Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 7

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 7
upphitun, rafmagn og opinber gjöld t.d. fse ég mér svona einn kjól á ári að meðaltali og nú um daginn voru 2 ár síðan ég hafði fengið mér pils og þá breytti ég gömlu pilsi. Ég kaupi engin föt á krakkana, því að það er ágætt að stytta sér stundir við að prjóna og sauma. Maðurinn minn er nær því ennþá sparsam- ari. En samt sem áður skora ég nú á þig að gefa mér gott og spaklegt svar við þessari spurn- ingu minni, hvað fjögurra manna fjölskylda þurfi t.d. að lifa af á mánuði fyrir utan það sem ég hef áður tekið fram. Ég ætla að taka það fram svo að þú haldir ekki að annaðhvort séum við svona nísk eða miklir maurapúk- ar að' við erum að berjast í þeirri þraut að byggja okkur hús. Þess vegna eru kjólakaupin og allt það mjög takmarkað núna. Og gerðu það nú fyrir mig að henda þessu bréfi ekki í rusla- körfuna. Með fyrirfram þakklæti Addý Páls. P.S. Ég gleymdi einu. Hvernig er skriftin? Jæja, Addý, við höfum haft tölu- vert fyrir því að reyna að finna svar við spurningu þinni, en nið- urstaðan hefur nú samt orðið sú, að ekki tjóir að ætla fjögurra manna fjölskyldu minna en svo sem 6—7 þúsund á mánuði til fæðis og klæða, án þess að um íburð sé að ræða, heldur aðeins nauðsynjar, en þær að vísu þokkalegar. í þessu höfum við gert ráð fyrir fimm kjötmáltíð- um á viku og einum alfatnaði á ári fyrir fullorðna fólkið, meira handa börnunum, sem bæði höggva fötin sín, rífa og slíta, eins og gerist með krakka. Að vísu er þetta einhverjum breyt- ingum undirorpið eftir aldri bamanna, en þegar allt kemur til alls, myndi þessi upphæð vera fremur of lág en há. Því miður. Skriftin er of ójöfn. KALDI OG SÍÐAN STINNINGS- KAIDI. Risið hefur upp deila hér á heimilinu út af veðurspánni. Deilt er um það, hvað átt sé við með kalda og stinningskalda og hvaða munur sé á þessum orð- um. Langar mig að fá vitneskju um, hvort miðað sé við vind- hraða, hitastig eða hvort tveggja. Gæti kaldi t.d. verið, þegar hlýtt er í veðri eða er hann einungis þegar kalt er? Fer þetta kannski bara eftir því hvernig þeim á veðurstofunni finnst það fara bezt í það og það skiptið? Með fyrirfram þökk fyrir svar- ið. Einn sem ekki lætur sig. Kaldi er 4 og 5 vindstig, sem aft- ur greinast þannig: 4 vinstig eru 11—16 hnútar, 5 vindstig 17—21 hnútar. Stinningskaldi er 6 vind- stig eða 22—27 hnt. Síðan kem- ur allhvasst, 7 vindstig, 28—33 hnútar, þá hvasst, 8 vindstig eða 34—40 hnútar, 9 vindstig lieita stormur og eru 41—47 hnútar, 10 vindstig eru rok og 48—55 hnút- ar. ofsaveður er 11 vindstig eða 56—63 hnútar, en 12 vindstig og þar yfir er fárviðri, og þá eru hnútamir 64 eða fleiri. Gola er þrjú vindstig og þar niður af niður í logn, sem varla er hægt að tala um nema á einhverjum litl- um bletti, og þá segir veðurstof- an fyrir um hægviðri. Og til fróð- leiks um hnútana má geta þess, að einn hnútur er ein sjómíla á klst. Margar sögur hafa spunnizt um þjónustuna á Pressuballinu síð- asta, enda var hún Iíkast til hið eina, sem þar var til aðfinnslu. JM sendi okkur eina söguna, og hlýtur blóm fyrir: Einn betri borgara þessa bæjar bauð sér og konu sinni á Pressu- ballið í Lídó í marz síðastliðnum, til að njóta góðrar skemmtunar, mats og víns. Meðal annars hafði hann hugsað sér að drekka rauð- vín með matnum, og þegar þar að kom, bað hann þjónustupíuna um eina flösku af þeim miði. Stúlkan bað hann að bíða aðeins við og trítlaði fram, en kom að vörmu spori aftur og sagði: I»að er því miður ekkert rauðvin til lengur, en þér getið fengið séne- ver! Fyrsta fflokks ffpá FÖNIXs ATLAS KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR KÆLING er aðferðin, þegar geyma á matvæli stnttan tíma. Þetta vita allir og enginn viU vera án kæUskáps. FRYSTING, þ. e. djúpfrysting við a. m. k. 18 stiga frost, er auðveldasta og bezta aðferðin, þegar geyma á mat- væli langan tíma. Æ fleiri gera sér ljós þægindin við að eiga frysti: fjölbreyttari, ódýrari og betri mat, mögu- lcikana á því að búa í haginn með matargerð og bakstrl fram í tímann, færri spor og skemmri tima til innkaupa — því að „ég á það í frystinum". Við bjóðum yður 5 stærðlr AXLAS kæliskápa, 80— 180 cm háa. Allir, nema sá minnsti, hafa djúpfrysti- hólf, þrír með hinni snjöUu „3ja þrepa froststillingu", sem gerir það mögulegt að halda miklu frosti í frystihólfinu, án þess að frjósi neðantil i skápnum; en einum er skipt í tvo hluta, sem hvor hefur sjálf- stæða ytri hurð, kæli að ofan með sér kuldastillingu og alsjálfvirka þíðingu, en frystl að neðan með eigin froststillingu. Ennfremur gctið þér valið um 3 stærðir ATLAS frystikista og 2 stærðir ATLAS frystiskápa Loks má nefna hina glæsilegu ATLAS viðar-kæUskápa I herbergi og stofur. Þér getið vaiið um viðartegundir og 2 stærðir, með eða án vínskáps. Munið ATLAS einkennin: ☆ Glæsilegt og stílhreint, nýtízku útlit. ☆ Fullkomin nýting geymslurýmisins með vand- aðri markvissri innréttingu. ☆ Innréttingarmöguleikar með sérstökum Atlas- búnaði. ☆ Sambyggingarmöguleikar (kæliskópur ofan á frystiskáp), þegar gólfrými er lítið. ☆ Færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun. ☆ Hljóð, létt og þétt segullæsing og möguleikar á fótopnun. ☆ 5 ára ábyrgð á kerfi og traust þjónusta. • • Um allt þetta fáið þér frekari upplýs- ingar, með því að koma og skoða, skrifa eða útfylla úrklippuna, og mun- um við leggja okkur fram um góða af- greiðslu. — Sendum um allt land. SÍMl 24420. SUÐURGATA 10. RVfK. Sendið undirrit. ATLAS myndalista ag nákvæmar upplýsingar, m. a. um vorC og greiðsluskilmála. Nafn: ......................................................................... Heimilisfang: ...................................................... Til: FÖNIX s. f., pósthólf 1421, Reykjavík. V-17 VIKAK 17. tbl. y

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.