Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 21

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 21
Bandarískt atríumhús. Hér er atríum opiö og sldllS frá fbúðinni meS glerveggjum. í norSlægarl Ittndum verður atríum að vera mun stærra en þama, ef sólar á að njóta þar að nokkru ráði. Grunnteiknlngin til vinstri: Living Rm: Stofa. Dln- ing Rm: Borðstofa. Bed Rm: Svefnherbergl. Kit: Eldhús. Family Rm: Eins konar dagstofa eSa ívern- stofa. Laund: Þvottahús. Entry Hall: Forstofa. t miðju hússins er arlnn. Reykjavík eru í maí, júní, júlí og ágúst að meðaltali 50 dagar með sólskini kl. 2 e.h. En þar af er ekki nema einn dagur full- komlega lygn. Hér er miðað við kl. 2 e.h. vegna þess, að sá tími mun hentugastur fyrir flesta að notfæra sér sólskin ef fært er. Logn er mim tíðara að morgni, enda þekkja að minnsta kosti allir Reykvíkingar það vel, að þótt logn sé að morgni, þá er venjulega komið kul um og eftir hádegi. Þessvegna hefur mér þótt rétt að athuga einmitt veður- ástandið á þessum tíma dags með tilliti til skjólmyndunar við hús. Ef svo aftur á móti er litið á tölur um vindstyrkleika, sést að 70% daganna í júní hafa innan við 5 vindstiga vindstyrk á þess- um sama tíma. Það gefur auga leið, að vindurinn er sá mein- bugur helztur, sem hér verður alla jafna á utanhússlífi. Með tilliti til þess má furðulegt telj- ast, hvað lítið hefur verið gert til þess að mynda skjól við hús, enda þótt það sé kunnara en frá þurfi að segja að slíkt er vel mögulegt. En með því að byggja einungis stök hús og stórar blokkir með opnum, auðum svæð- um á milli, er ekki stuðlað að skjóli nema síður sé. Kringinn slík hús verða einmitt harðir vindstrengir og jafnan öllu hvassara en á algjöru bersvæði. Með því að gera ráð fyrir að hentug skjólgirðing myndi skjól fyrir allt að 5 vindstiga vindi, liggur heint við að áætla, að af 50 sólardögum á sumrin, gætu hagnýtzt 30—35 dagar í stað 5 eða ekki það. Þá er það ennfremur kostur gerðihúsa, að stærð húss og gerðis eru óháð hvert öðru. Nýt- ing lóðanna yrði miklu betri en þegar einstæð hús eiga í hlut og næði ætti að geta orðið allt að því jafn gott og í hreinu atrl- umhúsi. Auk þess ætti í mörgum tilfellum að vera hægt að tryggja nokkurt útsýni. Til þess að gerðihúsabyggð næði tilætluðum árangri, væri nauðsynlegt að skipuleggja hana mjög gaumgæfilega áður en út- hlutun og framkvæmdir hæfust. Verkefni skipulagsins í þvl s«m- bandi væri þá að stUla húsum þannig saman, að þau verði hvert öðru til skjóls og þyrfti þ& að styðjast við undanfarandi athug- anir á því hvernig vindar haga sér I húsaþyrpingum. Af þessu sést að vandinn sem lagður er á herðar skipuleggjurum er all- miklu meiri fyrir svona byggð heldur en þegar landið er bútað niður I 600—800 fermetra lóðir og byggjendum síðan gert að setja á það hús, sem litið geta út svo til hvernig sem er, ef þess er einungis gætt að fara hvergi svo nærri lóðamörkum að af því gæti myndazt skjól. En meðan húsbyggjendur sj&lfir Framhald á bls. 49. VIKAN 17. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.