Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 33

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 33
ANGELIQUE OG SOLDANINN Framhald af bls. 5. Pannassave verði farinn að hressast, áður en við komum þangað, svo við getum gert okkar áætlanir. Eftir því sem skipið hélt lengra, sagði Angelique æ oftar við sjálfa sig, að hún væri að komast nær takmarki sinu. Hana hafði dreymt um sjóferðalög siðan daginn, sem bróðir hennar, Josselin, hafði sagt við hana: — Ég er farinn á sjóinn! Skipið flutti hana nær manninum sem hún unni, nær hennar einu ást, en ástin færðist stöðugt fjær henni. — Man Joffrey de Peyrac eftir mér? hugsaði hún. — Vill hann fá mig aftur? Ég hef kastað nafni hans og hann getur hafa kastað minningunni um mig. Skiplð lá við akkeri. Angeliqué greindi það af rólegu ruggínu, sem •geröi henni vært í bólinu. Sólin helltist í gegnum kýraugað. Hún dró þá ályktun, að kæfandi hitinn hefði vakið hana, og bylti sér til, svo hún lægi ekki beint í geislanum. Að utan bárust háværar æsingaraddir. Tritlað var á berum fótum framhjá dyrum hennar. Hróp og blístur gnæfðu yfir dyninn og fótatakið. — Hvar er ég? Hún strauk yfir ennið til að reyna að þurrka burt þokuna, sem lá yfir heila hennar. Skelfing var hún orðin mögur og fyrirgengileg. En hár hennar var hreint og mjúkt, eins og það hefði verið vandlega burstað og jafnvel ilmborið. Hún svipaðist um eftir fötunum stnurn, þar til hún sá hvar þau voru snyrtilega samanbrotin uppi á skáp. Hún reis á fætur og tók að klæða sig, og kom á óvart hve fötin voru víð. Þegar hún fann ekki skóna sína, fór hún í tyrkneska ilskó. Svo leitaði hún dyrum og dyngjum að lindanum sínum. — Ó, það var rétt. Sjóræninginn tók hann. Smám saman fékk hún minnið aftur. En þegar hún stóð óstudd, Thelma Ingvarsdóttir: „Hvað mundi verða um hár mitt, ef ég ekki no- taði hið nyja dásamlega 9-V-A Hárspray." 9-V-A HÁR- SPRAY - i aerosol- brúsum Kr. 78/ 9-V-A HÁR- SPRAY - plastflöskum Kr. 39/ GERIÐ EINS OG FYRIRSÆTURNAR... Notjð Aðeins 9‘V‘A Hárspray Heildsölubirgðir: |SLENZK-AMERISKA Verzlunarfélagið H/F • Aðalstræti 9, Simi-17011 HARSPRAY FYRIRSÆTANNA... 9-V-A hárspray bjargaði hári minu, segir hin fagra Islenska fyrirsæta Thelma. Hún notar 9-V-Á daglega til að fegra hár sitt. 9-V-A er dásamlega kristalstært, og varðveitir hárið með fögrum gljáa. Notið þvi 9-V-A, með öryggi, og eins oft og þér viljið, þvi oftar, þvi betra. B-Vitaminið gerir hárið heilbright, gljáandi og fagurt. 9-V-A er endanleg lausn a vandamálinu .... 9-V-A Hárspray vmeð B-Vitamin Um morguninn vaknaði hún með ærandi höfuðverk. Það var eins og hún hefði blý i höföinu. Munnur hennar var þurr, og fötin virtust brenna hörund hennar. — Hvar erum við? spurði hún litla, svarta þrælinn, sem kom með bakka til hennar. — Undan ströndum Sikileyjar. 