Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 16

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 16
Munið þið eftir fyrsta boðinu, sem þið fóruð í, — ég meina fyrsta raunverulega boðinu, ekki venju- legu vinkonuafmæli og ekki held- ur neitt sem kom skólanum við. Ég man vel eftir þv( þegar ég fór í mitt fyrsta samkvæmi. Ég var sautjón óra, og ég átti kjól sem mömmu fannst mjög fall- egur. Hann var blár, með pífuerm- um og allir heima sögðu að hann væri mjög fínn. Það var heldur ekki amalegt að láta ungan mann, í tvíhnepptum jakka, með hatt á höfðinu, sækja sig. Það var líka spennandi að aka í opnum bíl til veizlunnar. Ég hefði átt að hafa meiri skyn- semi til að bera, en að vera að hugsa um þessar æskuminningar mínar þetta kvöld, þegar dóttir mín var lögð af stað í sitt fyrsta sam- kvæmi. Nickola er fjórfán ára og fimm mánaða, og þótt ég sé hálf- gerður gráspör, hljóta allir að viðurkenna að hún er Ijómandi lag- leg. Hún er eitt af þessum yndislegu örverpum, fædd þegar við William héldum að fjölskyldan yrði ekki stærri en við tvö og synirnir tveir. Þó ég ætti raunar að skammast mín fyrir það, elska ég hana á þann hátt, sem nú er álitinn úr móð og jafnvel sálfræðilega skað- legur, en ég blæs á það. Þetta ger- ir William líka, og hann hirðir held- ur ekkert um það hvað öðrum finnst. Dóttir okkar var að fara í fyrsta samkvæmið, klædd bláum galla- buxum, með strenginn niðri á grönnum mjöðmunum og trosnuð- um að neðan, þar sem brotið átti að vera. Drengurinn sem sótti hana þetta þýðingarmikla kvöld, var í svipuðum buxum, níðþröngum og hárið á honum var ekkert styttra en á Nickolu sjálfri. Hann er lag- legur og hressilegur drengur og við höfðum trúað honum fyrir Nick- olu. Hún er aðeins fjórtán ára og hann verður ekki sautján fyrr en f sumar. Þetta byrjaði allt dag nokkurn þegar hún kom heim úr skólanum. Ég sá strax að það var eitthvað um að vera. Hún skellti ekki hurð- inni, hún henti ekki húfunni sinni í áttina að snaganum og hún bað heldur ekki um mat. Ég hélt að hún væri með eitt af þessum innsigluðu bréfum frá skóla- stjóranum um eitthvað sem hún hefði gert af sér, eða að hún væri alltof léleg f stærðfreeði. Það gat Ifka verið að einhver hefði opin- berað trúlofun sína, það hafði skeð tvisvar upp á sfðkastið. Þótt þess- ar trúlofanir væru ekki alltaf al- varlegs eðlis, var það samt nóg til að stöllurnar urðu miður sín í marga daga. Nickola var uppi á lofti, þegar ég kallaði á hana í te. Ég horfði á hana til að vita hvort hún væri með eitt af þessum illa séðu bréf- um í höndunum, en það var ekki. Það virtist allt vera í lagi og þeg- ar ég rétti henni brauðið, tók hún við þvf, svo það gat heldur ekki verið nein trúlofun, slíkt gekk venju- lega út yfir matarlystina. Mér fell- ur alltaf illa að bíða, en ég var farin að læra. Ég vissi að ef ég spyrði hana, fengi ég örugglega svarið: „Ekkert"! Ég man ekki hvað við, — eða WÉM VIKAN 17. tbl. Hjpfe WW&S& • j WtjjpÁ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.