Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 36

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 36
Nú er kjöriö að panta SAAB fyrir vorið. SAAB fólksbifreiðin er 5 manna en SAAB stationbifreið- in er 7 manna. Það skiptir yður máli að velja rétta bifreið, vegna aksturseiginleika, styrkleika og endingar. SVEINN BJÖRNSSON & CO. - Langholtsvegi 113 - Sfml 30530 úr klóm mínum á einum mánuði. Það hefur aldrei gerzt hjá mér áður — mér, Skelfingu Miðjarðarhafsins. Ég hef ekki fengið betta viður- nefni fyrir ekkert. Og ég hef látið litilfjörlega lús á borð við hann snúa á mig þótt hann sé sá ræfill að hann hefði ekki staðið mig i fimmtiu pjöstrum í Livorno. Hann lokkaði mig inn í þessar andskotans eyjar með því að segja mér, að ég myndi finna þar auðæfi í formi ein- hvers kraftaverkaefnis, sem hann sagði að væri hægt að taka þar fyrir ekki neitt. Og hugsa sér, að ég skyldi trúa honum, þessi bölvaður asni. Ég hefði átt að muna, að ég fiskaði hann upp úr sjónum með þessum bölvuðum Marseillesmanni, sem flúði í seglbátnum sínum, eftir að ég hafði lagt á mig að kalfatta hann, til þess að geta selt hann á góðu verði. Enginn hefur snúið svona á mig áður. Og nú gerir þessi apótekaraköttur það. —• Einhver hlýtur að hafa hjálpað honum — annaðhvort einhver varðmannanna, eða einhver þrælanna. — Það er það, sem ég ætla að komast að, Coriano. Eru allir hér? — Já herra. — Þá skulum við fá okkur hressilegan hlátur. Ha, ha, ha! Enginn gerir grín að d’Escrainville markgreifa lengi. Ef ég nokkurntímann næ í þennan andskotans apótekara aftur, brýt ég hann i tvennt, eins og þá lús, sem hann er. Og ég skal ekki gleyma þvi, að það var þessi gamli skratti, sem sökkti langbátnum okkar. Komið hingað! Þar sem ailir voru komnir hreyfði sig enginn. Allir stóðu í kvíðafullri þögn og störðu á skipstjórann. — Einhver skal fá að gjalda fyrir þetta. Langbáturinn er ónýtur. Ég veit af fyrri reynzlu. að enginn mun játa, svo við skulum draga um það, hver er sekur. Elzti og hinn yngsti af kristnu þrælunum skulu draga. Þó enginn undir tíu ára aldri, ég er engin ófreskja. Angelique starði stórum augum á vitskerta manninn í rauða jakk- anum. Dauðaþögn ríkti á skipinu. Svo tók við grátur kvennanna úr lestinni, þegar mæðurnar reyndu að vernda börnin, sem héldu sér dauðahaldi í þær. — Flýtið ykkur! öskraði d’Escrainvielle. — Réttlætið vinnur hratt á skipi, svo að.... 1 sama bili heyrðist kröftug sprenging, sem virtist koma úr iðrum skipsins, og yfirgnæfði orð brjálæðingsins. Um stund voru allir þöglir af undrun, svo barst hrópið! — Eldur! Hvítur reykur tók að lopast út um ristarnar frammi í stafni á Hermesi. Hræðsla greip um sig meðal þrælanna, en svipur varðmannanna héldu uppi lögum og reglum. D’Escrainville og undirforingjar hans þutu fram í stafn. — Hvar er fyrsta vaktin! hrópaði hann. Hópur sjóliða gekk hikandi i áttina til þeirra allir náfölir af skelf- ingu. — Fjórir menn opni lestarnar og aðrir fjórir fari niður til að gá hvað, hefur gerzt. Reykurinn kemur frá birgðaklefanum við hliðina á eldhúsinu. gg VIKAN 17. tbl. Enginn hreyfði sig. Allir virtust hafa orðið að steini við þessa ó- væntu atburði . — Þetta er vitiseldur, Monsieur, stamaði einn sjómannanna. — Sjá- ið þennan reyk. Þetta er ekki góður, kristinn reykur.... Og sannleikurinn var sá, að reykskýin, sem gusu upp um lestarlúg- urnar, virtust eins og læðast þunglega með þilfarinu, fyrst eins og þykk, hvit leðja, en dreifðist svo eins og fíngerð þoka. D’Escrainville nálgaðist reykinn, eins og hann langaði til að taka hann í hendur sínar, og lyfti þeim síðan upp að nösum sér. — Þetta er skrýtin lykt. Hann náði varla valdi yfir sjálfum sér og þreif skammbyssu úr belti Corianos. — Ég skal skjóta ykkur í rassgatið, öskraði hann, — ef þið farið ekki undir eins niður, eins og ég sagði ykkur. 1 sama bili var eins og lestarlúgan lyftist af eigin rammleik i miðju reykjarhafinu. Flestir viðstaddir æptu af skelfingu, og sjálfur d’Escrain- ville hörfaði eitt eða tvö skref aftur á bak. — Ðraugur! I sérstaklega þykku reykjarskýi kom vera i ljós, í rökum, hvitum hjúp, og frá þessari veru barst hálfkæfð rödd: — Ég bið yður, Mon- sieur, fyrir alla muni verið ekki hræddur. Þetta er allt i lagi...... — Hvað, hvað á þetta að þýða? stamaði sjóræninginn. — Þú þinn andskotans lyfjafræðingur, er það ekki nóg fyrir þig, að þú lézt okkur hlaupa eins og djöfulinn sjálfan í morgun, án þess að þú þurfir einnig að kveikja í skipinu mínu? Það var eins og veran væri að afklæðast hjúpi sinum. Andartaki síðar birtist skeggjað andlit Savarys. Hann hnerraði og hóstaði; svo fór hann úr hvitu skikkjunni sinni og gerði einhverjar handahreyfingar í hughreystingarskyni í áttina til mannfjöldans, og stakk sér síðan aftur ofan í lestarlúguna, sem lokaðist á eftir þessari furðuveru. Angelique og allir hinir álitu, að þeir hefðu verið viðstaddir ein- hverskonar galdra. Áður en langt um leið, kom Savary aftur upp stig- ann, rólegur, í ágætu skapi, jafnvel þótt hann væri alveg alþakinn sóti, og rifnir tötrar hans gegnsósa af andstyggilegum, sætum þef. Hann útskýrði með miklum virðuleikablæ, að það hefði ekki veriö neinn eldur. Sprengingin og reykurinn hafði aðeins verið árangur af „til- raun", sem gæti haft mikla þýðingu fyrir visindin almennt og siglinga- fræði þó sérstaklega. Sjóræningjaforinginn virti hann fyrir sér, frá hvirfli til ilja. — Svo þú flúðir ekki! —• Ég! Flýja? Hversvegna? Mér líður mjög vel á skipi yðar, Mon- sieur. — Eh hvað um langbátinn? Hver setti hann fyrir borð? I sama bili kom rjótt andlit ungs sjóliða upp fyrir borðstokkinn. Hann klifraði kaðalstigann, sem hékk á skipshliðinni, og nam undr- andi staðar, þegar hann sá allan hópinn samankominn. — Lngbáturinn skipstjóri? Ég fór á honum til að sækja vín upp á eyjuna í morgun? D’EscrainviIle slappaði af, og Coriano leyíði sér að hlægja.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.