Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 23

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 23
sem McWhirter var að segja. — Úti ( garðinum. McWhirter kinkaði kolli í áttina að háa glugg- anum með tjöldunum fyrir. Það fór áhugakurr um mennina. — Þá jsað. Gabríel lagði frá sér möppuna. Maður ( gallabuxum og þykkri lopapeysu tók að draga tjöldin frá. — Komdu félagi, ég skal kynna ykkur. McWhirter sneri sér að dyr- unum, með sínu f jaðurmagnaða göngulagi. Borg kippti í handjárn- in og Grant fór með þeim. í ganginum mættu þeir fólki með mat á bakka og á eftir þeim skálm- aði varðmaður. — Einkennilegt að lifa í svona (hugun, sagði McWhirter með hend- ur í vösum, og hafði hausinn langt á undan sér, þar sem hann skálm- aði fyrir þeim. — Ég hef aldrei fundið þá köllun sjálfur, en mér finnst einhvernveginn, að regla, sem helguð er þögninni, hafi viss óþægindi í för með sér. Ég er á- hangandi hinnar deyjandi samræðu- listar, sjáðu til, og þegar okkur verður hugsað til . . . Grant lokaði huganum fyrir þess- ari rödd. Taugar hans voru spennt- ar, og hann var mjög hræddur, en hugur hans var kaldur og skýr. Frú Fothergill? Nafnið sagði hon- um ekkert. Hún átti sennilega að sjá um að drepa hann, en hann ýtti öllum frekari (hugunum um smáatriði til hliðar. Hann einbeitti huga sínum að þeirri hugmynd, að með heppni gæti hann tekið einhvern í dauð- ann með sér. Borg, ef til vill, en hann kaus fremur McWhirter. Hann þurfti aðeins að velja rétta and- artakið. Hann kunni að drepa mann f flýti, en hann hafði aðeins aðra höndina lausa; hin var hlekkjuð við úlnlið Borgs, og Borg var þungur og sterkur maður. Þó, ef hann sneri sér að augunum fyrst, með stffum fingrum, og ræki sfðan hnéð fast á milli fótanna, gæti honum heppn- azt að. . . . Þeir stöldruðu við opnar dyr, og gengu síðan yfir herbergið handan við þær og námu staðar á ný við háan glugga, sem opnaðist út ( steinlagðan garð, breiðan næst hús- inu og ( hálfhring út frá því lágt steingerði f boga. Þegar McWhirter opnaði dyrnar, virtist Grant, sem handan við gerðið væri brött brekka. Hann heyrði nið sjávarins fyrir neðan. Borg tók upp lykil og opnaði handjárnið á úlnlið Grants. Þetta kom honum á óvart, og áður en hann gæti gert nokkuð, hratt sterk- ur handleggur honum riðandi út í garðinn, og þungum glugganum var skellt á eftir honum. Grant náði jafnvæginu aftur og litaðist um, mjög spenntur. Hann heyrði óm af röddum og leit upp. Þrjátíu fet fyrir ofan hann voru breiðar svalir, sem hann sá að hlutu að liggja út frá klefanum, þar sem hann hafði hitt Gabrfel. Á svölun- um voru mannverur — fjórir eða fimm saman, skuggar með Ijósið í herberginu fyrir aftan sig. Þessi, sem stóð örlítið frá þeim, var Gab- ríel. Þeir horfðu allir niður og biðu. Grant gekk varlega út í miðjan garðinn. Eitthvað sem Ifktist von, kviknaði hið innra með honum. Ef hann gæti komizt niður bratta brekkuna, niður að sjónum, og fal- ið sig einhversstaðar á eyjunni . . . myndi taka nokkurn tíma að finna hann, ef til vill heilan dag. Og á heilum degi gat allt gerzt. . . Rauð glóð kom inn f sjónmál hans og hann sneri sér snöggt við. Ofan frá heyrði hann daufan óminn af kunnugtegri, glettnislegri rödd. Mc- Whirter var kominn til mannanna á svölunum. Grant hafði ekki augun af þess- ari rauðu glóð. Hún hreyfðist, og fyrir aftan hana sá hann undarleg- an, dökkan flekk. Þessi dökki flekk- ur hreyfði sig og varð að veru, sem sat á lágu gerðinu, þar sem það lá lengst frá húsinu, um það bil tuttugu og fimm fet f burtu. Maður, sem reykti vindil. Mað- ur, sem gekk nú hægt til hans. — Nei, drottinn minn, þetta var kona! Hún var í grárri skyrtu með löng- um ermum og dökkum krumpuð- um buxum, sem hún hélt upp um sig með leðurbelti. Fætur