Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 13

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 13
ísaumuð mynd (frá tólftu öld) af Víkingi á hestbaki. Aflangi skjöldurinn og síði brynstakkurinn eru varia vikingsleg fyrirbæri, cn eiga þeim mun betur við riddaratímana, sem listamaðurinn hefur þekkt skár. Danskt íbúðarhús frá víkingaöld. Óhöppum In'«varfi var hinsveg- ar ekki að ful> lokið- Hann fór nú með lið á h, ™dur Dreyljön- um, slavneskum þ'ióðflokki, sem hann taldi skulda s '^r skattpen- ing. Drevljanar vor. auðvitað ekki viljugri skattþt'«nar en gengur og gerist og tóku’ Jngvar af lífi, en þá tók ekki bei 'ra vi^ fyrir þá, því ekkja konunt er Helga (Olga) hét, grét bó. sinn skamma hríð, en fór þess ^ stað með her á hendur bana--' mönnum hans og létti ekki, fyrr en bókstaflega hvert mannsbarn af þjóð þeirra hafði verið drep- ið. Eftir það gerðist Helga krist- in og varð heilög kona. DRYKKJARÍLÁT HUND- TYRKJANS Annars héldu Víkingar í Rúss- landi þá enn fast við heiðinn dóm, sem þeir stundum blönd- uðu slavneskri heiðni, sem var ekki óáþekk þeirri norrænu. Hin nýja þjóð, sem þarna varð til undir stjórn Hræreks og eftirmanna hans, hlaut fljót- lega heitið Rússar. Upphaflega höfðu Finnar gefið Svíum þetta heiti (enn þann dag í dag er finnska heitið á Svíþjóð Ruotsi), sem líklega á uppruna sinn í norræna orðlnu róður, en íbúar Upplandsstrandar, sem enn í dag heitir Roslagen og létu á vík- ingatímanum mjög að sér kveða í austurvegi, munu þá hafa skipt sér í róðrarVóg. Slavar tóku svo heitið upp eitir Finnum og í fyll- ing tímans var það notað um hina nýju þjóð, sem átti tilorðn- ingu sína að þakka ráðsmennsku hinna norrænu manna. Sonur Ingvars og Helgu, er Svjatóslav hét, og var eftir lýs- ingu að dæma nokkurskonar bastarður af Víkingi og Kósakka, herjaði suður á Balkanskaga og átti skammt ófarið til Konstant- ínópel, en beið um síðir ósigur fyrir Grikkjum. Hann lenti einn- ig í erjum við Patsínaka og féll fyrir þeim; er svo sagt að þetta tyrkjapakk hafi gert sér drykkj- arskál úr höfuðkúpu hans. Son- ur hans og eftirmaður Valdimar (Vladimír) lét af fjandskap við Grikki og gerðist kristinn, og undir stjórn hans og Jarisleifs (Jaroslav) eftirmanns hans náði híð forn-rússneska ríki hæst. Þeir feðgar voru nógu öflugir til að haív'ia Dnieperleiðinni öruggri fyrir Patsínökum, og með varn- ingnum íra Konstantínópel barst grísk kn.’,,tni °S Srísk menning norður ef> steppunum. Hin slavneska h 'eiðni hvarf svo skyndilega og >fð ÖUu; að nu eru miklu minm' heimildir til um hana en þá gen mönsku. HNIGNUN GARÐARÍK^fS Síðar urðu tvær ástæðu T ^ draga úr styrk hins rúss.neska ríkis. Á krossferðatímunum \ varð Miðjarðarhafið á ný tengilið 'ur verzlunar milli Evrópu og Aust- ' urlanda nær, og þar með dró úr þýðingu austur-evrópsku fljótaleiðannna. Þá kom nýr þjóðflokkur tyrkneskra ránmorð- ingja að austan; nefndust þeir Kúmanar og gerðu Dnieperleið- ina ótrygga að nýju. Eitthvað hefur það líklega stuðlað að veiklun Rússa, að móðurríki þeirra, Svíþjóð, var heldur í hnignun í lok víkingaaldar og upp úr henni, Danir og Norðmenn voru orðnh tiltölulega öflugri en fyrr, og svo áttu Svíar öllu erfiðara með að kingja kristnum dómi en frændur þeirra, þar er öflug miðstjórn var miklu eldri í landi hjá þeim og Ása- trúin nátengd henni. Mun þessi trúarbragðatogstreita, sem lauk ekki að fullu fyrr en um alda- mótin 1200, hafa komið nokkru losi á þjóðlífið. f austurvegi hnignaði Garða- ríki meir og meir. Það leystist sundur í mörg smærri ríki og loks var vesældin kórónuð er mongólahjarðir Gengis Kans komu að austan á þrettándu öld og brutu austurhluta álfunnar undir járnhæl sinn. Áður en skilið er við Víkinga í Austurvegi, er ekki nema rétt að geta þess hluta þeirra, er í stað- þess að herja á keisarann í Kon- stantínópel gekk á mála hjá hon- um og komst þar í mikið álit. Voru þessir leiguliðar nefndir Væringjar og hafði keisari þá í meiri hávegum en flesta eða alla aðra hermenn sína. Komu þeir mjög við sögu í flestum þeim styrjöldum, er Grikkir háðu á þessum tímum, svo sem gegn Normönnum á Sikiley og Suður- Ítalíu, Búlgörum, Georgíumönn- um og hinum ýmsu ríkjum Mú- hameðstrúarmanna. Þeir skipuðu ^neira að segja lífvörð keisarans. ’stir Væringja munu hafa ver- ið LSvíar, en hinn frægasti úr þeim sveitum varð þó Haraldur harðrái> síðar Noregskonungur, og er sá orðsth hans víst mest að þakka Snorra okkar. Af ís- lenzkum V’eeringjum má drepa á Kolskegg, bróður Gunnars á Hlíðarenda, llalldór Snorrason goða og Þorstein drómund, bróð- ur Grettis. Það var í herbúðum þessa býsantíska málaliðs, sem útlagans frá Drangey var hefnt. MISJÖFN EFTIRMÆLI í þessum greinum hefur verið reynt að skýra að nokkru, hvað olli upphafi víkingaferða. Það er því ekki nema rétt að fara nokkrum orðum um orsökina að endalokum þeirra. Meginástæðan hefur sjálfsagt verið sú, að fórnarlömb Vík- inganna voru ekki eins auðunnin og áður. Evrópulönd voru ekki jafn sundruð og veik fyrir og í upphafi víkingaaldar, og vegna meiri mannmergðar hlutu þau því að hafa í öllum höndum við Skandínava. Og Skandínavarnir voru ekki lengur sjálfir heiðnir vígamenn, sem börðust vegna bardagans sjálfs. Þeir voru lang- flestir orðnir kristnir og and- stæðurnar því ekki lengur mjög skarpar milli þeirra og nágranna þeirra sunnar í álfu. Eftirmæli þau, er seinni tíma menn hafa gert Víkingum, hafa verið all misjöfn. Norðurlanda- búum er nokkuð gjarnt að hugsa sér þessa forfeður sína sem drenglynda vígamenn, sem ekki kunnu að hræðast og létu sér engin níðingsverk til hugar koma. Kristnar króníkur frá vík- ingaöld eiga hinsvegar engin orð nógu sterk til að lýsa óþverra- skap hinna norrænu manna, sem hentu börn á spjótsoddum, nauðguðu kvenfólki og höfðu handtekna menn að skotmörk- um sér til dægrastyttingar. Sjálf- sagt hafa Víkingar borið slíkt Framhald á bls. 48. VIKAN 17. tbl. Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.