1 gærkvöldi sáum við glóðina í eld- fjallinu. — Sikiley, endurtók hún ósjálfrátt. — Aska frá eldfjallinu Etnu barst inn um kýraugað til hennar. — Ég dey undir þessari ösku, sagði Angelique við sjálfa sig. — Ég er að springa úr hita, og askan brennir mig, og ég veit, að enginn kemur mér til hjálpar. I sama bili opnuðust dyrnar og luktarljós þrengdi sér inn í klefann. Andlit d’Escrainville kom í Ijós; andlit með hörund eins og brostið postulín, hallaðist yfir hana. — Jæja, litla ljónynja, hefurðu ákveðið að vera svolítið auðsveipari? Hún lá á grúfu með höfuðið á öðrum handleggnum eins og marmara- stytta, og hár hennar dreifðist yfir glansandi axlirnar, en hreyfingar- leysi hennar var ekki vegna svefnsins. Hann hleypti í brýrnar og setti luktina frá sér. Þegar hann beygði sig fram til að lyfta henni upp, var líkami hennar lífvana í höndum hans ,og höfuð hennar féll þunglega upp að honum. Hörund hennar var brennheitt, og hann stökk aftur á bak í undrun, eins og hann hefði brennt sig. Svo gekk hann aftur nær, lyfti andliti hennar og skoðaði það. Hún muldraði einhver samhengislaus og ó- skiljanleg orð, en meðal þeirra voru tvö, sem komu honum til að brosa: — Ástin mín. Ástin mín. Hann lagði hana aftur á bak á legubekkinn og breiddi yfir hana teppi. Svo gekk hann til dyra og talaði við einhvern fyrir utan: — Þessi kona er veik. Hugsið um hana. , .... -j- * l * * *- mLH tt.ííl'rf'U'b'. V«-*kfc <k**8 á * ® fann hún að fætur hennar voru óstyrkir. Hún studdi sig viö þilið og staulaðist út úr klefanum. Það var ekkert á þilfarinu fyrir utan klefann, en framá var hávaða- samur hópur. Hún riðaði, þegar hún kom út I svalt útiloftið, og var næstum dottin. Svo rak hún upp lágt fagnaðaróp. Fyrir framan hana lá eyja, og uppi á hæð var gamalt, litið hof og hvítar útlínur þess b£ir við himin. Umhverfis voru hvítar súlur, sem lyftu höfðum sínum eins og liljur úr grasi og gáfu til kynna, að þar hefðu veriö fleirl hof, fleiri altari, sem nú voru horfin, og eftir voru aöeins rústirnar. Rétt við hliö Angelique voru dyr opnaöar I offorsi, og maður nokkur kom þjótandi út. Hann hentist framhjá án þess að taka eftir henni, en hún þekkti þennan snjáða, rauða frakka, með trosnaða útsauminn, og framar öllu var henni kunnuglegt hörundsdökkt andlitið með fíngerðu hrukkunum, sem við fyrstu sýn komu manni til að halda, að hann væri æðislega reiður. D’Escrainville markgreifi. Siðast hafði hún séð hann þegar hann hallaði sér yfir hana, meðan hún barðist af öllum kröftum við köfnunartilfinninguna, sem gagntók hana. Brosið á vörum hans rifjaði upp fyrir henni hlna hræðilegu orrustu þeirra. Hún hörfaði, og reyndi eftir beztu getu að vera ósýnileg. Áhöfn skipsins hafði safnazt saman frammi f stafni og hún sá þræla- hópinn niðri i lestinni — allskonar fólk, konur og börn, gamlir og ungir af öllum kynþáttum og litum og klæddir í allskonar búninga, allt frá glæsilega útsaumuðum bændajökkum frá ströndum Adríahafs, niður í hvitar skikkjur Arabanna, og dökkar slæður grísku kvennanna. D’Escrainville starði á Þau, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum, og síöan ávarpaði hann Coriano, sem gekk á móti honum hægt og heimspekilega. — Þetta hefur maður upp úr þvi að vera ekki strangur, öskraði hann. — Ég lét þennan gamla apótekaraskratta slá mér gullhamra. Sjáið nú bara hvað hnn hefur gert. Flúið! Annar þrællinn sem sleppur VIKAN 17. tbl. 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.