Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 18

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 18
GerSihúsahverfi í útjaðri Stokkhólms. Tvær áltnur umlykja lokað gerði, J)ar sem fjölskyldan getur verið alveg út af fyrir sig, en þar fyrir framan er aimennur garður eða bersvæði. Atríumhiis bb gardhús efftir Geirharð Þorsteinsson arkitekt Arið 79 gaus Vesúvíus og gróf gersamlega í jörðu borgina Pompeji svo að hún týndist jafnvel öld- um saman og enginn vissi hvar hún hafði staðið. Eftir að byrjað var að grafa öskuna og vikurinn ofan af rústum borgarinnar, þá kom raunar í ljós, að sum húsin stóðu ótrúlega lítið skemmd og þar hafa menn prýðileg dæmi um íbúðarbyggingar fornaldarinnar eins og þær gerðust hjá Rómverjum. Nú eru þeir íslendingar all margir orðnir, sem lagt hafa leið sína til Ítalíu og þá koma auðvitað flestir við í Pompeji. Eitt af því sem ferðamönnum er jafnan sýnt þar, er íbúðarhús auðmanns, sem þar stendur prýðilega á sig komið og að sjálfsögðu uppgert að einhverju leyti. Frá þessu húsi hefur verið sagt all ítarlega í ferðagrein í Vikunni og mætti rifja upp við þetta tækifæri að húsið er rétt eins og samfelld og massív steinblokk til að sjá, en þegar komið er inn úr dyrum, þá kemur það á óvart að fyrir manni verður blómsturgarður, vel búinn gosbrunnum og listaverkum. Utan með þess- um garði í miðju hússins eru súlnagöng en síðan er gengið inn í vistarverurnar úr garðinum. Þesskonar garð í miðju húsi nefndu Rómverjar atríum og hús með slíkum garði voru nefnd atríumhús. En Rómverjar voru eins og kunnugt er hvorki miklir lista- menn eða arkitektar og þeir höfðu fengið atríumhúsið að eins og svo margt annað. Þeir voru fyrst og fremst! menn stjórnvizku og hernaðar en list þeirra var eftir- öpun eftir því, sem áður hafði verið gert meðal ná- , granna þeirra austan við Adriahafið. í Grikklandi hinu forna hafði það sem sé tíðkazt að byggja atríumhús og sá stíll mun hafa borizt þaðan til Rómverja eins og margvísleg önnur menningaráhrif. Grikkir voru raunar ekki heldur upphafsmenn að þessu byggingarlagi, heldur munu Indverjar, Kínverjar og Egyptar hafa byggt atríumhús í einhverri mynd löngu áður. Meðal þessara fornþjóða munu atríumhús hafa verið byggð bæði til sveita og svo í borgum, en miklu meira í borgum eins og gefur að skilja. Ekki var það sízt þar sem borgir voru víggirtar, því þar var mikilsvert að þjappa byggð- inni saman. Þá urðu göturnar mjóar og húsin náðu alla leið út í götuna, heillegur múrveggur hið ytra, en birtuna fengu þau frá garðinum í miðjunni. Gott dæmi um slíka borg er gríska borgin Priene, sem Grikkir reistu í einni af nýlendum sínum í Litlu Asíu um 350 f. Kr. Þetta var fjarska lítil borg að flatar- máli, um 300x600 metrar og nú hefur hún öll verið grafin upp. Úr þeim minjum má lesa hinn merkilegasta fróðleik um lifnaðarháttu íbúanna og ennfremur ýmis- legt um aðrar hliðstæðar borgir. Fimm þúsund manns áttu heima í Priene og þar voru allar sömu stofnanir eins og í stærri borgum: markaðstorg, musteri, ráðhús, embættismannahús, æðri skóli, leikhús, hof, íþrótta- skóli og leikvangur. Aðalgöturnar voru átta talsins, 6 m breiðar og lágu þvert á aðalhalla landsins, en mjórri götur, 3,5 m, lágu í stöllum og tröppum eftir hallanum. Vatnsleiðslur og skolpræsi voru leidd undir götuhellum. Reitirnir sem Jg VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.