Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 39

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 39
Dóttur okkar er boSiS út Framhald af bls. 17. ekki á þennan náunga framar í þessu húsi. Eg skal svei mér láta hann vita.... — O, nei, sagði ég. Hann skildi mig ekki, enda gat ég ekki skýrt þetta á neinn hátt, en ég fann að við urðum að slaka á taumnum gagnvart dóttur okkar, slaka á, honum, ekki sleppa hon- um. — Við neyðumst til að finna ein- hverja leið, sagði ég og ég vissi að röddin var aumingjaleg. Allar leiðir, sem mér fannst hugsanlegt að fara, voru of gamaldags, og ég vissi að þær myndu eyðileggja það sem okkur fannst að hlyti að vera unnið með því að banna henni að fara í þetta andstyggilega boð. Við gætum kallað á Terry og krafizt þess að hann lofaði því að Nicky kæmi heim í síðasta lagi klukkan hálf ellefu og heimtað að hann kynnti okkur fyrir húsbóndan- um og húsmóðurinni á Grange Road, að minnsta kosti urðum við að fá vissu fyrir því að það væri einhver ábyrgur heima. En slíkt ger- ir maður ekki lengur. Ef við gerð- um eitthvað þessu líkt, væri Nicky kölluð „skrýtin". Mér er fjárans sama hvort hún er kölluð skrýtin, súr eða sæt, en það hefur mikla þýðingu fyrir hana. Það er hún sem á að alast upp með sinni kynslóð, ekki ég. En það erum við William sem verðum að sjá til þess að hún verði ekki fyrir skakkaföllum, beinlínis vegna þess að hún er svo ung að hún skilur ekki þær hættur sem gætu orðið á vegi hennar. Nú var hún lögð af stað með Terry. William talaði við hann, áð- ur en þau fóru og hann lofaði því að hún skildi vera komin heim klukkan ellefu, við slökuðum svo- lítið til þar, því að partýið átti ekki að byrja fyrr en klukka átta. Og nú hugsa ég til tíu undan- genginna daga og þeirrar neðan- jarðarstarfsemi, sem ég lagði á mig til að fá eitthvað að vita um fólkið á Grange Road, án þess að láta nokkurn mann vita um þessar að- gerðir mínar. En veit ég nógu mikið? Kann ske er eitthvað í fari þessara há- tízkulegu unglinga sem ég skil ekki og er þar af leiðandi ekki fær um að afla mér upplýsinga um? Það gæti verið. Stúlkan sem pakkar inn ostinum hjá kaupmanninum þekkir fjöl- skylduna á Grange Road. Hún segir að þau séu prýðisfólk, en svo dettur mér í hug að hún er aðeins sextán ára sjálf og þessvegna varla dómbær. Frú Mayborn, sem býr hér f ná- grenninu gat sagt mér hvað þau heita. Þau heita Kippen, og ég vildi óska að það væri ekki svona líkt Crippen, sem var fjöldamorðingi, en þau geta auðvitað ekki gert að Sterkt nýtt vopn í baráttu yðar gegn tannskemmdum HIÐ NYJA GIBBS FLUOR TANNKREM STYRKIR TENNUR YÐAR GEGN SÝRUM OG VERÐUR ÁHRIFA VART INNAN 21 DAGS: Um leið og þér byrjið að bursta tennurnar með Gibbs Fluor tannkremi verði þær ónæmar fyrir skaðlegum áhrifum munnvatnssýranna. Allir vita að sýrur valda tannskemmdum. Gibbs Fluor tannkrem styrkir glerung tannanna og gefur þeim meira mótstöðuafl gegn skaðlegum sýrum. Eftir þrjár vikur fer að gæta áhrifanna og þá getið þér varið tennurnar betur en nokkru sinni fyrr. Hin leynilega Gibbs formúla sem styrkir glerung tannanna táknar stórkostlega framför á sviði tannvarna, þess vegna er Gibbs Fluor tannkrem sterkasta vopnið í baráttu yðar við tannskemmdum. Þess vegna ættuð þér að byrja að nota Gibbs Fluor tannkrem strax í dag. Eftir 21. dags notkun Gibbs Fluor tannkrems, kvölds og morgna, hafa tennur yðar öðlast þann styrkleika, sem nauðsynlegur er gegn skaðlegum áhrifum sýranna. Hvernig Virkar Gibbs Fluor? Gibbs Fluor imýheldur efnasamsetningu sem hefur styrkjandi áhrif á glerung tannanna, sem nefnist “stannous fluoride”, sem ekki er hægt að nota í venjulegt tannkrem. Það þurfti frcmmstu og reyndustu tannkremafram- leiðendur Bretlands til að uppgötva formúlu þá, sem Gibbs Fluor tannkremið byggist á. Um leið og þér byrjið að nota Gibbs Fluor tannkrem virka efni þess á tvennan hátt, til að minnka upplausnarhættu glerung tannanna, svo bæði “stannous” og “fluoride” hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegná. Einfaldar reglur, sem tryggja heilbrigðar tennur Það eru tvær grundvallarreglur, sem tryggja heilbrigðar tennur: (i) Burstið tennurnar reglulega tvisvar á dag. (2) Farið til tannlæknis tvisvar á ári. Munið að regluleg tannhreinsun er undirstaða heilbrigðra tanna og góms, hreins og fersks munns. Með Þvi að bursta tennurnar vel fjarlagið Þér mat, sem annars myndar skaðlcgar sýrur. Burstið upp og niður, einnig bak við tennurnar,— verið vandvirk. Farið reglulega til tannlæknis, Það sparar yður óÞægindi og sársauka. Heilbrigðar tennur eru dýrmæt eign: Þær auka gott heilsufar, vellíðan og fegurð. Hirðið Því vel um tennur yðar. Látiö fjölskyldu yðar byrja að nota Gibbs Fluor TANNKREM l!f Gíbbs fluoride X-GF 2/lCE-Ö851 VIKAN 17. tbl. 2Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.