Vikan


Vikan - 28.04.1966, Page 22

Vikan - 28.04.1966, Page 22
DESty BLAMC Framhaldssagan 5> hluti eftir Peter O'Donald — Kvikmyndir? Grant talaði eins og maður, sem var í vafa um sína eigin geðheilsu. Árin höfðu kennt honum að fiska eftir upplýsingum, jafnvel þótt litlir möguleikar væru ó, að hann kæmi þeim nokkurn tíma til skila. — Einhverskonar klámmyndir eða þessháttar? McWhirter starði á hann og öll gamansemi hvarf úr hörkulegu and- litinu, úr augum hans mátti lesa sanna fyrirlitningu. — Þú hneykslar mig, maður, sagði hann kuldalega og sneri sér við. — Skítt með það! Grant hleypti ofurlitlum valdmannstón ( röddsína: — Mig varðar engu, hvað yfirmað- ur þinn er að gera, ég vil fá að hitta hann fyrir því. Hvern fjand- ann heldur hann eiginlega, að hann sé? — Hann er kallaður Gabríel, sagði McWhirter og gekk burt. Það var þá, sem Ivor Grant varð alveg handviss um, að hann myndi deyja. Það eina, sem hann hafði áhyggjur af núna, þar sem hann lá saman hnipraður á óþægilegum trébálkinum, var aðferðin. Tuttugu mínútum síðar kom Mc- Whirter aftur, kátur og alþýðlegur á ný. Með honum var stórvaxinn maður með stuttklippt, Ijóst hár, maðurinn, sem Grant hafði séð í eldhúsi klaustursins. Hann talaði enskuna hægt og með norðurlanda- hreim. — Nú er klukkan hálf tólf, sagði McWhirter og leit á úrið sitt. — Mál tii komið að góð börn séu kom- in í bólið. Komdu félagi, Borg ætl- ar að taka þig f tóg. Þegar Gabríel er annarsvegar er mikilvægt að vera stundvís. Það má ekki reka á eftir honum en það má heldur ekki láta hann biða. Borg handjárnaði Grant við sig og leiddi hann upp steinstiga, í gegnum auðan sal, eftir gangi þar sem helgra manna myndir stóðu í veggskotum. McWhirter skálmaði á undan háfættur og fjaðrandi og tal- aði án afláts. — Þekkirðu hinn konunglega varðmann, Grant? Það er lag eftir Fairfax. Hann rak upp laglausa hrinu: — L-í-í-í-f-i-i-i-i-8 er bl-e-e-e-s-s-s-s-u-u-un. Og þetta er svo sem rökrétt heimspeki. Það get- ur enginn kvartað yfir því að deyja í júlí, þvi hann getur prísað sig sælan að hafa ekki dáið í júní, sjáðu til! En hinsvegar. .. McWhirt- er veifaði með einum fingri til manns, sem sat með sjálfvirkan riff- il á breiðri gluggasyllu og lét sem hann sæi ekki þremenningana. — Á hinn bóginn, hélt McWhirter áfram, — kveður við annan streng f næstu Ijóðlfnu: — e-e-e-r- l-í-f-f-f-i-8 þyrnu-u-u-m str-a-a-a-a-á-á-á-á-8? Sé sú raunin, þá er engin ástæða fyrir mann að kvarta, þótt hann deyi núna, í stað þess að neyðast til að lifa einn dag enn. En þegið þið nú, fyrir guðs skuld. Síðustu orðin voru sögð í allt öðrum tón. McWhirter hvíldi höndina á þykkri eikarhurð. Hann ýtti henni hljóð- lega frá störfum og læddist inn f stórt teppaklætt herbergi og benti Borg að koma á eftir með Grant. Um leið og þeir komu inn lokaði hann dyrunum. Herbergið var myrkvað, utan hvað sýningarvél kastaði litfilmu á tjald, sem hékk á veggnum til hægri. Þegar augu Grant vöndust myrkrinu, sá hann stórt borð í horn- inu fjær, vegg með bókahillum, fjöldan allan af dýrlingamyndum og styttum. Loftið var þungt af sígarettureyk og á gljáfægðu tré- borði stóðu tíu eða tólf flöskur með ýmsum vfntegundum. Af stærð herberglsins og mein- lætaskortinum í húsbúnaðinum gat Grant sér þess til, að þetta væri vinnustofa ábótans. Og að öllum Ifkindum, hugsaði hann sér til skelfingar, var það ábótinn, sem lá utanumsaumaður f klefanum niðri. Það voru fjórir menn f herberg- inu. Einn sat í armstól úr útskor- inni eik. Hinir sátu fyir aftan hann f venjulegum stólum, og af lát- bragði þeirra mátti sjá, að þeim leiddist. En það varð ekki sagt um manninn ( armstólnum. Hann sat með hendur undir höku, hallaði sér