Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 12

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 12
Gömul rússnesk teikning af Vfking- um á róðrarbátum. Víkingarnir og tímaskeið þeirra ur við Kaspíahaf, en þaðan lá svo leiðin til landa kalífans í Bagdað en þaðan streymdi aftin: krydd og silfurskraut norður á bóginn, til Evrópu. Stórgræddu hinir sænsku kaupmenn á þess- um viðskiptum og heimaland þeirra naut í ríkum mæli góðs af þeim, enda var uppgangur sænska ríkisins mikill mestan hluta víkingaaldar. Það var ekki fyrr en á dögum þeirra Sveins tjúguskeggs og Knúts ríka, að Dani tók að bera hærra en Svía í samfélagi Norðurlanda. Á tíimdu öld tók Volgaverzl- uninni að hnigna; stafaði það af því að tyrkneskir villimenn höfðu þá náð á vald sitt silfurnámum Bagdað-kalífans í Túrkestan og Afganistan, sem höfðu verið vmd- irstaða verzlunarinnar af hans hálfu. Beindu Svíar þá athygli sinni þeim mun meir að vestari vatna- og verslunarleiðinni, sem lá suður eftir Dnieper til Svarta- hafs og gríska keisaradæmisins. Og í sambandi við þá leið varð vegur þeirra í Rússlandi mestur. FRUMKVÖÐLAR í HEIMS- VIÐSKIPTUM Sem ljóst má vera, voru sænsku víkingarnir í austurvegi hvorki ræningjar — að minnsta kosti ekki í einföldustu merk- ingu orðsins — né landnemar og bændur, eins og Danir gerðust í Englandi og Normandíi. Þeir voru kaupmenn, sem lögðu fyrst og fremst undir sig verzlun Austur-Evrópu og efldu hana um allan helming. Hinar fornu verzlunarleiðir milli Evrópu og Austurlanda höfðu rofnað við herhlaup Araba rúmri öld fyrr; þau sambönd, sem höfðu Mið- jarðarhafið að tengilið, höfðu lítillega verið tekin upp aftur á tímum Karlamagnúsar, en dott- ið niður á hnignunartímum Frankaveldis, sem gengu í garð að honum látnum. Nú voru það hinir heiðnu víkingar, sem end- urnýjuðu þessi viðskipti með stór- fljót Rússlands sem tengilið. í kjölfar verzlunarítakanna komu svo auðvitað pólitísk völd, enda leið ekki á löngu, áður en Sví- ar höfðu lagt undir sig — að meira eða minna leyti — flesta eða alla slavneska þjóðflokka, sem byggðu hið núverandi Rúss- land, og marga finnska þjóð- flokka norður frá að auki. Virð- ist það hafa verið hægt verk, trúlega vegna sundurlyndis og skipulagsleysis landsmanna. Þar með var GarSaríki orðið til, veldi margfrægt úr sögum og rímum, ríkið, sem varð grimd- völlur annars mesta stórveldis heims í dag. Fyrsta ríkisstofnun, sem með vissu er kunnugt um af Víkinga hálfu í Rússlandi, átti sér stað umhverfis Ilmenvatn með Hólm- garð (Novgorod) sem höfuðstað. Varð sú borg síðan um margra alda skeið í röð merkari kaup- staða í álfunni norðanverðri, eða allt þar til Moskvufurstar löm- uðu hana á fimmtándu öld. Eftir að Svíar náðu yfirráðum á Dni- eper, varð Kíef (Kænugarðm) aðalbækistöð þeirra þar um slóð- ir. Verða þeir að teljast stofn- endur þessara borga og fleiri (svo sem Smolensk, Polotsk og Tsérnigoff), enda þótt einhver slavnesk smáþorp kunni að hafa verið þar fyrir þeirra daga. MANNSKÆÐUR SLOPPUR Samkvæmt Rússasögu Nestors mimks, sem að vísu er ekki of örugg heimild, varð víkinga- höfðinginn Hrærekur (Rúrik) fyrsti konungur eða fursti hins nýja ríkis, og sat hann í Hólm- garði. Tveir aðrir höfðingjar, sem ef til vill hafa verið háðir Hræ- reki og hétu Höskuldur og Dýri (Askold og Dír), tóku Kíef, og 860 réðust þeir með miklum flota á Konstantínópel, sem norrænir menn kölluðu Miklagarð. Var eðlilegt, að þessi keisaraborg, sem þá var áreiðanlega mest borg og auðugust í samanlagðri kristninni, freistaði hinna sænsku ofurhuga. Keisari og borgarar urðu nær viti sínu fjær af hræðslu, er þeir sáu til Víkinga; varð það fangaráð þeirra að taka slopp, sem María mey átti að hafa gengið í forðum tíð, og dýfa honum í sjóinn. Brast þá þegar á óveður, segir sagan, og tor- tímdi það víkingaflotanum. En ekki tókst sloppnum þó að hindra, að Víkingar færu með ránum og drápum víðsvegar um strand- héruð Svartahafs, bæði að þessu sinni og oftar. Að Hræreki liðnum tók við ríki í Novgorod maður að nafni Helgi (Oleg) og virðist hafa ver- ið ótrauður höfðingi, því hann náði Kíef á sitt vald með því að myrða þá Höskuld og Dýra með svikum. Hann færði ríki sitt út og styrkti það á marga vegu; víggirti til dæmis kaup- staði víðsvegar um landið og setti þar víkingaforingja til stjórnar. Þannig varð til slavn- eskt ríki með sænskri yfirstétt. — Helgi var einnig sigursæll í vopnaviðskiptum við Kasara og Patsínaka. Árið 907 ákvað hann að gera alvöru úr því að taka Konstantínópel og hélt þangað með mikinn flota. Grikkir höfðu njósn af ferð hans og girtu fyrir Bospórus með galeiðum, sem þeir lögðu í sundið, svo Vík- ingar kæmust ekki inn á höfn- ina. En næsta morgun risu hár- in heldur bettu: á höfðum Grikkj- anna, því þá sáu þeir flota Helga nálgast fullum seglum — og í þetta sinn á landi! Helgi hafði þá sett hjól undir skip sín, og þar sem byr var góður, ákvað hann að aka þeim á borgina sem stríðsvögnum. Grikkir buðu nú Helga hvað sem væri til þess að hann sleppti því að taka borgina þeirra. Fékkst hann loks til að hverfa á brott gegn ærnu fégjaldi og að gerðum verzlunarsamningi, sem tryggði þegnum hans stór- kostleg fríðindi á mörkuðum heimsborgarinnar. HELGA HELGA Eftirmaður Helga, Ingvar (Ig- or) var þó ekki ánægður með þessi kjör, því einnig hann fór á sínum tíma með flota til Mikla- garðs, en varð frá að hverfa fyrir gríska flotanum, sem beitti þá hinum svokallaða „gríska eldi“, einskonar eldvörpu, sem mikil leynd hvíldi yfir og óvinum Miklagarðsmanna stóð hinn mesti stuggur af. Ekki var Grikkja- keisar þó öruggari en svo, að er Ingvar fór öðru sinni með flota á hendur honum, gaf hann honum of fjár til að hverfa aftur og end- urnýjaði viðskiptasamning þann, er gerður hafði verið við Helga. VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.