Vikan - 06.01.1966, Page 43
Það stóð ekki ó svarinu. — Þær
segia þið fó þeim aftur byssur og
þaer fara burt. Á morgun þið hitta
þær hinum megin Koto og fá góðan
bardaga saman.
— Nei, nei, nei! Það náði engri
átt. Þær voru striðsfangar og — gott
og vel, stríðsfangar voru stríðsfang-
ar. Höfðu skialdmeyjarnar annars
nokkrar aðrar óskir fram að færa?
í þetta sinn ræddust skjaldmeyj-
arnar við lengi og fjörlega áður
en þær svöruðu.
— Þær ekki vilja fara ( fangelsi.
Þær segja þær þrælar nú. En þær
ekki vilja vera ykkar þrælar. Þeim
Ktast vel á mikla hvita hermenn.
Þær berjast með ykkur. Þær ekki
berjast við sína þjóð, en þær fara
langt burt með ykkur. Þær gefa
ykkur gjöf. Þær ganga með ykkur
og bera byrðar ykkar á höfðum.
Þær berjast með ykkur. Þær elda
fyrir ykkur. Þær sofa hjá ykkur, en
þær ekki þvo fyrir ykkur. Þið fá
aðra þræla til að gera það.
Aftur tók liðsforingi skjaldmeyj-
anna til máls og talaði hratt. Burð-
armaðurinn hristi höfuðið efabland-
inn en þýddi engu að sfður:
— Þær vilja einn mikill kvenher-
maður til einn mikill karlhermað-
ur. Þær ná í aðra mikla kvenher-
menn fyrir aðra mikla karlhermenn.
Þær og þið verða eiginmenn og
konur. Nú þær vilja velja eigin-
menn.
Nú töluðu allir hermennirnir hver
upp í annan, og sumar skjaldmeyj-
anna gerðu sig líklegar til að risa
á fætur. Að lokum tók undirforing-
inn, sem kallað hafði félaga s(na
heiðarlega menn, rögg ! sig og
skipaði þeim að þegja. Hann vildi
að ákveðin atriði kæmu skýrt fram,
og enn einu sinni ávarpaði ensku-
mælandi hermaðurinn burðarkarl-
inn.
— Segðu þessu kvenfólki að við
höfum ekkert á móti því, en þeg-
ar okkur vanti konur, þá veljum
við þær sjálfir. Við látum þær ekki
velja okkur. Og við ( Útlendinga-
hersveitinni getum ekki kvænzt (
stríði. Og segðu þeim að við kunn-
um vel að meta friðsamar konur.
Stríð er á allan máta vondslegt
fyrirbæri. Og sérstaklega er það
slæmt fyrir konur. Segðu þeim að
elska friðinn og að við munum
annast þær og sjá um að þær finni
ekki upp á neinni vitleysu.
Hversu vel burðarmaðurinn gat
túlkað viðhorf hermannanna fyrir
skjaldmeyjunum, vissu þeir auðvit-
að ekki. Eitt var v(st, að engin
kvennanna gerði tilraun til stroks.
Meðan herinn hvíldist ( nágrenni
Koto og beið liðsauka frá strönd-
inni, gerðu liðsmenn Útlendingaher-
sveitarinnar sér Ijóst, að það var
( rauninni algerlega óþörf fyrirhöfn
af þeim að standa vörð um fang-
ana. Þeir gáfu stúlkunum að borða
og gerðu að sárum þeirra, og þeg-
ar haldið var áfram áleiðis til
Abómey, hjálpuðu konurnar þeim
að bera farangurinn.
Dag einn s(ðla ( október báðust
konurnar leyfis að mega baða sig
( tjörn ( skóginum. Þær afklædd-
ust hverri spjör og busluðu svo um
hríð ( grunnu vatninu. Þær kölluðu
hlæjandi til hermannanna og bentu
þeim að koma út í. Sumir her-
mannanna gengu til og horfðu á
þær, en aðrir sneru sér undan. Þeir
sem ekki sneru sér undan voru það-
an af í engum vafa um, að þær
voru meðal elskulegustu kvenna á
jarðríki.
Á fleiri vegu breytti það við-
horfum hermannanna að sjá skjald-
meyjarnar ( baði. Þeir fóru nú til
dæmis að halda þv( fram, að Da-
hómarnir væru ( rauninni ekkert yf-
irmáta grimmir, þrátt fyrir allar
sögurnar um villimannlegt hátterni
kóngsins þeirra; þegar allt kom til
alls, þá pynduðu þeir ekki fórnar-
dýr sín líkt og Rómverjar, sem rang-
lega voru taldir til siðaðra þjóða,
höfðu gert og sömuleiðis þeir hjá
Rannsóknarréttinum, sem þó höfðu
kallazt kristnir. Sumir þessara
manna, sem mest höfðu gaumgæft
skjaldmeyjarnar, fengu auk heldur
allskonar furðulegar flugur f höf-
uðin. Til dæmis fóru þeir nú að
halda því fram, að svartur Afr(ku-
maður þyrfti ekki endalega að
standa hvítum manni frá Evrópu að
baki. Hann hefði einfaldlega að-
lagast lofslagi og öðrum aðstæð-
um, sem fyrir hendi voru ( landi
hans. Ef hann gerði eitthvað-
heimskulega, þá var það af því að
trúarbrögð hans voru heimskuleg.
