Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 11

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 11
i . •;.; ■tém ■mm hinir síðarnefndu kaupskapinn. Aðalverzlunarstaðurinn í Sví- þjóð sjálfri mestan hluta vík- ingaaldar var Birka við Löginn (Málaren), og varð sú borg ein mikilvægasta viðskiptamiðstöð Norður-Evrópu á þeim tímum. í FÓTSPOR GOTA Fyrsti eiginlegi stökkpallur Svía til áhrifa í Rússlandi sjálfu var bærinn Aldeigjuborg, sem þeir reistu á suðurströnd Ladoga- vatns snemma á níundu öld; er sá staður víða nefndur í forn- sögum okkar. Þaðan var greið leið eftir fljótum og vötnum suður til Polotsksvæðisins, er á þeim slóðum er upptök þeirra þriggja stórfljóta, er mikilvæg- ust eru sem samgönguleiðir um austur-evrópska víðernið: Dvínu, sem fellur í Rígaflóa, Volgu, sem fellur í Kaspíahaf og Dnieper, sem rennur í Svartahaf. Af þess- um vatnaleiðum höfðu sænsku víkingarnir sjálfsagt spurnir frá fornu fari — trúlega allt frá tímum Gotanna, frænda sinna, sem valsað höfðu þarna um á öldunum eftir Krists burð ■— enda voru þeir fljótir að rata á þær. Og íbúar landsins voru ekki þesslegir, að frá þeim væri mik- illar andspyrnu að vænta. Hinir austrænu Slavar, for- feður síðari tíma Rússa, áttu þá aðeins byggðir þar sem nú er N.-Úkraína, Hvíta-Rússland og landspilda norður af því landi að Ilmenvatni. Þeir voru frumstæð landbúnaðarþjóð, heiðnir, skipt- ust í marga þjóðflokka og ætt- bálka og stjórnarfar þeirra svo laust í reipum, að naumast er hægt að kalla það annað en al- gert stjórnleysi. Á mestum hluta þess svæðis, sem nú er hið eig- inlega Rússland eða Stór-Rúss- land, bjuggu þá finnsk-úgrískir þjóðflokkar, sem voru jafnvel enn frumstæðari en þeir slav- nesku. Öflugasta fólk Austur- Evrópu í upphafi víkingaaldar voru tvímælalaust þær tyrknesku þjóðir, er sátu í landinu sunnan- verðu. Af þeim skal getið þriggja. SUÐUR BREIÐA VOLGU VEGU Volga-Búlgarar bjuggu við Volgu ofanverða og var höfuð- staður þeirra þar, Bolgar, all- merkur kaupstaður. Enn öflugra var ríki Kasara, sem bjuggu við fljótið neðanvert. Yfirstétt þeirra var Gyðingatrúar. Þeir höfðu mikil skipti við ríki Múhameðs- trúarmanna í suðri og höfðu því mannazt töluvert, eftir því sem gerðist um Tyrki. Svo voru það Patsínakar, sem sátu í Suður- Úkraínu. Þeir voru hirðingjar og skaðræðisvillimenn, sem aldr- ei gátu verið til friðs. Þeir gerðu leiðina eftir Dnieper til Svarta- hafs svo ótrygga, að framan af virðast Svíar meira hafa leitað austur til Volgu. Náðu þeir fljót- lega undir sig verzluninni á því fljóti, þótt þeir legðu ekki undir sig lönd að ráði svo austarlega. Þeir keyptu hunang, þræla og loðfeldi af Finnum Norður-Rúss- lands, fluttu þennan varning síð- an niður eftir fljótinu til Bolgar og þaðan til byggða Kasara suð- Gömul búlgörsk teikning af forn- rússncsku riddaraliði í orrustu. Mynd af grískum (býsönskum) keisara. skorin í fílabein. Listilega útskorinn vagn frá víkinga- öld, fundinn í Ásubergsskipinu. l'ctta útskorna höfuð úr Ásubergs- skipinu starir eins og það sjái tii ókunnra landa. Brjóstnæla með mynd af ríðandi manni, vopnuðum spjóti (Óðinn á Sleipni mcð Gugni?) og útskorið hests- höfuð, hvorttveggja fundið í Gauk- staðarskipinu. VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.