aftur á bak og var niðursokkinn í myndina. Á nokkurra sekúndna millibili gaf hann frá sér snöggt, titrandi fliss. Grant leit á tjaldið. Þetta var teiknimynd um Tom og Jerry. Tom, kötturinn, lá f leyni bak við opn- ar herbergisdyr með djöfullega grettu á andlitinu og hélt á Beis- bolkylfu, meðan hann beið eftir Jerry. En músin var að koma fram úr litlum bollaskáp fyrir aftan Tom, hinum megin, í herberginu og á undan sér ýtti hann hjólaskauta með logandi gaslampa bundnum á. Maðurinn f armstólnum flissaði f eftirvæntingu. Á tjaldinu hratt Jerry skautanum af stað. Hann þeyttist yfir gólfið og Tom hentist upp f loft- ið og æpti, meðan rassinn á hon- um varð kirsuberjarauður. Hann lenti aftur, fæturnir á honum hreyfð- ust svo hratt að þeir mynduðu að eins móðu, og skaust svo eins og eldflaug í gegnum gluggann. Á næstu sekúndu tók myndin að fjara út í sfminnkandi hringjum og var lokið. Einn mannanna stöðvaði sýning- arvélina og kveikti Ijósin. Eins og Grant hafði áður gert sér grein fyr- ir, hafði munkaklaustrið litla raf- stöð. Nú var hann að reyna að gera sér hugmynd um fjölda þeirra manna, sem hér voru að þeim frá- dregnum, sem höfðu komið með hann frá skipinu og höfðu að öll- um líkindum farið um borð aftur. Sex voru hér f herberginu með hon- um, hörundsdökki maðurinn, sem hafði verið vörður hans, og á göngu sinni í gegnum munkaklaustrið, hafði hann séð vopnaða menn f kapellunni og á nauðsynlegum stöðum í göngunum. Þrjátíu, að minnsta kosti, áætlaði hann. Þá hafði hann enn aðra staðreynd til að bæta við hinar tilgangslausu birgðir sínar af upplýsingum. Maðurinn í armstólnum leit upp, reis á fætur og síðustu leifarnar á brosinu dóu út á þunnum vörum hans. Þegar hann leit á Grant, varð ekkert lesið af andlitssvip hans. Það var svo allslaust, að það vakti von- ina f brjósti Grants. Hörundið var eins og kítti á litinn og virtist eins og svampur viðkomu, svart hár, fremur strítt, var greitt beint aftur yfir ydduð eyru. Augun voru með þungum augnalokum og óvanalega langt á milli þeirra, en það var litur þeirra, sem fyrst og fremst vakti athygli Grants. Lithimnurnar voru eins og litlir diskar úr fölnuðu kakíi, næstum hvítir, svo við fyrstu sýn virtist þær gersamlega vanta, svo aðeins sáust sjáöldrin f miðri augnahvítunni. — Mig langar að fara yfir sfð- ustu tölurnar, McWhirter, sagði Gabríel og röddin var jafn litlaus og augun. — Hver er þetta? — Hann heitir Grant. McWhirter var jafn kátur og fyrr, en Grant tók eftir, að hann eyddi engum orð- um til einskis. — Þú manst, að áð- ur en við fórum frá Antibes, kom fram leki í flokknum, sem átti að sjá um öryggið í Suður-Frakklandi. — í flokki Pacco. Já. Brezkur ag- ent fór að snuðra. Það var séð um hann. — Ojá. Borg spilaði fyrir hann fúgu á píanóstrenginn. McWhirter kinkaði kolli í viðurkenningarskyni í áttina að stóra manninum sem var handjárnaður við Grant. — En þeir héldu áfram. Sendu annan náunga. Þennan. — Hver náði honum? — Kalonides. Ojá. Hann var kominn svo langt. Kalonides kom með hann hingað f kvöld,’ í áætlun- arferðinni. Honum datt f hug, að okkur langaði að skoða innan f hann, Gabríel. McWhirter varð von- góður á svipinn. Gabríel gekk yfir að stóru borði, þar sem nokkrar möppur og staflar af blöðum voru í snyrtilegum bunk- um. — Nei, sagði hann stuttaralega. — Sjáðu um hann. McWhirter brosti við Grant með mæðulegum heillaóskasvip. Svo leit hann á Gabríel aftur. — Væri það ekki tilvalið handa frú Fothergill? stakk hann hógværlega upp á. — Hvar er hún núna? Gabríel var niðursokkinn f möpp- una, sem hann hafði tekið, og fylgd- ist aðeins af hálfum hug með því, 22 VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.