Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 27

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 27
Ólafur Ragnarsson, sviSsstjóri, segir Kolbrúnu Jóhannesdóttur hvar í dag- skránni hún eigi að lesa hvern kynn- ingartexta. Einn ljóskastarinn liefur færzt úr stað, en það tekur Ingva Hjörleifsson, ljósa- meistara ckki nema sekúndubrot að kippa því í liðinn. Úlfar Sveinbjörnsson gcngur úr skugga um, að allt sé með felldu með hljóð- nemann. Ólafur gefur Kolbrúnu merki um að bjóða „Gott kvöld ‘... ... og í sömu andrá birtist hún á skerminum. Þegar Kolbrún hefur gert grein fyrir innihaldi kvöld- dagskrárinnar, tekur við stutt auglýsingakvikmynd, en að henni lokinni er röðin komin að fréttunum. Markús og Magnús hafa þegar komið sér fyrir við þularpúltin fyr- ir framan myndavélar nr. eitt og þrjú. Ráðgert er, að Markús lesi fyrri hluta fréttanna en Magnús hinn síðari. Markús þarf nefnilega að stinga af, áður en fréttalestur- inn er úti, því að hann á að sjá um viðtal í fréttaaukan- um! Myndavél númer tvö er tilbúin að sýna ljósmyndir, kort og önnur spjöld, sem nota á. Ólafur sviðsstjóri hefur það verkefni að fjarlægja myndirnar jafnóðum og þær hafa verið sýndar. — Hálf mínúta til upptöku, hrópar Ólafur og bætir við I valdsmannslegum tón, sem hæfir vel embætti hans: — Má ég biðja um algjöra þögn £ salnum! Markús lítur í siðasta sinn yfir fréttahandritið og full- vissar sig um, að blöðin séu í réttri röð. Blöðin, sem hann les af, eru gulleit, og það er engin tilviljun, sem ræður því. Þau eru höfð í þessum lit til þess að koma í veg fyrir endurkast frá hinum sterku ljósum. Hvítur pappir er algjör bannvara undir slíkum kringumstæðum. Auk þess er hvert blað í þunnum plastumbúðum til þess að koma í veg fyrir skrjáf. Nú er auglýsingatímanum lokið og skilti með orðunum FRÉTTIR birtist á skermlnum. Jafnframt er leikinn fjör- legur kynningarlagsstúfur. Áður en varði hefur kviknað rautt ljós á myndavélinni og sviðsstjórinn fær boð frá stjórnandanum um að gefa Markúsi merki um að hefja lesturinn. Niðurröðun fréttanna er með öðrum hætti hér en tíðk- Framhald á bls. 48. Á þcssum þrcmur myndum má sjá, hvernig fréttatíminn hófst. Fyrst kom á skcrminn skiiti, sem á stóð „FRÉTTIR“; því næst klippt cða „mixað" yfir á þá myndavél, sem tók myndir af fréttaþulnum og hann hóf lestur fréttanna. — Á miðmyndinni sést vel afstaða myndavélarinnar til þul- arins, sem í þetta sinn var Andrés Indriðason, og á neðstu myndinni má sjá, hvernig hann tekur sig út á skerminum. FPéttÍP Sverrir Bjarnason situr hér við „skannerinn" í kvik- inyndaherberginu og stjórnar útsendingu allra kvik- mynda, sem notaðar eru í dagskránni, jafnt frétta-, auglýsinga-, fræðslu- og skemmtimynda. Hér eru fréttamenn íslenzka sjónvarpsins, Markús Örn Antonsson á efri myndinni og Magnús Bjarnfreðsson á þeirri neðri. Til vinstri á myndunum er einn af frétta- mönnum danslta sjónvarpsins að spyrja þessa starfs- bræöur sína um væntanlegt íslenzkt sjónvarp fyrir „TV-Avisen“. Þannig á Magnús Bjarnfreðsson eftir að birtast íslcnzk- um sjónvarpsáhorfendum í fréttatímum sjónvarpsins. Markús Örn Antonsson mup einnig flytja frétömar, þegar íslenzka sjónvarpiö tekur til starfa. VIKAN 17. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.