Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 37

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 37
— Ha, ha, ha, skipstjóri. SíBan þessi andskotans SuBur-Frakki flúBi írá þér, hefurBu verið skíthrœddur um flótta úr öllum áttum. Ég sagBi Pierrik sjálfur aS fara að sækja tunnurnar í morgun. — Asni! Hann yppti óánægBur öxlum og sneri burt. ÞaB var þá fyrst, sem hann kom auga á Angelique. Spenntir and- litsdrættir hans mýktust, eins og hann legði að sér að vera blíður og vingjarnlegur. — Aha! Hér hin fagra markgreifafrú. Eruð þér loks- ins orBin hraust? Hvernig líður yður? Hún hallaði sér upp að veggnum og horfði á hann með samblandi af ótta og vantrú. Að lokum muldraði hún: — Mér þykir fyrir því, Monsieur, en ég hef ekki enn getað skilið, hvað kom fyrir mig. Hef ég raunverulega verið veik? — 1 meira en mánuð. — Mánuð! Ó drottinn minn, hvar er ég nú? — Allt min vegna, sagði Angelique, snortin af trygglyndi hans. — Hvernig átti ég að yfirgefa yður? spurði gamli maðurinn hóg- værlega. — Þér voruð fárveik, og þér hafið ennþá ekki náð yður. En það kemur. — En hafið þér ekki verið veikur líka? Þér eruð allur þakinn blá- um blettum. —• Það er aðeins af eftirverkunum „hnotarinnar" — blýinu hans Pannassave. Það er erfitt að ná því af sér. Ég hef reynt sítrónusafa og vínanda, en ég verð víst að fara gersamlega úr hamnum, sagði hann, — en það skiptir ekki máli. Það eina, sem skiptir verulega máli, er að komast úr höndum þessara vondu sjóræningja. Hann lét augun hvarfla gaumgæfilega um klefann: — Uss! Ég hef svolítið á prjónunum. — Haldið þér að d'Escrainville markgreifi sé raunverulega aB fara til Krítar? Hverjir eru kostirnir? Ekki þorf aS bíSa eftir aS forþvotti Ijúki, til þes* að geta sett sópuna ( fyrir hreinþvottinn. AS loknum hreinþvotti beatir vólin ó sig köldu vatni (skolun úr volgu) og hlifir þannig daelubúnaSi viS ofhitun. Sporneytnar ó straum (2,25 kwst.) Afköst: 5 kg af þurrum þvotti. RyVfrftt stúl. Porþvottur Hretnþvottur, 95* C. 4 skolanir, þeytivindur 6 milli og síSan stöSugt i 3 min. eftir síSustu skolon. Sórvöl fyrir viSkvnm efni, gerfiefni og ull. Forþvottur eingöngu ef óskaS er. 2 völ fyrir hreinþvott. HseS: 85 cm. Breidd: 60 cm. Dýpt: 57,5 cm. LAVAMAT „nova D", LAVAMAT „regina", TURNAMAT. SÖLUUMBOÐ UM ALLT LAND. REYKJAViK: HÚSPRÝÐI H.F. Laugaveg 176 — Símar 20440 — 20441. BRfflURNIR ORMSSON H.F. IAVAHAT „nm l Markgreifinn benti á eyjuna: — Undan ströndum Þeos, kæra frú, í miðjum Tylftareyjum. 11. KAFLI Angelique minntist þess, að hún hafði sofnað, þegar þau voru undan ströndum Sikileyjar. Nú var hún hér, mánuði síðar, og gat allt eins verið á enda heimsins, að því er hún bezt vissi, við um hrjóstruga gríska eyju, sem jafnvel guðirnir höfðu gleymt, og átti allt sitt undir misk- unn sjóræningja og þrælasala. Hún leitaði aftur skjóls í kæfandi heitum klefanum og reyndi árang- urslaust að rifja upp fyrir sér, hvað gerzt hafði. Að lokum varð henni ljóst, að það var þýðingarlaust og lét senda eftir Savary. — Já, sagði hann. — Ég gætti yðar meB aBstoð grískrar ambáttar, sem heitir Hellice. Meðan þér voruð með óráði, baðaði hún yður og burst- aði, og ilmbar hár yðar, sem er lika dásamlega fallegt. ÁBur en langt um líður, verðið þér lika fegurri en nokkru sinni fyrr. — Lánið mér spegil, sagði Angelique ofurlítið óstyrkum rómi. Hún horfði á sjálfa sig í speglinum og gretti sig. Kinnarnar voru fölar og innfallnar og augun þreytuleg. Ef til vill, hugsaði hún, selur sjóræninginn mig ekki, þegar allt kemur til alls. — Hvar er Flipot? spurði hún gamla visindamanninn. — D’Escrainville seldi hann í Messínu. Það var ítalskur aðalsmaður, sem keypti hann, af þvi hann vantaði kennara til að kenna syni sínum frönsku. D’Escrainville fékk gott verð fyrir litla þjóninn yðar. — Flipot frönskukennari! Þrátt fyrir vonbrigðin gat hún ekki varizt hlátri. Hún ákvað að spyrja þrælasalann, hvort hann myndi nafn Italans, svo hún gæti keypt Flipot aítur, en svo minntist hún þess með skelfingu, að ef d’Escrainvllle heppnaðist það, sem hann hafði á prjónunum, myndi hún aldrei verða íær um Það. Engin hafði nokkru sinni sloppið úr kvennabúri. — Heldurðu, aJ5 Panoassave muni hjAlpa okkur? spurði hún rauna- mædd. — Því miður gat vesalings Pannassave ekki beðið eftir því, að þér næðura yður. Hann varð að koma sínum eigin málum í framkvæmd, ef hanh vildi ekki láta eelja sig í þrældóm. Og ég varð að nota allan minn sannfæringarkraft, til að fá húAónda okkar til að hafa mig kjflt-mn um borð. — Svo sannarlega. Hann ætlar að sýna yður i Vefstofunni. — Hvað er það? — Það er kráin, þar sem dýrustu þrælarnir eru seldir. Hinir eru boðnir á basörum á almenningstorgum, en Vefstofan í Krít er stærsti þrælamarkaðurinn á öllu Miðjarðarhafinu. Angelique fann, hvernig gæsahúðin spratt út á handleggjum hennar. — Verið ekki æst, hélt Savary áfram, — því ég hef svolltið á prjón- unum. En til að koma því í framkvæmd, verð ég að koma þessum bölvaða sjóræningja til að fara með okkur vítt og breitt um grisku eyjarnar, svo hann geti hagnazt á hinum sjaldgæfu ilmvötnum, sem þar er að fá. — Hversvegna? spurði Angelique. — Vegna þess að við þörfnumst aðstoðarmanna. — Halidð þér að við finnum þá á grísku eyjunum? öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. FrarríShald í næsta blaSi. BLÓMABÚÐIN DÖGG ÁLFHEIMAR 6 SÍIVII 33978 REYKJAVÍK VIKAN 17. tbl. gy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.