Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 9

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 9
Hollywood st|ömur á stjórnmála- himininn því að mæta aldrei á þingfund- um. Jafnvel flokksbræður hans fará ekki dult með að hann sé pólitískt núll. Nú er önnur gömul Hollywood- hetja á uppleið í stjórnmálunum: Það kvað nú mjög færast í vöxt í Bandaríkjunum, að kvik- myndaleikarar taki að skipta sér af stjórnmálum, einkum þó þeg- ar þeir eru hættir að gera lukku í kvikmyndunum. Og hvernig sem á því stendur, taka þeir yfir- leitt afstöðu með þeim öflum, sem lengst eru til hægri. Þetta hófst með því að George Murphy, sextíu og þriggja ára að aldri, bauð sig fram fyrir Repúblíkana við kosningar um öldungadeildarsæti fyrir Kali- forníu og vann óvæntan sigur á blaðafulltrúa Kennedys, Pierre Salinger. Þetta var 1964. Murphy þessi var mikil kvikmyndastjarna áfjórða áratugi aldarinnar, stepp- aði þá og söng í hálfri tylft Shirley Temple mynda og lék til dæmis á móti Ginger Rogers, Lönu Turner og Judy Garland. Á miðjum fimmta tugi aldarinn- ar, þegar stjarna hans fór að lækka, hellti hann sér af mikl- um móði út í baráttu, sem gekk út á það að hreinsa kvikmynda- iðnaðinn af kommúnistum og öðrum vinstrimönnum. Síðan hélt hann stjórnmála afskiptum áfram, meðal annars í flokki með mönnum eins og Joe McCarthy og Barry Goldwater. Eftir sig- urinn yfir Salinger lét Murphy svo um mælt: „Stuðningsfólk mitt er einkum þær góðu, mið- aldra konur, sem muna enn eft- ir mér úr kvikmyndunum“. f öldungadeildinni hefur hann fyrst og fremst vakið athygli með ó Kínverskur leikflokkur, sem hefur verið á ferð í Accra, er hér á flugvellinum að taka síðustu myndirnar til minn- ingar um veru sína þar í borg. Reagan í einu kvnkmyndalilut- verka sinna. Slær hann líka í gegn í stjórnmálunum? Ronald Reagan, fimmtíu og fjögra ára að aldri. Hann hefur leikið í nálægt fimmtíu kvik- myndum og var um nokkurra ára skeið talinn ganga Errol Flynn næst sem ævintýrahetja. Hann studdi Goldwater af mikl- um dugnaði 1964, flutti kosninga- ræður og safnaði peningum fyrir Repúblíkana. Nú langar hann til að verða landsstjóri í Kaliforníu. Hann er vongóður um að sigra Demókratann Pat Brown, sem nú er landsstjóri þar, við kosning- arnar í nóvember næstkomandi. Hann hefur þegar öfluga kynn- ingarvél á bak við sig, og fjár- hagsstuðning fær hann frá göml- um fylgismönnum Goldwaters, John Birch-félögum og öðrum harðsnúnum afturhaldsmönnum, eða samskonar fólki og stóð á bak við Murphy. Fylgismenn hans lýsa honum sem heiðarlegum, óbrotn- um manni, sem halda muni fram rétti hins óbreytta manns og sé alger andstæða þeirrar hvim- leiðu, fleðulcgu manngerðar at- vinnupólitíkusa, sem orðnir eru landplága í Bandaríkjunum sem og fleiri lýðræðislöndum. Hann hellir sér yfir Brown að gömlum Goldwatersið og segir stjórn hans ,,rotna“ og „skrílkennda". Andstæðingar hans segja hann ekkert annað en hlýðið áhald afturhaldsmanna þeirra, er kosti útgerð hans; sjálfur sé hann heimskur og hafi engar sjálf- stæðar skoðanir. Hinsvegar vantar ekki, að Rea- gan njóti vinsælda meðal félaga sinna í Hollywood: meðal stuðn- ingsmanna hans þar má nefna Framhald á bls, 49. neu maywa die Wegwerf-Windel aus feiner Zellstoffwatte mit Netzumhiillung windeln MÆÐUR - Með hinum silkimjúku MAYWA BRÉFBLEYJUM er bleyjuþvottur yðar úr sög- unni, þar sem þœr notast aðeins einu sinni. í MAYWA BRÉFBLEYJUM líður barni yðarveru- lega vel - því að MAYWA barnableyjur eru framleiddar úr sérstaklega fíngerðu og vönd- uðu bréfbleyjuefni, sem drekkur mikið í sig og veitir fyllsta hreinlœti. MAYWA verndar hina afar viðkvœmu barns- húð gegn sœrindum. MAYWA molna ekki — slitna lítið og erta þvi barnshúðina með minn- sta móti. MAYWA eru barninu beztar — og móðurinni hagkvœmar. LAUGAVEGS APÓTEK LAUGAVEGI 16 - SÍMl 24045 nnBnHHHHHnmBHH

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.