Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 6

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 6
HVERFISGÖTU 50. - SÍMI 18830. Eins manns Stærð 185x75 cm. Sængurfatageymsla undir dýnunni. Old Spice Lotion er frískleg og hressandi. Berið það á andlit yðar eftir rakstur é hverjum morgni. — Þannig er bezt að byrja daginn. HVAÐ Á AÐ GERA? Kæri Póstur! Þú hefur leiðbeint svo mörg- um í vandræðum sínum, að ég ætla að leita til þín. Svo er mál með vexti að ég er agalega hrifin að strák og hann af mér (held ég) við erum búin að vera mikið saman, en það slitnar alltaf upp úr því, hann er agalega reiðilegur á svip- inn ef ég dansa við aðra stráka. En svo er strákur sem er hrif- ir*n af mér, en ég hef hálfgerða óbeit á honum en við eigum 3 ára stelpu saman. Hann vill að við tökum saman en ég er treg í það. Hvað á ég að gera? Með fyrirfram þakklæti Vigga Halla. P.S. Ég er 20 ára. Hvernig er skriftin? Hvað áttu að gera? Alla vega EKKI að taka saman við barns- föður þinn. Og mér er nær að halda, að þú eigir að slíta fyrir fullt og allt sambandinu við hinn, þennan, sem verður reiði- legur, þegar þú dansar við aðra. Því úr því ykkur gengur svona bölvanlega að vera sátt, meðan þið sjáist bara endrum og eins, lízt mér ekkert á, að þið getið setið á sárs höfði í hjóna- bandi. Reyndu heldur að finna einhvem þann þriðja — sem þú átt hvorki þriggja ára stelpu með né verður reiðilegur, þegar þú dansar við aðra. Skriftin er ekki sem verst, en það er verra með stafsetninguna. UM SALTKJÖT. Kæri Póstur! Ég má heita saltvondur, af því ég var að kaupa saltkjöt, af því mér þykir saltkjöt gott, af því að saltkjöt er rándýrt og manni er sýnd purkunarlaus ósvífni og frekja, þegar maður ætlar að kaupa saltkjöt. Kerlingin sendi mig áðan út í búð að kaupa fimm saltkjötsbita og hafa þá góða. Ég fór og bað kjötstelpuna í kjöt- búðinni um fimm góða saltkjöts- bita, ekki feita, hrygg og einn legg. Hún kom með legg,' tvo hryggjarbita og tvö akfeit þunn- ildi einhvers staðar af skepnunni, þetta var hvítt af spiki og rétt rauðar ræmur einhvers staðar inn á milli. Ég sagði ég vil ekki síðu, ég bað um hryggjabita. Þá sagði hún: ja maður verður að selja þetta holt og bolt, því ann- ars verða allar síðurnar eftir og ónýt vara. Nú það endaði náttúr- lega að það fauk í mig og ég fór út án þess að kaupa nokkuð; þar missti búðin af 130 krónum, sem hún var búin að vigta frekj- una úr sér upp á. Og í þessum ham, sem ég var í, fór ég í þrjár kjötbúðir og keypti tvo bita í tveimur og einn í þeirri þriðju, og þannig fékk ég kjöt sem ég vildi kaupa. Og það kostaði 136 krónur. Ég hef svo sem heyrt fleiri kvarta um þetta, og þess vegna, af því ég hef lagt eyrun við, þegar konumar em að kvarta undan saltkjötsíðubitauppá- þrengingafrekjunni í kjötbúðun- um, kunni ég það lagið að fara í margar búðir og kaupa lítið í hverri. En mér finnst svo yfir- gengilegt, að maður skuli ekki fá að Velja úr þeirri vöru, sem er á boðstólum, að ég næ barasta ekki upp í nefið á mér. Viltu nú ekki koma því á framfæri fyrir mig, að kjötkaupmennimir hafi þá lægra verð á síðubitunum sín- um, ef einhver myndi þá vilja líta við þeim, og benda þeim í annan stað á, að það er óforsvar- anlegt að segja við kúnnann: Þú getur því aðeins fengið fjóra bita af saltkjöti, að einn sé síðubiti, sem þú verður svo að fleygja væni minn, þegar þú kemur heim. Og af hverju þurfa þeir þá að salta þessa óseljanlegu síðu- bita? Af hverju geta þeir ekki gert úr þeim hakk eða fars eða pulsur eða einhvern fjandann, sem þeir nota afganga í hvort sem er? Með kærri kjötkveðju Saltarinn. DÝRT AÐ LIFA .., Kæri Póstur! Hér er ég, ung kona sem bý f kaupstað og á mann og 2 börn, undir skólaaldri. Heimilið er sem sagt fremur lítið og létt, er það ekki? Samt er eins og það sé nógu dýrt fyrir okkur að lifa og þó er mér óhætt að segja að við lifum fremur sparsamlega. Hvað álítur þú, Póstur sæll að sé „normal“ upphæð sem fer í þetta heimili á mánuði skulum við segja, fyrir utan húsaleigu, Q VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.