Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 19

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 19
Hér cr atríumhús úr timbri og múrsteini. Eins og sjá má, cr ekki nauðsynlegt að hafa skrúðgarð cða fyila atríið með gróðri. Hér er mestmegnis gróf möl og steyptar hellur. urðu á milli gatnanna, Vóru 35x47 m, en á hverj- um slíkum voru reist fjögur til átta atríumhús til íbúðar. Af þessu sést að nýting hefur orðið frábær á þessum litla bletti og mætti vera að það sæist þó enn betur, þegar athuguð eru húsin sjálf eins og meðfylgjandi mynd gefur hugmynd um. í atríumhúsunum í Priene var inngangur þann- ig, að ekki sást af götu inn í húsið. Úr anddyri var gengið inji í gang er var opinn inn á peristyl (atríum), en úr þessum litla garði mátti ganga inn í allar vistarverur hússins. Af grunnmyndinni sést, að atríumhúsið hefur ekki einungis þurft litla lóð, heldur hefur nýting skikans auk þess verið frábær. Atríið sjálft eða garðurinn, hefur í húsunum í Priene verið 80 fermetrar og það gefur auga leið, að þar var aðal leiksvæði barna, vettvangur ýmissa starfa, megingangurinn í húsinu og jafn- vel veizlusalur. í þessum litla garði hefur fjöl- skyldan verið út af fyrir sig og í fullkomnu næði. Ennfremur hefur alltaf einhversstaðar mátt finna forsælu í garðinum og það var mikils virði á þess- um sólríku slóðum. Stundum var slegið saman tveim húsum og gert úr öðru verkstæði eða verzl- un við hliðina á íbúðinni. Þannig mátti nota þessi hús allfjölbreytilega eftir þörfum. ATRÍUMHÚS Á NORÐLÆGARI BREIDDARGRÁÐUM Það fer ekki hjá því, að atríumhús hafa bæði kosti og galla. Kostirnir eru meðal annars þeir, sém upp hafa verið taldir hér að framan: Fjöl- skyldan getur verið fullkomlega útaf fyrir sig í garðinum og nágrannarnir geta ekki fylgzt með því út um glugga sína, sem þar gerist. Mörgum finnst þetta mikils virði að geta verið úti en sam- tímis í fullkomnu næði fyrir umheiminum. Gall- arnir við atríumhúsið eru svo hinsvegar þeir, að það er ef til vill nokkru dýrara í byggingu en venjulegt hús og svo hitt, að erfitt er að komast hjá því að hafa langa ganga þar sem ekki er gengið beint inn í herbergin úr garðinum líkt og suðurlandaþjóðir geta gert. Þar sem sólargangur er lágur meiri part ársins, þarf atríum að vera nokkru stærra en haft er í suðlægari löndum, ef fullt gagn á að verða af garðinum til útivistar. Ákjósanlegasta stærð atrí- ums við okkar aðstæður er sennilega svipuð því, sem Norðmenn telja æskilegt, eða um 8x12 fermetrar. Þá er garðurinn orðinn 96 fermetrar að stærð en sú stærð nægir til þess að sólar gæti í garðinum allt árið, þegar sól er á annað borð. Fyrir venjuleg einbýlishús eins og þau gerast hjá okkur, hentar tæplega að byggja hreint atrí- umhús, nema atríið sé minnkað niður í svo sem 20—30 fermetra. Annars þyrfti húsið að vera gífurlega stórt. Þá ber fremur að líta á atríum sem ljósgarð, og er þá nauðsynlegt að húsið hafi auk þess aðgang að garði utan við. Lítið atríum má þó gera vistlegra með hitim, t.d. geislahitun. f okkar loftslagi mundi vitanlega ekki vera unnt að opna herbergin beint inn á slíkan garð. Hér þarf Norskt gerSihús (U-plan) á Ullem, ut- an viS Oslo. Hér er gerSiS 123 fer- metrar og þar af er þak yfir 33 fer- metrum eins og sjá má. í gerSinu er grasflöt og einstaka runnar, lítil tjörn og gangstéttar. Lágur steingarSur af- markar gerSiS. onrnD □□□□BDDD' □□□DV Grunnplan af borginni Priene í Litlu Asiu, sem saman stóS aS mestu af atríum húsum. A: markaðstorg, B: helgur skáli, C: ráðhús, D: embættis- mannahús, E: skóli, F: hof, G: iþrótta- skóli, H: leikvangur. Grunnmynd af atriumhúsl 1 Priene. 1: anddyri, 2: gangur, 3: salerni, 4: atrium (peristyl), 5: skáli, 6: stofa, 7: ibúSarherbergl húsráSanda, 8: tröppur, 9: ibúSarherbergi þjónustu- fólks, 10: húsbóndaherbergl. f Kína hafa menn byggt atríumhús öldum saman. Hér er kinverskur bóndabær með þessu sniði Þakinu hall- ar inn að garSinum og útvegglrnir eru heilir. VIKAN 17. tbl. ig

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.