Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 46

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 46
1 (Aj VIKAN OG HEIMILiÐ ritstjóri: Gudridur Gisladóttir. Þegar sólin skín á vorin, fyllast allar húsmœSur löngun til aö gera hreint eftir veturinn. ÞaS er ótrú- legt hve rykiö verSur áb,erandi í lágum sólargeislunum og fingraför barnanna á veggjunum verSa eins og ógnandi hendur yfir húsmóöurinni, þar til búiö er aö fjarlœgja þau. Sumar taka út öll húsgögn og gl^gatjöld, þvo loft og veggi og leggja allt húsiö undir, aörar láta sér nægja aS viSra og hreinsa hitt ömSetta í einu herbergi í senn. En állar hreinsa eitthvaS til á vorin, og þaö getur auSveldaS verkin miJciSU'ef allt er skipulagt og notaöar þær aöferöir, sem hentugastar eru. Hér á eftir veröur ekki fariS út í iþaö. aö gefa neinar allsherjar leiöbeiningar um hreingerningu, heldur stiklaS á ýmsum atriöum. Pantigófyrizfram hreinsun á því, sem á aö hreinsa í efnálaug eöa teppahreinsun, þanmig aS þaS þurfi ekki f$- iáka lengri tíma en nauösynlegt er og hægt sé aS koma öllu í samt lag á sem skemmstum tlma, þvl aty fjjjlskyldunni er satt aö segja ekki mikiö gefiö um mikla tiltekt og rót, þótt hún vilji auSvitaö hafa állt hxeint í kringum sig — án þess aö veröa vör viö hvernig þaö sé framkvæmt! Flestar konur eru þreyttar á vorin og kvíSa því fyrir hreingerningunni, en kvíöinn getur veriö jafnþreytandi og verkiö sjálft^svo. aO bezt er aö Ijúka þessu af sem fyrst. Þó er ekki rétt aö kasta sér út í þetta einn morgun fyrirSaralaust, þótt aö állt sýnist óvenjulega óhreint í morgunsárinu og skapiö sé ekki sem bezt. Slikt velduijii;.áliltqf vandræöum og verkiS veröur erfiöara, hafi þaö ekki veriö vel undirbúiö. Bezt er aO hreinsa álla yfyáfhuni fyrst og setja þá til hliöar, gluggatjöld og teppi verOur aö fjarlægja, annaöhvort til aö hreinsq. eöa yiöra, daginn áöur og kaupiö hentug hreinsunarefni áöur en þiö byrjiö, svo aö ekki þurfi aö hiiyupai út- í búöir jafnóöum eftir þeim. Undirbúiö matinn fyrirfram fyrir þann daginn, sem aöál- hreingerningin stendur yfir, og sem sagt — skipuleggiö állt vel. <'*»***< Þegar veggir eru þvegnir, á að bleyta þá neðst fyrst, svo að sápu- vatnið myndi ekki rákir á þurran vegginn, sem erfitt er að ná af með skolvatninu. Skolið hvern blett vel, helzt úr tveimur vötnum og nuddið glansandi lakkmálningu með þurrum klút síðast. Dúnpúða og sængur má ekki berja með mublubankara, aðeins hrista og viðra. Sé viðkvæmt á- klæði á húsgögnunum, borgar sig að leggja grisiu ofan á þau, séu þau barin, eða vefja grisju um bankarann. Sé ekki hægt að fara út með þau, dregur votur klútur vel í sig rykið, sé barið á hann. Bezt er að ryksuga bólstruð hús- gögn vel áður en Þau eru barin. Snúið þeim á hvolf og ryksugið vel fjaðrirnar og botninn undir þeim, því að það er eftirlætisstaður mölflugunnar. Áklæðið má þvo með efnum þar til gerðum, sem fást víða í búðum. Lesið leiðar- vísinn vel, svo að þið blandið ekki of sterkt vatn, og látið á- klæðið þorna vel, áður en það er tekið i notkun aftur. Sprautið mölvarnarefni neðan á bólstruð húsgögn, sérstaklega ef þið verðið mikið fjarverandi í sumar. Gólfteppin er lika hægt að hreinsa heima með teppahreipsara, sérstaklega gerðum fyrir freyði- sápu, sem síðan er látin þorna yfir nóttina og ryksuguð úr næsta dag. Sé farið með þau út, má ekki leggja þung teppi yíir mjóa snúru, því að þannig getur botn- inn í Þeim brotnað við skarpt brotið. Sé filt undir teppinu, er heillaráð að sprauta mölvarnar- efni á það, þegar teppin eru tekin upp. Lyktin er fljót að eyðast, en áhrifin endast út sumarið. „Spray“- mölvarnarefni eru ákaflega þægi- leg í notkun og fást í sérstökum brúsum. Varizt að hafa of grófa klúta á húsgögnin, þegar þau eru fægð. Núna fást, víðast húsgagnaáburðir með sjálfgljáandi efni í, svoköll- uðu silicone og satt að segja leitaði ég í marga mánuði að venjulegum húsgagnaáburði með engu slíku efni í, en fann ekki fyrr en um daginn hjá Silla og Valda í Austur- stræti. Mér finnst sjálfgljáandi á- burður fara illa með húsgögnin, gera gráan og harðan gljáa og ekki hreinsa vel óhreinindi, en það er með það eins og fleira í verzlunum, kaupmennirnir halda að það