Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 4

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 4
FRAMHALDSSAGAN EFTHR SERGANNE GOLON Báturinn var nú ekki nema um það bil fimmtíu faðma í burtu, og þar sem hann sneri bógnum við þeim, var hann erfitt skotmark. Háir sjóarnir og flöktandi vindurinn gerði það að verkum, að seglbátur- inn skoppaði upp og niður en færðist lítið úr stað. — Gefizt upp, fíflin ykkar, hrópaði maðurinn með svarta augn- speldið. Melcihor Pannassave, sem hélt enn um særðan handlegginn, sneri sér að félögum sínum. Þau hristu öll höfuðið. Svo hrópaði hann: — Franskur skipstjóri gefst aldrei upp! Hann benti á Savary með einum fingri og muldraði: — Skjóttu! önnur sprenging skók bátinn til. Þegar reykurinn leið frá, sáust árar og plankar á reki um allan sjó og menn, sem righéldu sér í brakið. — Bravó! hrópaði skipstjórinn. — Nú, öll segl upp! Við reynum að komast undan. En það fór aðeins kippur um Joliette og skipið nötraði allt. Angelique fannst, að lunningin, sem hún hallaði sér upp að, rynni burt eins og bráðið smjör. Kalt vatn lék um fætur hennar, svo fann hún saltbragðið uppi í sér. 10. KAFLI Skipstjórinn á sjóræningjaskipinu tók ofan grímuna og í ljós kom æskufritt andlit, fallega sólbrúnt, og hinn sólbrúni hörundslitur hans fór vel við grá augu hans og ljóst hárið. En við augun og á enninu voru þéttar, fíngerðar hrukkur, sem gáfu honum fúlmanniegan svip, og þungir pokarnir undir augunum bentu á öfgarnar í líferni hans. Hárið var orðið grátt við gagnaugun. — Á allri minni lífsfæddri ævi, sagði hann með hrokasvip á andiit- inu, — hef ég séð svona ræfilslega áhöfn. Fyrir utan þennan náunga frá Marseilles, sem er ekki verr farinn en svo, að það er hægt að setja hann saman aftur, eru þarna aðeins tveir horaðir stráklingar og tveir samanskroppnir öldungar, og annar þeirra af einhverri ástæðu dul- búinn sem negri. Hann þreif i skeggið á Savary og kippti honum nær sér: — Hvað hélztu, að þú mundir græða með því að skipta um lit? Hvort sem þú ert negri eða hvítur, myndi ég ekki bjóða tuttugu sekkínur íyrir þetta gamla hræ! Lautinantinn með svarta augnaspeldið, þrekvaxinn og hörundsdökkur náungi, benti með skjálfandi fingri á gamla manninn. — Þetta er hann — þetta er hann —• þetta er sá — sem sökkti bátn- um okkar — með fallbyssukúlu. Það rann úr fötum hans og tennurnar glömruðu í munninum Hann hafði verið veiddur upp úr sjónum ásamt þremur öðrum, en fimm af áhöfn Hermesar höfðu látið lífið af afleiðingum samfundar- ins við þennan litla seglbát. — Einmitt? Var það þessi, endurtók sjóræninginn og snáksleg augu hans gegnumboruðu litla, gamla manninn, sem var svo aumkunar- verður útlits, að orð lautinantsins voru næsta ótrúleg. Hann yppti öxlum og sneri sér frá þessum aurnkunarverða hópi: Savary, Flipot, léttadrengnum og gamia Scaiano, öllum rennandi sjó- blautum, að skipstjóranum, sem lá á þilfarinu með andlitið afmyndað af sársauka. — Bölvuð fífl geta þessir Suður-Frakkar verið. Maður heldur, að þeir séu bara að látast, en þeir láta sér ekki fyrir brjósti brenna að ráðast á heilan flota. Idjót! Hvað hefurðu haft upp úr allri þinni of- dirfsku? Ei báturinn þinn hefði ekki verið svona góður, hefði ég sökkt honum undir eins. E’n nú skulum við líta á þennan unga mann, sem virðist vera oina mögulega verzlunarvaran úr öilum hópnum. Hann skálmaði yíir til Angelique, sem stóð nokkuð álengdar. Hún skalf i rennblautum fötunurn, því sólin var komin lágt á loft og vindur- inn tekinn að kóina. Rennvotir lokkarnir löfðu niður yfir axlirnar. Skipstjórinn grandskoðaði hana með sama kuldalega rannsóknar- svipnum og öll hin fórnarlömb skipreikans. ^ VIKAN 17. tbl. Henni leið illa, meðan augnaráð hans lék