Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 49

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 49
 mannar gengu líka manna bezt fram í krossferðunum og settu slíkan svip á þær, að þær hafa verið nefndar kristnar víkinga- ferðir. Meiri áhrif hafa Víking- ar þó líklega haft í Englandi. Lög engilsaxneskra þjóða bera enn miklar menjar forn-skandi- navísks réttarfars, og margir telja athafnalöngun þá og útþrá, sem einkennir Breta og afkomendur þeirra um flestar þjóðir fram, arf frá Víkingum. Þá hefur örl- að á þeirri hugmynd, að frelsis- ást Víkinga, tilfinning þeirra fyr- ir jafnrétti og manngildi ein- staklingsins og andúð á höfð- ingjaveldi lénstímans, lifi enn hjá afkomendum þeirra og hafi gert þá færa um að mynda og móta lýðræðisþjóðfélög nútím- ans. Víst er um það, að fáum öðrum þjóðum en Skandínöv- um og Engilsöxum hefur enn tek- izt að tileinka sér þetta þjóð- skipulag að nokkru gagni. dþ. Hollywood stjörnur... Framhald af bls. 9. kappa eins og John Wayne, Walt Disney og Robert Taylor, sem all- ir eru heitir Gullvetningar (Gold- water-sinnar). Því er jafnvel hvíslað, að John gamli (hann er nú kominn undir sextugt) ætli bráðlega í framboð sjálfur. Þessi fræga kúrekahetja er meðlimur pólitísks félagsskapar, sem hefur þá bjargföstu trú, að Bandaríkin muni bráðlega bíða ósigur fyrir kommúnistum í styrjöld og verða hernumin af þeim. Þegar svo er komið, ætla þeir Wayne og félag- ar að hefja skæruhernað gegn þeim að gömlum og góðum kú- rekasið og hreinsa landið af þeim. Helzta tómstundastarf Johns er því að grafa vopn í jörðu hing- að og þangað um eyðimerkur suðvesturríkjanna, svo að hand- hægt verði að grípa til þeirra, þegar að frelsisstríðinu kemur. Atríumhús og garðhús Framhald af bls. 21. hafa ekki í frammi óskir um annað en algerlega sjálfstæð hús í garði, til þess að þurfa hvergi að semja eða hafa samninga við aðra, verða treglega innleiddir hentugri byggingarhættir. Það Það liggur að vísu ekki fyrir samanburður á kostn- aði við að byggja með til- liti til skjólmyndunar á móti því að byggja líkt og gert hefur verið, en það er alls ekki víst, að þar þurfi að verða tilfinnan- legur munur á. Og ef litið er jafnframt á byggingarland sem þjóðarverðmæti, hygg ég að frá því sjónarmiði mætti jafnvel sýna fram á að gerðihús væru hagkvæmust, þegar á allt er litið. Reykjavík í marz 1966. f 'jxiiuniih I NTE RNATI ONít Á FERMINGAR- STÚLKUNA MÍKOIIÐ Mjög falleg sett í litlum stærðum. Brjóstahaldari, teygjubelti eða buxnabelti. Undirpils eða undirkjóll. Póstsendum um land allt. Laugavegi 38. Snorrabraut 33. Símar 10765 - 10766. Sál i ÖLLUM KADPFÉLAGSBÚÐUM k.. SHAMPO

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.