hennar, f sóðalegum strigaskóm, voru furðu- lega smáir. Hún gat verið um fer- tugt. Andlitið var kjálkabreitt og hún hafði engan andlitsfarða ann- an en glossarauðan varalit, sem hún hafði makað á sig af handahófi. Illa litað, Ijóst hár, var f stuttklipptri óreiðu um höfuð hennar. Hálsinn virtist byrja beint fyrir neðan kjálk- ana, og liggja skáhallt niður á breiðar axlirnar, brjóst hennar voru stór en fast uppbundin; það var engin hreyfing undir skyrtunni. Frú Fothergill, hugsaði Grant, og fann magann f sér herpast saman af ólýsanlegum ótta. Hún tók vindilinn út úr sér og fleygði honum með neistaflugi yfir gerðið. Munnur hennar glenntist sundur f einskonar brosi, en var- irnar afhjúpuðu ekki tennurnar, svo brosið var aðeins dökkur, íbjúgur sporbaugur. Hún hreyfði hendurn- ar lítið eitt. — Jæja, kunningi. Röddin var rám og vottaði fyrir nefkirtlahljóði. — Við skulum Ijúka því af. Um leið og hún sagði þetta, var eins og lík- ami hennar skytist áfram og vöðva- mikil höndin skall með miklum þunga á andliti Grants. Áfallið var miklu verra en högg ið siálft. Hann hörfaði undan, beygði sig áfram til að ná jafnvæg- inu og lagðist síðan á annað hnéð og starði vantrúaður á konuna. Af eðlisvísun hafði hann tekið sér varn- arstöðu júdóka, oq frú Fothergill horfði ánægjulega á hann. — Þetta er betra, rumdi í henni og svo tók hún að mjaka sér nær, furðulega létt á þessum litlu fót- um. Heili Grants gerði sér með undra- verðum hraða grein fyrir staðreynd- unum. Kona. Þó líklega öllu frem- ur viðriðni. Mjög snör, mjög þjálf- uð, miög grimm. En sköpuð eins og kona fyrir þvf. Hann ætti að geta qert hanq óvfga. Svo a8 flýta sér fyrir gerðið oq niður brekkuna . . . Hún danglaði letilega með kreppt- um hnefa að höfði hans. Hann lyfti framhandleggnum til að taka á móti högginu, sá gildruna of seint og gat ekki forðazt fótinn, sem stefndi með miklum hraða á nýru hans. , Hann heyrði dýrslega stununa úr sjálfum sér, um leið og hann rið- aði burt. Hún kom á eftir honum. [ örvæntingu snerist hann á hæl og kastaði sér áfram; reyndi að forðast annað spark, meðan hönd hans stefndi að hálsi hennar, með alla fingurna saman. Hún greip fast um úlnlið hans og eitt langt andartak stóðu þau bæði grafkyrr. Það var þá, sem öll von hvarf Grant. Hann fann sér til ó- umflýjanlegrar skelfingar, að hún var sterkari og snarari en hann. Hann lokaði huganum fyrir þess- ari vitneskju, bjó sig undir að sparka með hnénu — og vissi, að hún hafði greint fyrirætlun hans, um leið og honum datt hún í hug. Hin hönd hennar þreif um hand- legg hans. Honum var kippt áfram eins og tuskubrúðu, og hörð öxl skall hörkulega móti hjartastað hans. Hann féll með alla anga út- breidda og hevrði hlakka í henni, þeqar hún gekk lítið eitt aftur á bak. Einhversstaðar í gegnum þoku önqvits og örvæntinqar hevrði hann óminn af röddum áhorfendanna á svölunum. Fullur þvermóðsku reis hann aft- ur á fætur, með ákafan hiartaslátt, oq andardrátturinn kom f gusum. Aftur réðst hann til atlöau. en að þessu sinni vék hún sér til hliðar og sló með handariaðrinum á uop- handleggsvöðva hans. Þetta var eins og axarhöqg. Hann áloaðist framhiá henni, nam svo staðar oq riðaði. Svo sneri hann sér við. Hæqri handleaaurinn hékk máttvana og honum rétt flaug f huq, hvort hann væri brotinn. Nú var komin ný spenna í andlit hennar oq litlu auqun glitruðu af ánægju. Grant stóð þarna oq rið- aði, beið eftir henni, vonaði, að hún væri svo viss um sig, að hann fengi eitt tækifæri enn — til að sparka f magann á henni. Hann qat ekki margt annað úr þvf sem komið var. Hún réðist að honum, hlykkjað- ist framhjá sparkinu eins t>g nauta bani og þreif um heila handlegg- Framhald á bls. 43. VIKAN 17. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.