Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 20

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 20
mii i/iiii/'i i/mi/ \imu iini n Að ofan: Mismunandl afbrigðl gerðihúsa: A: raðhús með lokuðum garði, B: Vinkilhús með lokuðum garði, C: svokaliað U-plan með lokuðum garði, D: atríumhús af upprunalegri gerð, E: T-plan með tvcim lokuðum görð- um, F: Vinkilhús með lokuðum garði og öðrum stærri. Neðri myndin: Hverfi þar sem öll þessi afbrigði eru notuð saman. til þess og í samræmi við það voru allir útveggir á þessu fram- tíðarhúsi Edvard Stone heilir, en hinsvegar opnaðist húsið inn að garðinum í miðju þess líkt og alltaf hefur verið í atríumhúsum. Það er alls ekki ósennilegt að hús sem þetta geti átt framtíð fyrir sér og það jafnvel alveg á næstunni. Tæknilega er það nú þegar framkvæmanlegt, spurn- ingin er fyrst og fremst hvenær verður þessari húsagerð haldið svo að byggjendum sjálfum, að þeir óski sér að búa í þeim. Atríið í þessu heimssýningar- húsi var um 100 fermetrar að stærð og yfir það var byggður einskonar pýramídi úr gleri eða plasti. Annars ætti ekki að þurfa að kynna það nánar hér þar sem skrifuð var ýtarleg grein um þetta hús í 28. tbl. Vikunnar 1964. Ef hús Edwards Stone er borið samaji við gömlu atríumhúsin, má með nokkrum rétti segja að ekkert sé nýtt undir sólinni. Margir gefa mikið fyrir útsýn- ið, en það gefur auga leið, að í borg geta ekki allir haft út- sýni. Þar sem svo hagar til, að auðvelt er að færa sér útsýnið í nyt, þá er það sjálfsagt og þar er tæplega að vænta að það nái almennri útbreiðslu, nema þá að til komi ódýrari aðferðir til að byggja með gleri eða plasti yfir garðinn. En það eru fyrst og fremst afbrigði af þessari húsa- gerð, sem hafa almennt gildi og skal þeirra getið hér. AFBRIGÐI AF ATRÍUMHÚSUM Enda þótt atríumhúsið í upp- runalegri mynd, sé ef til vill ekki alltaf hentugt og stundum jafnvel óframkvæmanlegt, ef húsið er ekki stórt að flatar- máli, þá er hinsvegar ekki loku fjnrir það skotið að hægt sé að færa sér í nyt hina ýmsu kosti atríumhússins. í Evrópu og Ameríku hafa á síðari árum ver- ið byggð ýmis afbrigði af húsi sem kölluð hafa verið ýmsum nöfnum svo sem „halfatríum", „uteromshus“ og á íslandi hafa þau stundum verið nefnd garð- hús. Megineinkenni þessara húsa er lítill lokaður garður, um það bil 100 fermetrar, í nánum tengsl- um við flestar vistarverur húss- ins. Þessi garður er að nokkru umkringdur af húsinu sjálfu, en stundum af nágrannahúsi á eina hlið og skjólgirðingu. Það kæmi til greina að kalla f Helslngör í Danmörku hefur verið byggt frægt gerðihúsahverfi eftir arkitektinn Jörn Utzon. Hér er grunn- teikning af húsi úr þessu hverfi. Gluggarnir snúa flestir út að gerðinu, sem er lokað og alveg út af fyrir sig. Atríumhns 09 uarQhðs því, ef atríumhús eru reist, ann- aðhvort að leiða gang að öllum herbergjunum, eða þekja yfir garðinn með gleri eða plasti og hita hann þá upp sem hluta hússins. Þannig er t.d. atríumhús það, sem byggt var fyrir heimssýn- inguna í New York 1964 og kall- að hús frámtíðarinnar. Höfund- ur þess var bandaríski arkitekt- inn Edvard Stone, en hann hélt því fram í sambandi við þetta hús, að íbúðahverfi í borgum nútímans væru of frek á land- rýmið og þyrfti þessvegna að þjappa þeim betur saman. Hann taldi atríumhúsið heppilega lausn mundi ef til vill ekki vera heppi- legt að byggja atríumhús. En á flatlendi og öðrum þeim stöðum sem byggingar nágrennisins koma að öllu jöfnu í veg fyrir útsýni, þá vaknar sú spurning, hvort ekki sé betra að sleppa því að mestu leyti en leggja í þess stað áherzlu á vistlegan garð í miðju hússins. Ég hef minnzt á það fyrr í þessari grein að atríumhús verður vafalaust nokkru dýrara í byggingu en jafn stórt hús af venjulegri gerð. Það má því gera ráð fyrir því, að atríumhús muni verða byggð hér eitthvað í framtíðinni, þegar xun stór hús er að ræða, en þess slíkan garð „gerði“ til aðgrein- ingar frá görðum almennt og sérstaklega til að benda til skjólsins sem þar myndast, mundi vera eðlilegt að kalla hús með slíkum garði „gerðihús“, (sam- anber gerðihamar) sem hljóm- ar betur í samsetningum en gerð- ishús. Þó mætti nota það, ef réttara þykir að setja nafnið þannig saman. Þessu er varpað hér fram málsmiðum til athug- unar. Þegar reynt er að gera sér grein fyrir því, hvort gerðihús muni henta við íslenzkar að- stæður, er rétt að líta á nokkrar tölur frá Veðurstofu íslands: í 2Q VIKAN 17. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.