Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 5

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 5
rannst hun líta ut eins og iugíahræða. Spánskt skjal um axlirnar bættí litillega útlit hennar. Hún hringaði sig upp á legubekkinn og lá þar lengi í mjög döprum hugleiðingum. Hár hennar var klístrað og angaði af sjó, eins og rakir klefaveggirnir, og allur þessi saggi gerði henni óglatt. Hér var hún alein, úti á reginhafi, jafn glötuð og yfirgefin og skip- reika sjómaður, sem hangir á fleka. Með egin höndum hafði hún slitið öll bönd milli sjálfrar sín og þeirrar glæsilegu framgöngu, sem hún hafði einu sinni átt, og hefði getað orðið enn glæsilegri, og nú var enginn til að hjálpa henni yfir þessa gjá, yfir á næsta þrep. Hvar myndu hinir brotnu endar mætast? Jafnvel þótt þessi aðalsmanns sjóræningi ákvæði að flytja hana til Krítar, hvað gat hún gert þar? Hún hafði enga peninga lengur, hún hafði aðeins eina von að halda í, arabiskan kaupmann, sem hét Ali Mektub. Svo mundi hún eftir Frakkanum, sem sinnti konsúlsstörfum hennar og gæti ef til vill hjálpað henni. Hún gæti ef til vill hjálpað henni. Hún gæti farið til hans. Hún reyndi að koma fyrir sig nafni hans. Rocher?.... Pocher?.... Pacha?.... Nei, ekkert af þessu.... Allt í einu heyrði hún glamra í læsingunni á klefahurðinni. Coriano kom inn með lukt, og með honum var svertingjadrengur, sem bar bakka. Hann hengdi luktina upp við kýraugað og gaf fyrirskipun um, að bakkinn yrði settur á gólfið, meðan hann lét sitt eina auga renna græðgislega yfir fangann. Svo benti hann á bakkann með stuttum, gimsteinum prýddum fingri, og skipaði henni að éta. Þegar hann var farinn, gat Angelique ekki barizt á móti ilminum af réttunum, sem voru á bakkanum, en þar voru steiktar rækjur, skel- fisksúpa og appelsínur og flaska af góðu víni. Angelique góflaði þetta allt í sig. Hún var að niðurlotum komin, örmagna af þreytu og á- hyggjum. Þegar hún heyrði Þungt fótatak d’Escrainville hertoga fyrir utan, héit hún, að hún gæti ekki varizt því að æpa. Sjóræninginn sneri lyklinum í skránni og kom inn. Hann var svo hávaxinn, að hann varð að beygja sig i lágum klefanum. I rauðu skin- inu frá luktinni gæti hann hafa verið glæsilegur, með grásprengt hár við gagnaugun og þessi skæru augu, ef grimmdarlegt brosið hefði ekki afskræmt munn hans. — Jæja sagði hann þegar hann leit á bakkann. — Madame virðist hafa notið kvöldverðarins. Hún gretti sig í stað þess að svara og leit undan. Hann lagði hönd sína á nakta öxl hennar. Hún sleit sig lausa og flúði út i horn i fjarri enda klefans, litaðist um í leit að vopni en íann ekkert. Hann horfði á hana eins og grimmur köttur. — Nei, sagði hann. — Þú flýrð ekki undan mér. Ekki i kvöld að minnsta kosti. I kvöld gerum við upp reikningana, og þú skalt fá að borga. ■— Ég skulda þér ekkert, mótmælti Angelique. Hann hló: — Ef þú skuldar mér ekkert, þá skulda systur þínar mér þeim mun meira. Bah! Þú hefur gert öðrum mönnum nóg til að verð- skulda hundrað refsingar. Segðu mér, hve marga menn þú hefur séð skríða við fætur þína? Hve marga? Brjálæðisglampinn i augum hans fyllti hana skelfingu. Hún svipaðist um eftir undankomuleið. — Svo þú ert farin að verða hrædd, ha? Það þykir mér gaman að sjá. Þú ert ekki svo stolt núna. Áður en langt um líður verðui'ðu komin á hnén fyrir framan mig. Ég veit hvernig á að fara að því. Hann iosaði af sér axlalindann ásamt beltinu, og lagði hvorttveggja á mottu. Hann gerði það sama við sverðfetilinn og tók nú að fara úr fötunum með ruddalegu skeytingarleysi. Hún tók upp lítinn stól og kastaði honum til hans, en hann vék sér undan og kom i áttina til hennar með illskulegt glott, þar til