Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 48

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 48
V Getum boðið upp á mjög fjölbreytt úrvai af borðstofuhúsgögnum innlendum og erlend- um. Athugið að við seljum húsgögn frá flest- um húsgagnaframleiðendum landsins og þekktum erlendum fyrirtækjum. KJORGARÐI SIMI, 18580-16975 Beðið eftir rauðu Ijósi Framhald a£ bls. 26. á upptökunni stendur, er hann gcfur fyrirmæli sín til myndatökumanna og sviðsstjóra. Aliir, sem vinna að upp- tökunni, fylgjast með fyrirmælunum, en þeir sem cru í salnum vcrða auð- vitað að hafa heyrnartól. Nú tilkynnir stjórnandinn, sem í þetta sinn cr Andrés Indriðason, sviðs- stjóranum, að hálf mínúta sé til upp- töku. Sviðsstjóri lætur þessi boð út ganga þegar í stað og hiður um leið um algjöra þögn í upptökusalnum. Á samri stundu fellur allt í dúnalogn. — Stand hy ampcx (þ.e. myndseg- ulband) heyrist ógreinilega úr stjórn- klefanum og skömmu síðar „Stand by hljóð ‘. Tíu sekúndur cru til upptöku, og myndsegulbandið, sem Sigurður Einarsson sér um, cr koinið af stað Loksins koma lokafyrirmælin, sem hljóða svo á hinu alþjóðlega sjón- varpsmáli, sem notað var í Gladsaxe: „Mixa til 2 — cue til speaker — mix — cue“! Ólafur gefur Kolbrúnu merki um að byrja. Rautt ljós kviknar á mynda- vélinni. Kolbrún brosir og býður gott kvöld ... Upptakan er hafin. Fréttir Framhald af bls. 27. ast hjá útvarpinu. Fréttunum er rað- að eftir gildi þeirra, erlendar fréttir og innlendar á víxl. Framarlega i frétt- unum eru til dæmis fréttakvikmyndir frá stórbruna í Kópavogi og ferðalagi tveggja sovézkra hunda út í geiminn. Fyrir framan sig hefur fréttaþulur- inn litið sjónvarpstæki, sem þannig er staðsett, að ekkert ber á, þegar hann horfir á það. Ymsir kynnu að álykta, að þessi ráðstöfun væri sprottin af ósk þular um að sjá, hvernig hann tæki sig út á skerminum. En svo er ekki! Þulurinn þarf að hafa augu með fleiru en handritinu, sem hann les af. Hann þarf líka að fylgjast með kvik- myndunum, sem sýndar eru, því að séu þær ekki með tali, þarf hann að útskýra þær. Stundum er aðeins gert ráð fyrir að þulur tali á tilteknum stöðum með fréttakvikmynd, sem þá eru tilgreind- ir í handritinu. Þannig var í þessum fréttatíma kvikmynd írá þeim atburði, er færeyski rithöfundurinn William Heinesen var útnefndur „Norræni rit- höfundur mánaðarins." Talaði þulur með myndinni aðeins á tveimur stöð- um skv. tilgreiningu í handriti. í fyrra skipti, þegar Heinesen sást fyrst bregða fyrir og í síðara skipti, þegar hann steig í ræðustól. Sverrir Bjarnason, sem stjórnar kvikmyndunum, hefur ærinn starfa. Vart hefur ein mynd runnið til enda, fyrr en hann fær fyrirmæli um að setja aðra af stað. Stjórnandinn hefur fréttahandritið fyrir framan sig og seg- ir til um, hvenær hver kvikmynd á að fara af stað. Hver mynd er sett af stað sex sekúndum áður en hún á að koma fram, því að fyrst eftir sex sekúndur er tryggt, að hún sé farin að rúlla með stöðugum hraða. Það er hlutverk stjórnandans að reikna út, hvenær sex sekúndur eru eftir af lestri þular, áður en kvikmyndin á að hefjast. Er það raunar ekki eins erfitt og kann að virðast í fljótu bragði, því að hver lína í þulartexta svarar til tveggja sekúndna. Þegar Markús hefur lokið sínum hluta lestursins, tekur Magnús Bjarn- freðsson, hinn góðkunni fyrrverandi útvarpsþulur, við. Á sama hátt og Markús verður hann að hafa ýmis- legt í huga meðan hann les: Halda handritinu, sem hann les af, þannig upp, að það sjáist á skerminum. Líta upp öðru hverju, eins og til að undirstrika það. sem hann er að lesa. Svo hefst fréttaaukinn. Myndavél- arnar koma á fleygiferð yfir í annað horn salarins og beinast aö Markúsi og Poul Leth-Sörensen, sem er stjórn- andi sjónvarpsþátta (producer) hjá danska sjónvarpinu. Þeir ræða um kvikmyndavélar og ýmsar aðferðir við kvikmyndatöku í fimm mínútur, en þá hefur fréttatíminn staöið yfir í alls hálfa klukkustund. Næsta dag sá Magnús um frétta- aukann og ræddi hann þá við Vil- hjálm Guðmundsson, skrifstofustjóra Flugfélags íslands í Kaupmannahöfn um ferðir íslendinga tii kóngsins Kaupinhafnar. Víkingarnir Framhald af bls. 13. og fleira við, en hvað þetta snerti sýndu þeir af sér sízt meiri skepnuskap en jafnan hefur fylgt hverskonar hernaði bæði fyrr og síðar, og þá varla síður hjá kristnum þjóðum en öðrum. Ef gefa ætti nokkra alhliða mynd af Norðurlandabúum vík- ingatímanna, mætti lýsa þeim sem frjálshuga mönnum, sem voru mjög framandi því þræl- lyndi, er fylgdi lénsskipulaginu annarsstaðar í Evrópu. Þeir voru náttúrugreindir og jafnframt barnalegir, veikir fyrir tækifær- um, sem buðu upp á skjótfenginn ávinning, en hugsuðu minna um að afla nokkurs til langframa. Þeir voru haldnir mikilli ástríðu til háskalegra ævintýra og vírð- ast stundum hafa gefið sig þeirri þrá á vald, þótt lítil hagnaðar- von væri annarsvegar. Listgáfur höfðu þeir góðar; um það vitna uppgötvanir fornleifafræðinga á seinni tímum og þó einkum forn- bókmenntir íslendinga. VÍKIN G AARFUR Af áhrifum þeim, er Víkingar fluttu heim með sér til Norður- landa, ber fyrst og fremst að telja kristinn dóm og þann sam- evrópska menningararf, er hon- um fylgdi. Hinn ' víkingalegi barnaskapur og hrifning af hinni suðrænu menningu gekk svo langt, að Norðurlandabúar vörpuðu svo til algerlega frá sér sínum forna kúltúr, sem væri hann frá Satani sjálfum. Hefðu Snorri Sturluson og fáeinir aðrir íslendingar ekki verið nógu sér- vitrir til að skrifa bækur og það á móðurmáli sínu, þá væri nú fátt til minja um sögu og fagur- fræði víkingaaldar. En hvað gáfu Víkingarnir Evrópu? Jú, þeir breyttu slavn- ' eskum lausingjalýð í þjóð, sem ótti eftir að verða ein voldug- asta í heimi. Áður hefur verið vikið að Normönnum Sikileyj- ar, og ættbræður þeirra í Nor- ! mandíi urðu einhverjir dyggustu þegnar Frakkakonungs og skip- ’ uðu á blómatímum Frakkaveld- is kjarnann úr sjóliði þess. Nor- VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.