Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 10

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 10
Kortið sýnir áhrifasvæði Víkinga f Rússlandi og staðsetningu annarra helztu ríkja og þjóðflokka þar og í grennd á víkingaöid. Sem ef til vill má sjá af 'fyrri greinum, hófust vík- ingaferðir í vesturveg ekki með miklum fyrirvara; þvert á móti má líkja upphafi þeirra við skyndi- lega komu fellibyls eða annan álíka áhrifamikinn náttúruvið- burð; en um víkingu í austur- veg gegndi öðru máli. Hún átti sér eldri aðdraganda en svo, að hið eiginlega upphaf verði ljós- lega greint. Danir herjuðu fyrst og fremst í vesturveg, en þeir létu einnig töluvert að sér kveða á Eystra- salti, einkum á ströndum hins núverandi austur-þýzka komma- lýðveldis, sem þá var mestan- part byggt slavnesku fólki, Vindum. Til þess að halda þess- um Slövum, sem voru engu ó- grimmari en verstu Víkingar, í skefjum, og trúlega einnig til að græða á verzlun þeirri, sem átti sér stað uppmeð Oderfljóti, byggðu þeir á óseyjum fljóts þessa vígi, sem nefnt var Jóms- borg. Þar sátu þeir frægu Jóms- víkingar, sem voru nokkurskon- ar riddarar meðal Víkinga og urðu að halda sig frá kvenfólki og fleiri lystisemdum; það minn- ir einnig á siðareglur sumra Kósakka, samanber vísuna frægu um Stenka Rasín: Læðist kurr um kappaskarann: „Kempan sveik vort bræðralag; eina stund með ungmey var hann ástarbljúgur þennan dag.“ Danakonungar voru ósparir á að senda Jómsvíkinga gegn Sví- f* * * ~ tJitsi.ií.iskáL Hrærekur, stofnandi Garðaríkis. Ingvar Garðakóngur og Helga drottn- ing hans. Myndirnar eru síðari tima málverk. Vikíngarnir og timaskeið þeirra þriðja og sfðasta grein DAGUR ÞORLEIFSSON TÖK SAMAN KAUPHÉDNAR OGIIIERINGJAR í AUSTURVEGI um og Norðmönnum, þegar þeir voru að leitast við að buga þessa frændur sína, en í þeim viður- eignum biðu þessir riddaralegu víkingar hinar átakanlegustu hrakfarir, einkum í Hjörunga- vogi fyrir Hákoni Hlaðajarli, sem fórnaði heiðnum goðum syni sínum, að hann mætti sigur hafa. Þá „gerðist betri blótfjandinn, í bragði tyggja viður.“ Jóms- víkingar voru bugaðir og síðan leiddir til höggs, þeir er hand- teknir voru. Brugðu þeir við það tækifæri fyrir sig stórsnið- ugum gálgahúmor, og er frá- sögnin af aftöku þeirra í forn- sögum okkar sjálfsagt ein hin skemmtilegasta af því tagi í öll- um heimsbókmenntunum. Einn þeirra hafði hár mikið og fag- urt; bað hann böðulinn þess lengstra orða að láta ekki fara í það blóð. Annar kvað það lengi hafa verið áhugaefni þeim Jóms- víkingum, hvort menn vissu til sín ef af þeim væri höfuðið; kvaðst nú vilja nota tækifærið til sannreyndar þessu og gefa merki, ef hann vissi til sín að höggi loknu. UPPSALAAUÐUR En þessi orð um Jómsvíkinga eru raunar hálfgerður útúrdúr; á víkingatímunum voru það Sví- ar, sem fyrst og fremst létu að sér kveða á Eystrasalti og í lönd- unum þar austur af. Sem vikið var að í uphafi greinarinnar, voru þeir gamalkunnugir á þeim slóðum. Að minnsta kosti er ó- hætt að slá því föstu, að á áttundu öld ráku þeir mikla verzlun í þeim löndum, er nú heita Eist- land og Lettland, og lengra aust- ur á ströndum stórvatnannna La- doga og Onega. Yfirráðum verzl- unarinnar fylgdu svo stjórn- málaleg ítök. f þessu sambandi er rétt að benda á, að í upp- hafi víkingaaldar voru Svíar greinilega lengra á veg komnir um marga hluti en frændur þeirra í Danmörku og Noregi. Þegar fyrir upphaf þeirra tíma var mestur hluti landsins samein- aður í allvoldugt konungsríki, sem hafði höfuðstað að Uppsöl- um, sem var jafnframt nokkurs- konar Jerúsalem Ásatrúarmanna. Þar var veglegasta hof í heiðn- um dómi germönskum, sem kunnugt er um úr heimildum, og þar voru Óðinn og Freyr, en þó einkum Þór, tilbeðnir með veglegum fórnum dýra og manna, hverra hræ voru hengd upp í helgum lundi. Annar geysimerk- ur staður í sambandi við útþenslu Svía austur eftir var eyjan Got- land, sem þjóðsagan segir Þjálfa, þjón Þórs, hafa byggt fyrstan guða og manna. Eyja þessi hafði þá þegar miklu hlutverki að gegna sem verzlunarmiðstöð í Eystrasalti. Rannsóknir á fornum víkingabúðum, sem grafnar hafa verið upp á Lettlandsströnd, benda til þess, að Svíar frá Upp- landi og Gotlendingar hafi skipt þannig með sér verkum í aust- urvegi, að hinir fyrrnefndu hafi annazt hervörð staðarins, en

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.