hann var kominn svo nærri, að hann gat þrifið hana í arma sér. Þegar hann hall- aði andlitinu yfir hennar beit hún í kinnina á honum. — Djöfullinn! hrópaði hann. Óður af reiði þreif hann um úlnliði hennar og reyndi að kasta henni á gólfið. Þau börðust hljóðlega og hörkulega í litla klefanum og tré- veggirnir nötruðu undan þunganum af samantvinnuðum líkömum þeirra. Angelique fann hvqrnig þróttur hennar þvarr ört. Hún féll. Móður og másandi þrýsti d’Escrainville hertogi henni í gólfið af öllum sinum þunga ag fann livernig reiðin dó út í henni. Hún fann allan þrótt hverfa úr líkama sinum, þannig að hún hafði rétt aðeins næga orku til að velta höfðinu frá einni hlið til annarrar til að forðast hlægjandi grímuna, sem þrengdi að andliti hennar. — Róleg, stúlka mín! Róleg! Svona, nú ertu farin að haga þér skár. Leyfðu mér nú að skoða þig. Hann reif frá henni kjólinn i hálsmálið og með ánægjustunu þrýsti hann gráðugum vörum sinum á brjóst hennar. Hún velti til höfðinu I andstyggð, reyndi aö komast undan en hann hélt henni þeim mun fastar og tók að aðskilja fætur hennar. Þegar hann var í þann veginn að koma fram vilja sinum, tók hún á öllu því serú hún átti til og neytti nllrar likamsorku sinnar til að kasta honum burt. Hann formælti og sló hana hvaö eftir annað, svo hún æpti af sársuka. Svo varð hún í nokkrar óbærilegar mínútur að láta sér lynda að hann í æðisgenginni reiði neytti aflsmunarins og gerði hana að fórnarlambi ástríðu sinnar, með sama fínleik og rymjandi villisvin í stiu sinni. Þegar hann að lokum stóð upp, brann henni hneisan á kinnum. Hann lyfti henni á fætur, en iét hana síðan falla aftur þunglama- lega við fætur sér, eftir að hafa litið á náfölt andlit hennar. — Svona vil ég fá að sjá konurnar, sagði hann. — Þú átt ekkert eftir annað en fara að grenja. Hann fór í fötin aftui' og hnýtti á sig sverðfetilinn. Angelique studdist upp á annan olnbogann og reyndi að laga fötin með hinni hendinni. Hár hennar hékk eins og slæöa yfir andiiti hehnáf og huldi drúpandi hálsinn. D’Escrainville sparkaði í hana: — Grenjaðu! Svona, farðu að grenja! En tárin komu ekki fyrr en hann var farinn. Þá streymdi brennheitur foss niður kinnar hennar. Með miklum þjáningum dróst hún upp á legubekkinn. Alvaran í þeim háska, sem hún hafði verið stödd i siðustu dagana, hennar eilíía barátta við kynóða menn, var farin að taka toll af hugrekki hennar og mótstöðuafli. Ofsafenginn ekki gagntók hana, þar tii undir miðnættið, að hún heyrði klórað í dyrnar og örvænting hennar rénaði lítið eitt. — Hver er það? — Ég, Savary. Andlit gamla mannsins, ennþá svart eftir „hnotina", kom i ljós i gættinni, þegar hún opnaði dyrnar. — Hleypið mér inn. — Velkominn, sagði Angelique og lagaði á sér kjólinn. E’n sú heppni, að sjóræninginn hafði gleymt að læsa á eftir sér dyrunum. Hann sett- ist á legubekkinn og horfði kurteislega niður fyrir sig. — Því miður, Madame, verð ég að viðurkenna, að síðan ég kom urn borð í þetta skip, hef ég ekki verið afar stoltur af því að tilheyra karl- kyninu. Ég bið afsökunar fyrir þess hönd. — Þetta er ekki yðar sök, Maitre Savary, sagði Angelique, meðan hún þurrkaði af társtokknum kinnunum og reyndi aö laga hár sitt. — Þetta er mér að kenna. Ég var rnjög skammsýn. Nú hefur vininu verið hellt og við verðum að drekka það. Og þegar allt kemur til alls, er ég ekki dauð ennþá, og þér ekki heldur, og það er allt sem máli skiptir. Hvernig líður vesalings Pannassave? — Honum líður mjög illa. Hann er með hita og óráði. — Hvað um yður? Eigið þér ekki á hættu harða refsingu fyrir að heimsækja mig hér? —Hýðing með svipu og keyri, ásamt Því að verða hengdur upp á þumalfingrunum — slíkar eru