Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 15

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 15
ÆR MIÐALDRA? TÆPLEGA FERTUGAR? - ÞÓ ERU ÞÆR ALLAR KOMNAR Á FERTUGSALDUR. BRIGITTE BARDOT 31 ÁRS „Aðrir sem eru þrítugir eru miklu eldri en ég,“ segir BB þegar hún er spurð um aldur. sinn. Þessi furðulega franska stúlka segir að hún ætli aldrei að verða gömul. „Eg get ekki ímyndað mér sjálfa mig sex- tuga, ég er BB og BB verður ekki sextug.“ En hún hefur nú samt sem áður þroskazt. En með því að hætta á það af fara út fyrir Frakkland á síðasta ári sýndi hún heimin- um að hún hefur engu tapað af táningasjarma sínum. GRACE PRINSESSA, 37 ARA Það var sagt að þetta gæti aldrei varað lengi, ævintýri prinsins og Hollywood-stjörn- unnar, en það var árið 1956. Nú er það hin fyrrverandi Grace Kelly sem hefur styrkt stöðu Monaco-ríkis, sem ferðamannalands. Hún er móðir þriggja myndarlegra barna og örugg stoð hins vin- gjarnlega og geðgóða eigin- manns síns. Hún hefur líka kímnigáfu og kippir sér ekki upp við það þó einhver sjón- varpsmaðurinn sé svo utan við sig að hann segi: — Gott elskan, yðar hágöfgi.... LESLIE CARON, 34 ARA Litla stúlkan úr „Gigi“ liefur vaxið úr grasi og aukið á frægð sína með árunum. En nú er hún mest umtöluð, vegna þess að eiginmaður hennar, Peter Hall, sakar hana um að vera sér ekki trú. Hún er sögð mikil vinkona Warr- en Beatty, og um það segir hún sjálf: „Warren og ég er- um góðir vinir, við höfum ekkert að fela. Ég veit ckki hvað framtíðin ber í skauti sínu, en sem stendur líður mér prýðilega, hef það eins og sagt er í Frakklandi: „ljómandi gott í mínu eigin skinni“. Alla vega finnst mér lífið dásamlegt. SOPHIA LOREN, 31 ÁRS Eftir allar tilraunir til að lög- helga sambúð sína, geta So- phia Loren og Carlo Ponti nú loksins gift sig, í hvaða landi sem er, utan Ítalíu. (Þar er ekki tekið mark á skilnaði Pontis frá fyrri kon- unni). Sophia segir: „Undir- staðan i lífi mínu er Carlo.“ Hann „fann“ hana og sjarmi hennar sá um það sem eftir fór. Sophia, sem er ein af fegurstu konum heims segir: „Ég er ekki nein kynbomba, ég er bara kona.“ VIKAN 17. tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.