nýja og mikið auglýsta, sem þar að auki er auðveldara í notkun, (þótt það muni að visu ekki miklu,) hljóti að vera það eina rétta og hafa alls ekki annað á boðstólum. Teakolíu má ekki nota of iþétt, alls ekki eins og venjulegan húsga'gnaáburð. Það þarf að hreinsa viðinn vel, áður en hún er borin á, annars missir viðurinn alla eðlilega áferð. Mosaikgólf eru oft mött og grá- leit, en það getur stafað af þvi, að þau hafi ekki verið vel hreinsuð í upphafi, en eftir að þau eru lögð á, þarf að sýruhreinsa þau — en það er gert með 1 hluta salt- sýru á móti 5 hlutum vatns (farið mjög varlega með saltsýruna og hellið henni út í vatnið, en ekki öfugt og geymið þar sem börn ná undir engum kringumstæðum í hana). Eftir að gólfið hefur ver- ið hreinsaö með þessu, er borin á það blanda úr línoliu og terpen- tínu, jafnt af hvoru, og látin liggja á í 10 mín., en síðan þerruð af með þurrum klút. Endurtakið þetta 8 dögum seinna og siðan einu sinni í mánuði, en þess á milli á að þvo gólfið úr sápu, spónum eða grænsápu, en alls ekki sulfoefnum, þau gera gólfin grá og þurr. Hér er átt viö óglerjaö mosaik. Bón upp úr gólfum er hreinsað með stein- olíu eða efnum, sem eru seld til þess, og munið svo að bera mjög lítið á framvegis, en nudda þess betur. Fátt er ljótara en of bón- uð gólf, sem ryk og óhreinindi setjast í, sama hve vel þau eru þvegin öðru hverju. Annars er sagt, að ekki megi nota sterkt sápu- eða sulfovatn á linoleum,, það slíti því meira en fætur mann- anna. Alls ekki á að nota á það ræstiduft þvi á línóleum er slit- lag efst, sem helzt á ekki að nudda burt. Á gúmmídúka má ekki nota nema sjálfgljáandi bón, sem ekki innihalda fitu, því að fita leysir upp gúmmíið. HOLLRAÐ MÁLNINGARBLETTIR Á HÖNDUNUM. Þær, sem mála með oliumáln- ingu, hreinsa málningarblettina af höndunum með terpentínu. Margar konur þola hana illa á hendurnar. Ég hef heyrt, að gott sé að smyrja smjöri á málningarflekkina og Iáta þaö liggja á um stund, og þvo síðan með sápu og vatni. Þetta hrífur því aðeins, að smjörið sé borið á áður en hendurnar eru þvegnar, en með þessu losnar konan alveg við þurrar og hrjúfar hendur af terpcntínunni. MÁLNIN GAKB AKKINN. Þegar málað er með rúliu, er hentugt að þekja bakkann með málmpappír. Þá þarf ekki annað en hella afgangsmálningunni aft- ur í dósina, losa síðan pappírs- mótið og kasta þvi — og bakkinn er eins og nýr. SLITIÐ KÖGUR. Sé kögrið á smáteppinu orðið slitið, er það til óprýði. Klippið af kögrinu, en látið það mikið verða eftir af þvi, að auðvelt sé að bretta því upp á rönguna. Klippið fóður- lengju og límberið og leggið yfir kögrið á röngunni og strauið yfir. Þannig verða brúnirnar sléttar og snyrtiiegar. OF MIKIL SÁPA f ÞVOTTAVÉL- INNI. Hafi of mikil sápa verið sett í þvottavélina myndast of mikil sápufroða, en sé vélin stöðvuð og dálitlu saltl stráð i vatnið, minnk- ar froðan. GULUR ÞVOTTUR. Hafi hvítt tau Iegið lengl ónotað, kemur gulleltur blær á það. Sé það lagt i bleyti i sódavatn (2—3 matsk. þvottasðdi í kerið) verður það aftur hvítt. Þetta er lika gott ráð við þeim gulleitu blettum, sem oft vilja koma í miðju svæfilvers- ins. STYÐJIÐ BLÓMIN. Bambusstengur eru venjulega notaðar til að styðja pottablómin, ef leggur þeirra veldur þvi ekki sjálfur. Það er tilbreytni f þvi, að hirða skemmtilega lagaðar trjá- greinar og e. t. v. mála þær hvítar, og stinga þeim í pottana plöntun- um til stuðnings, sérstaklega ef stofn þeirra er margskiptur. LYKT f ÍSSKÁPNUM. Sé leiðinleg lykt f ísskápnum, má setja sódaduft í krukku með málmloki, stinga nokkur göt á lokið og láta krukkuna standa í nokkra daga innst i fsskápnum. HREINSIÐ BARNASTÓLINN. Fái barnið að borða sjálft 1 barnastólnum, er erfitt að hreinsa hann, því i öllum hornum og sam- skeytum eru matarlelfar. Ef þið hafið steypibað við baðkerlð eða handsturtu, sem hægt er að stilla, er ágætt að setja stólinn þar und- lr og láta vatnlð skola hann. Séu fastlr blettir, má bursta þá með stffum bursta. Þurrkið stólinn siðan og Iátið hann standa þar til hann er þurr. NÆLONGLUGGATJÖLD. Storesar úr nælon verða stifari og fallegri eftlr þvott, séu þeir skolaðir úr saltvatnl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.