Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 40

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 40
KEXIÐ Ijúffenga MEÐ SMJÖRI OSTI EÐA MARMELAÐI OG ÖÐRU ÁVAXTA- MAUKI. FÆST í FLESTÖLLUM MAT- VÖRUVERZLUNUM LANDSINS. JACOB'S CREAM CRACKERS því. Herra Kippen er skrifstofustjóri í vátryggingarfyrirtaeki. Frú Kippen er nýlega komin í húsmæðrafélagið og það er töluverð trygging. Þau eiga fjögur börn, svo að ég reikna með að þau hafi reynsiu í að um- gangast unglinga. Til allrar ólukku verða þau ekki heima í kvöld, þau eru á árshátíð hjá fyrirtækinu, það hafði ég frá frú Parkes. Dóttir hennar sagði henni að Kippen börnin ætluðu að nota tækifærið til að halda partý. Angela Parkes var líka boðin og ég reyndi lymskulega að komast að því hvort hún vissi til að nokkur fullorðinn væri í húsinu. Ég kom upp um mig með því að nota orðið „eftirlit". Frú Parkes horfði á mig með yfir- lætissvip, eða jafnvel meðaumkun og ég hugsa að Nicky hafi átt meðaumkun hennar. Hún sagði: — Það er elzta dótt- irin, sem er nítján ára sem heldur gillið. Hún er elskuleg stúlka og vinkona Angelu minnar. Þér eruð þó ekki hræddar við að lofa Nicky að fara? Ég skal biðja Angelu um að hafa auga með henni. Ég treysti Angelu. Ég treysti líka Nicky, en ég gat ekki hugsað mér að fara að rökræða þetta með traustið við frú Parkes. Auðvitað treystum við þeim. Við vitum að þessir ungling- að vilja ekki gera neitt rangt; við vitum að þau vilja ekki Ijúga, svíkja eða stela. Heilbrigð börn, eins og Angela eða Nicky hafa ekki neinar tilhneigingar eða fordæmi til að lenda út á hálli braut. En getur maður, eða á maður að treysta því að unglingarnir geri ekki neitt sem er siðferðilega rangt, þegar freist- ingarnar eru fyrir hendi og þau vita ekki hvað er rétt og hvað er rangt? Hversvegna er ég með þessar hugsanir? Angela Parkes er mjög siðprúð stúlka, að minnsta kosti veit ég ekki annað. En segjum svo að hún hafi aðrar skoðanir á hlutunum en ég. Þessa síðustu tíu daga hefi ég í fyrsta sinn á ævinni íhugað hve gífurlegt bil er milli þessarar kyn- slóðar sem nú er að vaxa úr grasi og minnar, og á hinn bóginn kyn- slóðar mömmu minnar. Ég hafði verið að reyna að kíkja inn á kaffi- stofur og sjoppur þar sem ungling- arnir dansa eftir hljómplötum og þar hafði ég séð svipmyndir sem eru mér alveg framandi. Þetta unga fólk virðast vera hóp- sálir. Það gerir ekkert upp á eins- dæmi, það er alltaf ( hópum. Þegar stormurinn lemur eitt þeirra, blæs hann á hin um leið. Það sem vakti fyrir mér með því að lofa Nicky að fara í þetta boð var að hún fyndi sig ekki vera öðruvisi en hinir unglingarnir. En er hún það, eða er hún ekki of ung til að vita hvenær vindurinn blæs úr réttri átt? Ég veit að ég á að fara inn til Williams. Ég get ekki fundið mér neitt meira til að gera hér í eldhús- inu,- ég er búin að skrúbba bakara- ofninn, þvo allt sem hægt er að þvo, og ég er meira að segja búin að skera fleskið í morgunverðinn. Aumingja William, ég held að hann hafi verið búinn að láta sig dreyma um að sjá Nicky svffa af stað á sitt fyrsta ball, ( Ijósbláu nylonskýi. Þessar buxur, sem hún fór (, veittu honum alvarlegt áfall, sérstaklega þegar hann komst að því að hún hafði sjálf framleitt trosnaðar brúnirnar á þeim. Það er sannarlega erfitt að vera faðir, — og móðir.... Ég held ég verði að laga svolítið kaffi. Ég fékk ekkert kaffi sjálf eftir matinn, vegna gauragangsins við að koma Nicky af stað. Fyrst var að láta hárið sitja eftir kúnstarinnar reglum og svo var það allur há- vaðinn út af varalitnum. William fannst hann allt of áberandi, en mér fannst hann bara fallegur, þeg- ar hún fékkst til að mála bara eitt lag, ( staðinn fyrir fimm. Ó, góði guð, höfum við gert það rétta? Er hún of ung til að skilja, eða er hún nógu gömul til að vita hvað hún gerir? Höfum við elskað hana nógu mikið, til að veita henni öryggi, eða höfum við elskað hana of mikið, svo að hún sé ekki fær um að standa á eigin fótum? Ég vildi óska að ég vissi það. — William! Viltu kaffi strax? — Hvað er klukkan? — Ég gleymdi úrinu mínu uppi. Er nokkuð að klukkunni í stofunni? — Hún hlýtur að vera of sein, hún er ekki nema hálf tfu. — Það er líklega alveg rétt. Ég er að koma. — Ég held ég fari þarna út eftir rétt fyrir klukkan ellefu. Ég gæti ekið þeim heim f bdnum. — William! Það geturðu ekki gert, það eyðileggur allt. — Heldurðu að við höfum gert rétt í því að lofa henni að fara? — Já, það held ég. En það hug- myndaflug, að vera að tala um þetta núna! — Hún er svoddan barn, og hann er reyndar barn líka, með allt þetta hár og svo í þessum þröngu bux um. Ef það skeður nú eitthvað. — Það skeður ekkert. Hvað held- urðu eiginlega að þau geri? Loki sig inni í svefnherbergjum? — Það varst þú sem sagðir þetta, vina mín, ekki ég. — Ég vildi óska að ég hefði ekki sagt þetta. Gleymdu þv(, það var heimskulegt. — Hversvegna leyfðir þú henni að fara, þegar þú hugsar á þennan hátt? — Ég meinti það ekki, það veiztu. — Ég var að hugsa um að kann- ske séu eldri strákar þarna. Ef þeir finna nú upp á því að blandai einhverjum óþverra í glasið, eðai er ekki drukkið gos ennþá? — Líklega drekka þau kók, égi veit það ekki. En þeim er ekki leyft að hafa áfengi um hönd á þessu heimili. Mér hefði alls ekki dottið þetta í hug. — En þú lest þó blöðin.... — Blöðin ýkja allt, það veiztu.. Ó, ég vildi óska að ég hefðii haldið mig ( eldhúsinu og frosið þar f hel, alein. //''' '"'/"/"////S////////S/////////////, '/'////""///////////////////////////////// ///""//"///"/////////////////////////, '"///////////, ///////////////////////// ////"//////"/’ /////////////////////,. /////"/"////////////////, /////////Z' ////////////// /////// '//////.'//////, '"///"/// ’////////////////////////X //"/////////////////////////////, '"//"/////////////'/////////////y ////////////"/////////,/, /"///,. ’""/"///// "///////"//"/"/ - og flasan fer VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.