[ öllum grundvallaratriðum hagaði
hann sér spaklega. Til dæmis um
það mætti taka, að svertingjar
hefðu ekki látið hjá l(ða að taka
hjólið ( notkun vegna þess, að þeir
væru heimskari en hvftir menn; á-
stæðan væri einfaldlega sú, að (
frumskógunum og runnunum hjá
þeim var engin leið að koma því
við.
Þeir liðsmenn Útlendingahersveit-
arinnar, sem sögðu slikt og því-
líkt, var ekkert áfram um að yfir-
gefa Svörtu-Afríku.
Þann sjötta nóvember tóku
Frakkar Abómey. Behasín konungur
hafði þá kveikt í borginni og flú-
ið. En höllin hans stóð enn uppi.
Hún var ólíkt tilkomuminni en sig-
urvegararnir höfðu haldið, aðeins
nokkrir kofar úr þurrkaðri leðju og
stráum, sumir stórir, aðrir smáir og
með þyrnigerði umhverfis. Hásæt-
issalurinn var að vísu frá gólfi til
lofts prýddur hauskúpum og nokkr-
ar fleiri, sem hirðin hafði notað til
að drekka úr, fundust úti í horni.
En konungur sjálfur, konur hans og
hjákonur, ráðherrar, prestar og
stríðsmenn voru á bak og burt,
skiljandi eftir sig engan stórfeng-
leika.
Tveimur dögum sfðar handsöm-
uðu liðsmenn úr Útlendingahersveit-
inni Behasín ( þorpi nokkru norður
frá. Hann var álfka tilkomulaus
álitum og höllin hans; stuttur og
feitur og að þv( er virtist algerlega
kærulaus um örlög sín. Hann var
búinn lendaskýlu einni fata og tott-
aði stóra p(pu, og þannig gekk
hann með fangavörðum sínum til
Abómey. Frakkarnir fóru vel með
hann, svo sem þeir eru vanir að
gera við sigrað hátignarfólk. Þeir
ákváðu að hækka eftirlaun þau,
sem þeir áður höfðu boðið honum
og fluttu hann ásamt þremur eig-
inkvenna hans ( útlegð. fyrst til
Martinik og slðar til Alsír, og þar
dó Behasfn fjórtán árum síðar úr
ofáti.
Hinn upprunalegi átta hundruð
manna flokkur úr Útlendingaher-
sveitinni hafði verið styrktur með
tvö hundruð og fimmtíu mönnum
til viðbótar, áður en hinni stuttu
herferð lauk. Af þessum eitt þús-
und og fimmtíu mönnum komust
aðeins um fjögur hundruð og fimm-
tíu aftur lifandi til aðalbækistöðva
sinna ( Sidi-bel-Abbés. Hitasótt
varð meirihluta hinna að bana.
Sem þeir eftirlifandi sigldu norð-
ur, hugleiddu þeir hvað orðið hefði
af skjaldmeyjunum. Einu sinni höfðu
þær verið alltof margar. Nú voru
þær ekki lengur til sem slíkar. Þeg-
ar Dodds hershöfðingi hafði gefið
skipun um að láta alla fanga lausa,
höfðu hinar föngnu skjaldmeyjar
haft sig á brott með tregðu. En þær
fóru eins og góðum hermönnum
bar þegar piltarnir úr Útlendinga-
hersveitinni skipuðu þeim að fara
— sumir trúlega með tregðu.
Aldrei framar heyrðist skjald-
meyjanna getið ( sambandi við
stríð, jafrtvel ekki viðvíkjandi veið-
hafa sumar þeirra kannski með tíð
um. En þar eð þær voru konur,
og tíma orðið góðar húsfreyjur.
★.
Þar sem himininn einn
setur takmörk
Framhald af bls. 11.
Einn af betri privat klúbbum
Houston's heitir „The Orbit Room",
með stórum stöfum fyrir utan „The
Orbit Room" stendur m.a. „Hulda
and her guitar".
Hulda sú, sem þar er um talað,
er frú Hulda Emilsdóttir, eða Mrs.
Petursson eins og hún má heita
hér. Margir heima á íslandi kann-
ast þegar við Huldu, þar sem hún
söng á Þórskaffi og í útvarpið
heima, áður en þau hjónin flutt-
ust hingað til Texas árið 1962.
Houstonbúar fullyrða að Leifur
heppni hafi verið Norðmaður, og
það er sama hvernig ég þræti, og
segi að Leifur hafi ekki verið meiri
Norðmaður, en Washington hafi
verið Englendingur, eða Kennedy
Iri, þeir trúa mér ekki.
Þetta ergir mig mjög, vegna þess
að Leifur gamli er eini íslending-
urinn, sem Houstonbúar almennt
hafa heyrt um, þ.e. þeir sem hafa
þá nokkurn tíma heyrt um ísland.
Margi fólk skoðar mig með tor-
tryggum augum, þegar það heyr-
ir að ég kem frá (slandi, og finnst
ég vera furðulega útlítandi eski-
mói, svo ég svara eskimóaspurn-
ingunum með hinni löngu sögu um
Harald Hárfagra og Víkingana, en
það bætir lítið úr skák hvað tor-
tryggnina í minn garð snertir, þvf
ég er dökkhærð, sem þeim finnst
alls ekki passa.
Ég varð því himinlifandi þegar
ég kynntist Huldu, því engum dett-
ur í hug að rengja mig, þegar ég
HJOLBARÐAR
SOVÉTRÍK3UNUM
MARS TRADING CO. H.F.
KLAPPARSTIG 20 SÍMI 17373
VIKAN 1. tbl.