um hana; hún var sér þess meðvitandi, að fötin límdust við hana og komu upp um vaxtarlag hennar. Föl augu sjóræningjans komu nær og nær, þar til þau að lokum drógust saman í mjóar rifur og fúlmannlegt bros lék um varir hans. — Jæja ungi maður, sagði hann. — Þykir þér gaman að ferðast? Hann dró sverð sitt úr sliðrum og þrýsti oddinum á brjóst Angelique uppi við hálsmál skyrtunnar, sem hún reyndi ósjálfrátt að festa betur saman. Hún fann beitann oddinn nema við hörund sér, en hreyfði sig ekki. — Hugrakkur, ha? Hann þrýsti ofurlítið meira á sverðið, og það lá við að taugar Angelique brystu undan álaginu. Allt í einu rann blaðið inn í skyrtuklaufina og svipti efninu í sundur. Hvít brjóst hennar komu í ljós. — Einmitt. Kona! Sjóræningjarnir ráku upp hlátrasköll þegar Angelique dró í flýti skemmda skyrtuna yfir nakin brjóstin, augu hennar skutu gneistum. Sjóræninginn brosti áfram: — Kona! Þetta er sannarlega furðulegur dagur um borð í Hermesi. Gamall maður, dulbúinn sem negri, og kona dulbúinn sem karlmaður, Suður-Frakki dulbúinn sem hetja, og jafnvel gamli Coriano hérna, dulbúinn sem sjávarguð. Hláturinn brauzt út á ný, þegar athyglinni var þar með beint að lautinantinum með augnspeldið, sem svaraði nafninu Coriano. Angelique beið þar til hávaðinn dó út. — Og svinið dulbúið sem fransk- ur heiðursmaður, sagði hún. Hann tók á móti móðguninni án þess að slaka á brosinu. — Ja hérna! Meira sem kemur á óvart! Kona sem getur svarað íyrir sig! Það er sjaldgæíur viðburður í höínum Miðjarðarhafsins. Kannske að dagurinn verði ekki svo slæmur, þegar allt kemur til alls, herrar mínir. Hvaðan kemur þú íegurðardís? Frá Suður-Frakk- landi eins og vinir þínir? Þegar hún svaraði ekki, kom hann nær og lagði handlegginn um mitti hennar. Án þess að skeyta nokkru um mótþróa hennar, tók hann af henni rýtinginn og mittislindann, hið síðarnefnda vó hann í hendi sér með íbyggnu brosi, svo opnaði hann beltið og renndi gull- molum milli handa sér. Mennirnir komu nær og augu þeirra glömp- uðu. Þegar hann leit upp, hörfuðu þeir á ný. Hann rótaði lítið eitt meira í beltinu og fann þar umburðarbréfin, sem hún hafði vafið inn í snepil af vatnsþéttum striga. Þegar hann braut þau í sundur, varð hann um stund óviss á svip. Madame du Plessis-Belliére.... sagði hann. Svo tók hann skyndilega ákvörðun: — Leyfið mér að kynna mig. Ég er d’Escrainville markgreifi! Hvernig hann hneigði sig benti til þess, að hann hefði fengið sæmi- lega gott uppeldi, og að aðalsmannstitill hans gæti verið sannur. Hún tók að vona, að af virðingu við stöðujafnrétti þeirra í þjóðfélaginu, myndi hann sýna henni nokkra virðingu. — Ég er ekkja franska marskálksins, sagði hún. ■— Ég er á leið til Krítar tii að líta eftir málum eiginmanns mins heitins þar. Varir hans stríkkuðu í illskulegu brosi, en augu hans voru köld. — Þeir kalla mig Skeifingu Miðjarðarhafsins, sagði hann. Hann hikaði aðeins við, en lét svo flytja hana til klefa, sem hann hafði að öllum líkindum handa virðulegri íarþegum, sérstaklega ef þeir voru kvenkyns. í gömlum og róstulegum fataskáp fann Angelique evrópska og tyrk- neska kvennabúninga, nokkrar slæður, eftirlikingu af skartgripum og inniskó. Hún hikaði við að fara úr fötunum, því hún haíði enga ör- yggistiifinningu um borð í þessu skipi. Henni fannst eins og losta- full augu störðu á hana milli panelsins á veggjunum. En föt hennar límdust við hana eins og íshjúpur og hún gat ekki stöðvaö tannskjálft- an. Að lokum tók hún til á þvi sem hún átti til, dreif af sér fötin og fór með andstyggð í hvítan kjól, sem var næstum mátulegur á hana, en hann var ljótur og varla viðeigandi miðað við kringumstæður. Henni

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.