hegningaraðferðir hins virðulega mark- greifa. Það fór hrollur um Angelique. — Hann er hræðileg skepna, Savary. Ég held að það sé ekkert það til, sem hann getur eltki gert. —• Hann er ópíumreykingamaður, sagði gamli lyfjafræðingurinn. — Það sá ég um leið og ég leit hann íyrst. Það er eitur, sem gerir hvern þann brjálaðan, sem neytir þess. Við erurn i kröggum stödd. Hann neri saman grönnum, hvítum höndunum. — Þessi hrörlegi, gamli maður, hugsaði Angelique, — með hvítt hárið lafandi ofan yíir andlátslegt grænblátt andlitið, var allt sem hún átti eítir af þægindum og aðstoð. Með lágri röddu tók Savary að hvetja hana til að missa ekki kjark- inn. Eftir fáeina daga rnyndu þau komast undan. — Komast undan! Haldið þér að það sé mögulegt? — Uss! Hafið ekki hátt. Það verður áreiðanlega ekki auðvelt, cn það hjálpar okkur að Pannassave er einn af mönnunuRescators, einn af þeim fjölda skipstjóra, fiskimanna og verzlunarmanna, sem hjálpa honum í viðskiptum hans. Pannassave sagði mér þetta allt, og yður hafði svo sem grunað það. I þeim hópi getur hinn lægsti ílutnings- maður „hnotarinnar”, hvort heldur er Múhameðstrúar eða kristinn, verið viss um að rotna aldrei i þrælalest. Rescator hefur allsstaðar möguleika til að frelsa menn, þessvegna vinna svona margir íyrir hann. Savary hallaði sér nær henni og rödd hahs varð svo lág, að varla varð greint. — Jafnvel hér, á þessu skipi, eru samstarfsmenn Rescators. Þetta dularfulla vegabréf, sem Pannassave ber ævinlega á sér, gerir grein fyrir honum og útvegar honum hjálp frá vinum hans. — Látið þér yður i alvöru detta i hug, að varðmenn í liði þessa hræðilega d’Escrainville séu samstarfsmenn Rescators? Þeir eiga líflát á hættu.... — .... eða auðæfi! 1 þessum hópi fær sá, sem hjálpar íanga að flýja, mjög háa upphæð að þvi er virðist. Þetta er nú orðið, sem fer'af furðu- verunnni, sem kölluð er Rescator og við höfum haft þann vafasama heiður að rekast á. Enginn veit, hvort Rescator er Berbi, Tyrki eða Spánverji, kristinn trúniðingur eða Múhameðstrúarmaður að fæðingu, en eitt er víst, að hann hefur ekki gengið í lið meö sjóræningjaverzl- unarmönnunum við Miðjarðarhafið, sem, hvort sem þeir eru svartir eða hvítir, eru allir þrælakaupmenn. Og þér, Madarne, hafið verið svo vingjarnleg í minn garð og berið svo mikla virðingu fyrir vísindum, að þér eigið ekki skilið að hvería inn í völundarhús einhvers kvenna- búrs, aðeins til að verða leikfang einhvers hinna lastafullu Múhameðs- trúarmanna. Ég ætla að gera allt, sem mögulegt er, til að koma í veg fyrir að yðar bíði þaú örlög. — Álítið þér, að það sé það, sem d’Escrainviile markgreifi hefur í huga mér til handa? — Það kæmi mér mjög á óvart ef svo væri ekki. — Það er óhugsandi! Hann getur verið auðvirðilegur sjóræningi, en hann er samt Frakki eins og við og komin af gamalli, virðulegri fjölskyldu. Honum getur ekki einu sinni dottið svo hræðilegur hiutur í hug! Hann er maður, sem alltaf hefur átt heima við Miðjarðarhafið, Ma- dame, þótt hann sé af frönskum toga spunninn. Forfeður hans eru honum jafn mikils virði og fötin, sem hann er hættur að nota. Sál hans — ef hann á annað borð hefur nokkra — er austurlenzk. Það er erfitt að komast að þvi líka, sagði Savary og hló við. — I Austurlöndum er jafn föst venja að auðmýkja konur og að drekka kaffi. D’E’scrainville mun annaðhvort reyna að selja yður, eða halda yður fyrir sjálfan sig. — Ég verð að viðurkenna, að hvorug uppástungan fellur mér í geð. — Hversvegna berjið þér þá höfðinu við steininn? Við erum á leið til Messína, þar sem mesti þrælamarkaðurinn er. Ég vona aðeins, að Framhald á bls. 33. VIKAN 17. tbi. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.