Vikan


Vikan - 28.04.1966, Side 26

Vikan - 28.04.1966, Side 26
Þetta eru skiltin, sem blöstu við sjónum þeirra, sem komu til stúdíós númer þrjú í Gladsaxe meðan á námskeiðinu stóð. Efst mátti lesa, að öllum óviðkomandi væri bann- aður aðgangur að upptökusalnum og fyrir neðan var sam- eiginlegt merki danska og íslenzka sjónvarpsins. ' , i Já M Hér sjáum við yfir þann hluta stúdíósins, sem notaður var við upptökurnar. Verið er að undirbúa fyr- ir aðalæfinguna. .■f,: -.'s- ■ Guðmundur Eiríksson, myndstjórnarmaður, sér um stillingu myndavélanna. Myndatökumennirnir, Örn, Þórarinn og Sigur- liði, við myndavélarnar sínar. Á rammgerðri hurð að stúdiói III I sjónvarpsverinu í Gladsaxe má lesa: „Adgang forbeholdt — ITV — íslenzka sjónvarpið & Danmarks Radio — TV'. í tvo mánuði hefur þetta spjald hang- ið uppi meðan tæknistarfsmenn ís- lenzka sjónvarpsins hafa hlotið þjálf- un 1 þessu stærsta sjónvarpsstúdíói á Norðurlöndum. Salurinn er 600 fer- metrar að flatarmáli en lofthæð er 11 metrar. Er hann þvi helmingi stærri en upptökusalurinn I hinum fyrrver- andi húsakynnum Bllasmiðjunnar við Laugaveg 176. f einu horni salarins stendur upp- tökuvagninn írá sænska sjónvarpinu, sem Svíar hafa lánað fslendingum. Vagninn var upphaflega byggður sem strætisvagn, en þegar sænska sjón- varplð tók til starfa, var honum breytt í utanhússupptökuvagn. Vagninn hef- ur verið í notkun alit til þessa dags, en islenzkir og danskir tæknimenn hafa gert á honum talsverðar breyt- lngar og endurbætur. Upptökusalnum hefur verið skipt í tvennt, þannig að hið eiginlega upp- tökusvæði svarar til þeæ, sem verða mua að Laugavegi 176. Aðstaeður eru því allar nákvæmlega hinar sömu og verða munu er islenzka sjónvarpið kemst í gagnið. Myndatökumennirnir þrír, Sigurliði Guðmundsson, Þórarinn Guðnason og Öm Sveinsson, eru þegar byrjaðir að stilla vélar sínar eða „læna þær upp“ eins og þeir kalla það. Það er talsvert vandaverk og krefst mikillar ná- kvæmni, því að allar verða vélarnar að vera nákvæmiega eins stilltar. Guð- mundur Eiríksson, sem sér um C.C.U. (Camera Control Unit eða myndstjórn) hefur umsjón með stillingunni. Við borð fréttaþuls ræða fréttaþul- irnir, Markús Örn og Magnús, við Andrés Indriðason, sem stjómar upp- tökunni, og Sverri Bjamason, sem sér um kvikmyndir, sem verða í fréttun- um. Hér fær Sverrir að vita í hvaða röð kvikmyndirnar eiga að koma, hvort þær séu negatívar eða pósitivar, hvort þær séu syncroniseraðar (með tali) eða ekki. Alls koma fyrir 11 kvik- myndir í þessari fréttasendingu, sem stendur yfir í hálftíma. Kvikmyndim- ar eru ýmist frá Gísla Gestssyni, kvik- myndatökumanni sjónvarpsins eða Independent Television News í Lon- don, sem mun að líkindum sjá Is- lenzka sjónvarpinu fyrir fréttakvik- myndum í framtíðinni. Ólafur Ragnarsson, sviðsetjóri, er á eillíum þönum. Hann ketnur nú með bunka af Ijósmyndum, kortum og skiltáim, sem nota á í fréttatimann. Allar myndirnar hafa áður verið límd- ar á þykkan pappír. Þeim er öllum komið fyrir á statívi fyrir framan myndavél nr. 3. Þá er komið að ljósa- meistaranum að sjá um, að nægileg lýsing falli á skiltin. Hann krækir í einn ljóskastarann og beinir honum á réttan stað. Áður en varði er allt annað líka orð- ið klappað og klárt fyrir aðalæfinguna. Að aðalæfingu lokinni þarf yfirleitt að mörgu að huga. Hálftimi er til stefnu, þar til upptaka hefst, og sá tími er notaður til að endurskoða það, sem ef til vill má betur gera. BeOíO eftir PBiÖUlíöSÍ — Og þá erum við tilbúín til upp- töku eftir tvær mínútur, hrópar Ól- afur sviðsstjóri. Ekki líður á löngu, þar til önnur fyrirskipun kemur: — Myndavél númer tvö á kynni! Það er Örn Sveinsson, sem stjórnar myndavél númer tvö — cða „Bcllu“, cins og hann kallar hana sjálfur. Hann er fljótur að koma hinni fyrirferðar- miklu vél fyrir og stilla á rétta linsu. Leiðslur og kaplar frá vélunum liggja eins og hráviði um allt gólf, og það /jjfr&aíV ... • ■ er flestum óskiljanlegt, hversu lagnir myndatökumennirnir eru að færa vél- ar sínar úr einum stað í annan. En auðvitað sannast einnig hér, að æf- ingin skapar meistarann. Eitthvað virðist vera bogið við ljós- in. Ingvi Hjörleifsson, ljósameistari, kemur á harðahlaupum úr klefa sin- um með gríðarstóra stöng undir hendi, sem hann notar til að pota i ljóskast- arana. Einn kastarinn hefur færzt úr stað, en það tekur Ingva ekki nema sekúndubrot að kippa því í Hðinn. Úlfar Sveinbjörnsson, hljóðupptöku- maður, vili iíka vera viss i sinni sök. Ilann biður Kolbrúnu Jóhannesdóttur, sem gegnir hlutverki kynnis cða „þulu“ að lesa fyrstu setningar af inngangsorðum sínum, en þannig gcng- ur hann úr skugga um hljóðstyrkinn. í þessu hrópar sviðsstjórinn „Ein mínúta til upptöku". Nú á ckkert að vera að vanbúnaði að upptaka geti hafizt. Sekúndurnar sniglast áfram. Einhver undarleg cftirvænting og spcnna liggur f loftinu. Innl í stjórnklefanum situr stjórn- andinn og við hlið hans meðhjálpari, sem nefnist „klipparl". Sá hcfur fyrir framan sig borð með ótal hnöppum og tökkum til þess að klippa eða mixa milli myndavélanna eftir því scm stjórnandinn segir til um. Stjórnand- inn hefur fyrir framan sig fimm moni- tora (þ.e. sjónvarpstæki) — þrír þeirra sýna myndír frá myndavélunum í upp- tökusalnum, sá fjórði er fyrir kvik- myndir og sá fimmti sýnir myndina, sem send er út, en sá monitor er yfir- leitt auðkenndur með rauðu ljósi. Ekki má glcyma hljóðnemanum, sem stjórn- andinn malar f allan tímann meðan Framhald á bls. 48. 2g VUEAN 17. thl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.