Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 45

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 45
— Nei. Litlaus augu hvíldu ó Mc- Whirter. — Ég get ekki ímyndað mér, að þú farir að gera nein heimskupör. Tálgað andlit McWhirter missti of- urlítið af litnum. — Ég er ekki sá bjáni, Gabríel, sagði hann fýldur. Það var barið á dyrnar, og þær opnuðust. Frú Fothergill kom inn og þurrkaði af höndunum á stórum, óhreinum vasaklút. Það var letileg ur vesældarsvipur á þunglamalegu andliti hennar. — O, kæra frú. McWhirter fjaðr- aði á móti henni fram að dyrunum, glansandi af aðdáun. — Þú hefur ekki hugmynd um, hvað ég öfunda þig, frú Fothergill. Hamingjusamur er sá, sem hefur einfaldar þarfir. Hann tók um hönd hennar og strauk hana blíðlega. — Þig langar ekk- ert í auðæfin. Þú hefur engin róm- antísk vandamál. Aðeins krús af víni og bók um vöðvabyggingu og líkamsrækt, lítilfjörlegt dráp við og við . . . — Þegiðu, McWhirter, sagði frú Fothergill, góðlátlega og ýtti hon- um frá sér. Ég hefði ekkert á móti því að fá í staupinu núna, úr þvf að þú minnist á það. Gabríel kinkaði kolli og hellti um þumlungi af viskíi í glas. — Þína skál, kæra frú Fothergill, sagði hann og rétti henni glasið með elskulegu brosi. — Þú varst að vinna fimm pund fyrir mig. Ég veðjaði við Borg, að þú myndir kyrkja náungann, en Borg var viss um, að þú myndir nota hálsbrots- aðferðina, eins og við hinn sæla ábóta. — Mér datt það nú.í hug, við- urkenndi frú Fothergill, — en það tekur of fljótt af þannig. Hún hugs- aði sig um eitt andartak. — Hann var þá ábóti, hinn? Hún saup á, hugsaði sig um aftur, lyfti síðan glasinu og tæmdi úr þvf. — Og tókstu fimm pund af Borg fyrir þennan? Ég skal ná því af þér f póker á morgun, drengur minn. Hún leit á Gabrfel með einhverju, sem var átakanlega líkt feimnislegu smeðjubrosi. — Þakka þér fyrir, Gabríel/ — ég á við — þú veizt, fyrir — skemmt- unina. — Allt í lagi, frú Fothergill. Láttu Mendoza koma. Hún kinkaði kolli, þurrkaði sér um munninn á vasaklútnum, tróð honum svo f buxnavasann og fór ' fram. McWhirter glotti og ætlaði að fara að segja eitthvað. En svo sá hann, að Gabríel var niðursokkinn ^ í reikningana og ákvað að þegja. Fimm mínútum seinna kom hörunds- * dökkur maður með uppbrettar erm- * ar. Gabrfel stóð upp. ^ — Sýndu þessa síðustu kvikmynd , 7 aftur, Mendoza. Þessa með gas- í lampann. Þú hefur ekki séð hana * ennþá er það, McWhirter? — Hér — Nei. Nei, ég hef ekki & séð hana. Kalonides kom ekki með hana fyrr en í dag. — Allt f lagi. Þú mátt vera. Þetta 1 var heiður. Framhald ( næsta blaði. I BARA HREYFA EINN HNAPPog Hé%i4AFULLMflTIC SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN ÞVÆR, SÝÐUR, SKOLAR OG VINDUR ÞVOTTINN. S-M/%i4/*FULLMATIC ÞVOTTAVÉLIN FER SIGURFÖR UM ALLA EVRÓPU. - HAKA GERIR ÞVOTTADAGINN AUÐVELDARI EN ÁÐUR ÞEKKTIST. SJÁLFSTÆÐ I ÞVOTTAKERFI 1. Suðuþvottur 100* 2. Heitþvottur 90* 3. Bleijuþvottur 100* 4. Mislitur þvottur 60* 5. Viðkvæmur þvottur 60° 6. Viðkvæmur þvottur 40° 7. Stifþvottur/Þeytivinda 8. Ullarþvottur 9. Forþvottur 10. Non-lron 90° 11. Nylon Non-lron 60° 12. G'uggatjöld 40° B-i^«^%FULLKlATiC AÐEINS S-S/*i*/%FULLMATIC ER SVONA AUÐVELD í NOTKUN. SNÚIÐ EINUM SNERLI OG H A K A SÉR ALGERLEGA UM ÞVOTTINN OG SKILAR HONUM ÞEYTIUNDNUM. - SJÁLFVIRKT HITASTIG OG VATNSMAGN, SEM HÆFIR HVERJU ÞVOTTAKERFI. —SJÁLFViRKAR SKOLANIR. - TÆM- ING OG ÞEYTIVINDUÞURRKUN. - MEÐ 2 KERFUM AF 12 ER HÆGT AÐ SJÓÐA ÞVOTTINN SVO VÉL- IN SKILAR JAFNVEL ÓHREINASTA ÞVOTTI TANDURHREINUM. - ÞVOTTURINN KEMUR AÐEINS VIÐ GLANSSLÍPAÐ, SEGULVARIÐ, RYÐFRlTT STÁL. 'J? h ja.— ábyrgS KOMIÐ - SKOÐIÐ - SANNFÆRIST VXKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.