Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 25

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 25
)KUR ISLENZKA SJON TEXTI OG MYNDIR: ANDRÉS INDRIÐASON OG ÓLAFUR RAGNARSSON Upptökurnar fóru fram í sjónvarpsverinu í Glad- saxe, þar sem búiö hafði verið svo um hnútana, að allar aðstæður voru eins og verða munu í upp- tökusalnum að Laugavegi 176, þegar þar að kemur. íslenzku tæknimennirnir, sem þjálfun hlutu hjá danska sjónvarpinu, voru Jón Hermannsson, Örn Sveinsson, Ingvi Hjörleifsson, Sverrir Bjarna- son, Sigurliði Guðmundsson, Sigurður Einars- son, Þórarinn Guðnason, Úlfar Sveinbjörnsson og Guðmundur Eiríksson. Aðrir starfsmenn ís- lenzka sjónvarpsins, sem störfuðu að upptök- unum voru Andrés Indriðason, Ölafur Ragnars- son, Magnús Bjarnfreðsson og Markús Örn Antonsson. Segir hér frá einum starfsdegi þeirra. Aður en hafizt er handa í Stúdíói III er snæddur árbft- ur í hinni vistlegu matstofu í sjónvarpsverinu í Gladsaxe. Undir borðum er skeggrætt um hátæknifræðileg málefni og verkefnin, sem framundan eru. Við lítum út um gluggann og sjá- um, hvar Úlfar Sveinbjörnsson renn- ur ( hlaðið á jeppanum sfnum. í rauninni ætti hann skilið heiðurs- merki fyrir það, hve glúririn hann er að rata um borgina á bílnum. Það er alltaf hægur vandi að sjá, hvar Úlfar fer, því að jeppinn hans er einn af sárafáum í allri Kaup- mannahöfn — og sá eini með ís- lenzku númeri. Það er laugardagur 5. marz, og nú eru þeir Markús Orn Antonsson og Magnús Bjarnfreðsson mættir til þess að flytja fréttirnar. Það rfkir talsverð tilhlökkun, því að þeir hafa komið með nýjar fréttakvikmyndir að heiman. Magnús og Markús höfðu aðeins tveggja daga viðdvöl í Kaupmanna- höfn. Hinn 7. marz héldu þeir til Stokkhólms ásamt Olafi Ragnars- syni á tveggja mánaða námskeið, sem sænska sjónvarpið efnir til fyr- ir stjórnendur dagskrárliða (produ- centa). Aðra daga var Andrés Ind- riðason fréttaþulur í Gladsaxe, og las hann fréttir danska sjónvarps- ins í íslenzkri þýðingu. Michael Jakobsen, forstöðumað- ur tækninámskeiðsins, gengur í sal inn, brosleitur að vanda og segir ,,davs", þegar hann gengur hjá fs- lenzka hópnum. í kjölfar hans sigla aðalkennararnir á námskeiðinu, Kjeld Larsen og Otto Jonassen. Þeir segja Ifka „davs"! Nú fer Kolbrún Jóhannesdóttir, sem sér um kynningar á dagskrár- atriðum, að hugsa sér til hreyfings. Aður en hún sezt fyrir framan sjón- varpsmyndavélina, þarf hún að láta sminka sig. Og þetta á við um alla, sem koma fram f sjónvarpi, jafnt karlmenn sem kvenfólk — ekki hvað sfzt fréttaþuli, sem sitja f langan tfma í sterkum Ijósum. Væru þeir ekki sminkaðir, litu þeir út eins og hvítar næpur á skerminum! Klukkan er tekin að halla í hálf nfu og nú er kominn tfmi til að fara að hugsa um undirbúninginn að upptökunni f Stúdíói þrjú, sem á að hefjast klukkan 1) stundvfs- lega. VIKAN 17. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.