Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 24
TV:BYEN, sjónvarpsbærinn £ Gladsaxe í útjaðri Kaupmanna- hafnar, er enn í byggingu og mun verða nokkur ár til við- bótar. Þangað mun öll starfsemi danska sjónvarpsins flytjast. 1 Hinar þrjár sérkennilegu byggingar hægra megin á mynd- inni eru upptökusalirnir, sem þegar eru tilbúnir i sjónvarps- bænum. Stúdíó III er í miðið, en það höfðu íslenzku sjón- varpsstarfsmennirnir til umráða meðan á upptökunum stóð. f sjónvarpsbænum eru glæsilegar og nýtízkulegar byggingar. Arkitektinn er hinn sami og teiknaði flugstöðvarbygginguna i Kastrup. Þrír helztu kennarar á námskeiði tæknistarfsmanna fslenzka ' sjónvarpsins: Otto Jonassen, Kjeld Larscn og Michael M. Jacoþsen. 24 VIKAN 17. tbi. 80GUIEGUR ATBURBUR FYRSTU UPPT VARPSINS Þótt ekki sé gert ráö fyrir aö íslenzka sjónvarpiö hefji útsendingar fyrr en með haustinu, hafa fyrstu upptökurn- ar þó farið fram. Þetta „þjófstart" átti sér stað í Kaup- mannahöfn dagana 1. til 12. marz s.l. Upptökurnar voru lokaþáttur í þjálfun tæknistarfsmanna íslenzka sjónvarps- ins, en danska sjónvarpið efndi til sérstaks námskeiðs fyrir þá á tímabilinu 1. desember til 12. marz. í þessari grein bregður VIKAN upp frásögn í máli og myndum af þessum fyrstu upptökum íslenzka sjónvarps- ins, en hér er vissulega um merkileg tímamót að ræða. Nokkrir tæknimannanna hlýða á fyrirlestur alvarlegir á svip. Frá vinstri: Örn Sveinsson, Guð- mundur Eiríksson, Ingvi Hjörleifsson, Sigurliði Guðmundsson og Þórarinn Guðnason.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.