugsað sér að hafa farið alla þessa leið án árangurs. Hún stöðvaði dráttarkarlinn og rétti hanum écu. Fyrir svo höfðing- lega gjöf hikaði hann ekki við að benda á húsið, Þar sem hann hafði skilið farþega sinn eftir. Það var eitt af þessum nýju húsum, sem voru byggð í sivaxandi fjölda í úthverfunum, milli raða af káli smábænda og fjárhúsa. Ange- lique lyfti bronshamrinum. Eftir langa bið sá hún hönd opna gægju- gat o gþjónustustúlka spurði hvað hún vildi. — Mig langar til að hitta Madame Scarron. — Það er engin Madame Scarron hér. Ég þekki enga með því nafni. Svo var gægjugatinu skellt aftur. Forvitni Angelique jókst við alla þessa dul. — Góða stúlka, sagði hún. — Þér þekkið mig ekki, ef þér haldið, að ég ætli að gefast upp. Framhald á bls. 48. VIKAN I. tbl. 03

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. Tölublað (06.01.1966)

Iliuutsit: