Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 47

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 47
Heklaflur iakki fyrir simarifl Stærð 40-42. Efni: 500—550 gr. af fremur fíngerðu ullargarni í 2 ljósum litum sem fara vel saman. Heklunál nr. 5. Jakkinn er heklaður úr tvöföldu garn- inu og miðlungi þétt. Hæfilegt er að 12 munsturstuðlar og 9 umf. mæli 10 x 10 sm. Standist þessi hlutföll má prjóna eftir uppskriftinni óbreyttri, annars verður að breyta nálar- eða garngrófleikanum. Stuðlahekl: 1 1. á nálinni, bregðið gam- inu um nálina, dragið garnið upp í gegn um fitina, bregðið þá aftur garninu um nálina og dragið það í gegn um 2 1., bregðið því aftur um nálina og dragið það 1 gegn um 2 lykkjurnar sem eftir eru og hefur þá myndazt 1 stuðull. Heklið 1 eða 2 loftlykkjur milli stuðla og heklið síðan næstu umferð með því að hafa stuðlana milli stuðla fyrri um- ferðar. Bakstykki: Fitjið upp 58-62 loftlykkj- ur, snúið við, sleppið 2 fyrstu lykkjun- um og heklið síðan 56—60 munsturstuðla. Heklið þannig áfram þar til stykkið frá uppfitjun mælir um 38—40 sm. Slepp- ið þá 2 1. í hvorri hlið og takið síðan áfram úr með því að sleppa 1 stuðli í byrjun og enda hverrar umferðar þar til 16—20 1. eru eftir. Vinstra framstykki: Fitjið upp 40—42 loftl. Snúið við, sleppið 2 fyrstu lykkj- unum og heklið síðan 38—40 stuðla. Hekl. áfram þar til stykkið mælir 38—40’jsm. Sleppið þá 4 1. í annarri hliðinni (h^nd- vegsmegin) og takið síðan úr fyrir ská- ermi með því að sleppa 1 stuðli í hyérri umf. handvegsmegin. Þegar handyégur mælir um 14 sm. er tekið úr hálsnjáls- megin með því að sleppa 10, 2, 2, 1, í, — 10, 2, 2, 1, 1, 1, 1, 1. Takið úr handvsegs- megin þar til 1 1. er eftir. Hægra framstykki: Heklið eins og vinstra framstykki, en gagnstætt. Heklið einnig 3 hnappagöt þannig: Sleppið 1 1. 4 1. frá jaðri og fitjið upp 1 loftl. í napstu umf. eru svo heklaðar 2 1. í uppfitjjúðu lykkjuna svo lykkjufjöldinn ruglist ■ ekki. Fyrsta hnappagatið kemur 8 umf. frá upp- fitjun og önnur með 8 umf. millibjli^ Ermar: Fitjið upp 36 loftl., snúið ;Við og heklið 34 stuðla umf. á enda. Byrjað er að auka út í 6. umf. að bæta við 1 1. báðum megin í 4. hv^rri umf. 7 sinnum. /. Heklið þar til ermin mælir um 4£ cm. Sleppið þá 3 1. í hvorri hlið og takið síðan úr með því að sleppa 1 1. í byrjun og enda hverrar umferðar þar til 6 1. eru eftir. Heklið aðra ermi eins, en gagn- stætt. Saumið jakkann saman með þynntum garnþræðinum og aftursting eða varp- spori. Kragi: Takið upp um 56 1. á hálsmáli að aftan, en skiljið eftir um 10 1. á fram- stykkjunum báðum megin. Heklið munstur 6 umf. Heklið að lokum í kring um jakkann, öfugt fastahekl, eða frá vinstri til hægri. Hér á landi eins og annars staSar gefa ung- ar stúlkur kost á sér til barnagæzlu á kvöldin, þegar foreldrarnir þurfa að fara út. Ekki veit ég hvernig það kaup, sem þær taka, hefir feng- ið á sig fasta mynd, en mér er sagt, að þær taki yfirleitt tuttugu og fimm krónur á ttmann, og sumar jafnvel þrjátíu krónur. Þetta kaup virðist vera óháð öllum aðstæðum, eins og þvf, hvort um mörg börn er að ræða, hvort þau eru sofnuð eða hvort það þarf að hátta þau, baða þau og taka til eftir þau, og ekki heldur því hvort aðeins er um kvöldstund að ræða fram að miðnætti eða setu fram á morgun. Ég las eða heyrði einhvers staðar, man nú ekki leng- ur hvar eða hvenær, að þetta væri öðru vfsi f Danmörku eða jafnvel á Norðurlöndum og vfð- ar. Þar væri borgað eftir þvf, til hvers væri ætl- azt af stúlkunni. Væru börnin sofnuð og stúlk- an þyrfti ekkert annað að gera en sitja inni í stofu við lestur (oft sfnar eigin lexfur fyrir skól- ann) eða við að hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp og sérstaklega ef það væri aðeins fyrir miðnætti, tæki stúlkan miklu minna en ef hún þyrfti að sjá um að börnin háttuðu, jafn- vel baða þau, gefa þeim að borða og þvo upp, ef hjónin fara snemma út. Venjulegt tímakaup fyrir barnagæzlu í Danmörku, var mér sagt af konu nýkominni þaðan, er 2,50 danskar krón- ur. Það var nú ekki auðvelt að fá uppgefið hér venjulegt verkakvennakaup þar f landi, en ætla mætti, að þetta væri rúmur þriðjungur af með- al kaupi iðnverkakvenna þar, og er það miklu minna kaup en hér er borgað fyrir barnagæzlu, miðað við það sama. Vilji hjón hér í Reykjavík skreppa í bíó og fái telpu (venjulega eru þetta ungar telpur, sem taka þetta að sér) úr næsta húsi eða nálægri götu til að gæta barnanna á meðan, lætur nærri að þau þurfi að borga bíómiðaverð tvisvar sinnum fyrir gæzluna. Ég held að fáum hjónum finnist borga sig að fara í bíó eða skreppa f kvöldkaffi til kunningja, ef þau þurfa að kosta þessu til. Þegar svo er haft í huga, að e.t.v. sé aðeins um eitt barn að ræða, sem kannski stein- sefur allan tfmann, stúlkan fái jafnvel betra og skemmtilegra umhverfi og meiri þægindi en heima hjá sér — en það fer nú auðvitað eftir ástæðum — geti gætt sér á kræsingum í eldhús- inu, haft útvarp, sjónvarp og plötuspilara til af- nota og jafnvel vinkonur sfnar hjá sér, finnst vfst flestum, að þetta sé of mikið kaup. Ef mið- að er við það, sem eftir mínum upplýsingum er borgað í Danmörku, má segja að fimmtán krónur séu hámark — og þó skilst mér að stúlk- an hátti börnin og hjálpi til fyrir það kaup þar. Væri ekki rétt, að mæðurnar færu að hafa ein- hver áhrif á þessi mál, en létu telpurnar ekki einráðar um að ákveða kaupið? Það má segja, að engin telpa þurfi að taka þetta að sér frek- ar en hún vill og geti því hafnað þvf kaupi, sem hún telur of lágt, en mæðurnar aftur verr settar, þar sem þær oft og tfðum komast ekki út nema fá utanaðkomandi hjálp. En telpurnar verða að hafa í huga sérstöðu sína á þesSum vinnumarkaði, því að þær taka þetta ekki að sér, nema þegar þær þurfa ekkert annað að gera. Séu þær sjálfar að skemmta sér eða upp- teknar við eitthvað, neita þær auðvitað, og þannig er þetta ekki eins og flest önnur vinna, sem er að einhverju leyti bindandi og getur stangazt á við eigin þarfir eða hagsmuni. Væri ekki sanngjarnt, að borgað væri fyrir þessa þjónustu eftir þvf hvaða verk telpunum er ætl- að að vinna og ekki sfzt á hvaða tfma sú vinna fer fram? Það fyndist sjálfsagt engum ósann- gjarnt að borga meira fyrir setu langt fram á nótt en eina kvöldstund, og mætti þá hafa næt- urtaxta, sem byrjaði á vissum tíma, t.d. lim miðnættið. En væri það tekið upp, þyrfti kvöld- tíminn að lækka mikið, til þess að einhver sann- girni væri ( þessu. Þættinum „Vikan og heimil- ið" þætti fróðlegt að heyra eitthvað frá lesend- um um þetta mál, ef eitthvað nýtt kæmi fram þar. VIKAN 17. tW. 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.