Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 43

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 43
Ég hugsaði með mér að ef ég sæi þau koma, þó gæti ég veifað eða eitthvað slíkt. Þú villt líklega ekki að það skeði eitthvað hér fyrir utan dyrnar? — Nei, og sízt af öllu með kola- skóflu. Ég er ennþá afskaplega ástfang- in af William, og brosið sem hann sendi mér núna var svo líkt Davíð. Svona brosti hann líka þegar við vorum ung og oft hrædd við lífið framundan. Ég sagði: — William, ég. . . . Ó, þarna koma þau. Flýttu þér, við megum ekki láta sjást að við höf- um verið að bíða. Heldurðu að hún bjóði honum inn? Nei William, sjáðu, hann hringir fyrir hana. — Láttu þau þá ekki sjá glugga tjaldið hreyfast, kjáninn minn litli. — Þau taka ekkert eftir því. Svona, farðu nú og opnaðu, en mundu eftir því að spyrja ekki strax hvort allt sé í lagi. — Setztu þá niður, láttu eins og þú sért að lesa. — Halló Nicky! Var gaman? — Já, ekki sem verzt. Er nokkuð til að borða, mamma? Ég er hræði- lega svöng. — Fenguð þið ekkert að borða? — Ekki neitt að ráði, bara litla pylsubita, franskar kartöflur og þess háttar, en ekki neitt að borSa. — Þótti Terry líka gaman? — Það held ég. Hann var að bjóða mér í annað partý á laugar- daginn kemur, mikið stærra partý. Má ég ekki fara? — Ó, nei! Við slökuðum á í þetta sinn, en elsku litla dóttir mfn, legðu ekki of mikið á okkur. — Nei, ekki tvö — hm — partý á einni viku. Seinna, elskan, . . . — Ó, mamma, vertu nú ekki púkó. Þá endar það með þvf að þú verð- ur eins og frú Kippen. Hún læsti öllum svefnherbergjunum. — Hún hefur kannske haldið. . . . — Ég veit ekki hvað hún hefur ' haldið. En að læsa öllum svefn- herbergjunum! Frú Kippen, ég finn til með yður. Eruð þér ekki með ónot f magan- um? Voruð þér ekki óróleg út af því að vera að fara út þetta kvöld? Finnst yður ekki Ifka að þér hefðuð ekki átt að læsa svefnherbergjun- um og sýna þar með að þér treyst- uð börnunum, eða finnst yður að þér gætuð afsakað það með þvf að það hefði ekki unnizt tími til að taka til f þeim. Ef til vill er þetta kjarninn f öllu saman. Ef til vill vorum við William svona angistarfull, vegna þess að við vorum ekki örugg um okkur sjálf, vorum ekki viss um að við hefðum haldið rétt á málunum. Nú vitum við að allt er f lagi, hingað til. En svo kemur næsta vika og næsta ár, og áður en við vitum af, verður Nicky orðin mamma sjálf. Ég vona bara að einhvern- tfma getum við William horft hvort á annað og sagt með sanni: — Þetta hefur allt gengið að óskum . . . ☆ ★ Málaðir veggir. Aðeins fáeinar strokur með Handy Andy — beint úr flöskunni — og veggirnir eru hreinir, sem nýir. ★ Baðherbergi. Handy Andy er sjálfkjörið fyrir baðker, þvottaskálar, veggflísar, krana og glugga ★Eldhús. Handy Andy hreinsar fituga ofna fljótt og auðveldlega. ★. Gólf. Handy Andy hreinsar gólfdúka og gólfflísar fljótt og full- komlega — og á sparneytinn hátt. Og það er óþarfi að skola gólfið á eftir. Modesty Blaise Framhald af bls. 23. inn, þegar hann klóraði eftir andliti hennar. Hún brá handlegg hans undir handlegg sér og kippti snöggt. Grant æpti, um leið og beinið brast. Andlit hans var al- veg upp við hennar og honum varð óglatt, þegar hann sá næstum ó- mennska gleðina í augum hennar. Frú Fothergill sleppti honum og sló hann kæruleysislega með hand- grbakinu í andlitið. Svo krækti hún öðrum fætinum aftur fyrir ökla hans og hann fél! aftur á bak á hellurn- ar. Myrkrið hrannaðist að honum, þegar höfuð hans skall á hörðum steininum. Hann reyndi af öllum kröftum að hreyfa sig, en vöðvarn- ir svöruðu ekki lengur. Frú Fothergill dró andann djúpt og ánægjulega og andaði síðan frá sér, hægt, í stuttum smágusum. Hún leit upp á svalirnar og rétti síðan úr hlykkjóttum líkama Grants. Svo kippti hún í hnén á' buxunum sín- um og kraup við hlið hans. Af mik- illi vandvirkni lagði hún hendurn- ar um háls honum með þumalfing- urnar á barkanum og þrýsti að. fór síðan inn í klefann aftur, hinir fylgdu á eftir. — Hafið þið nokkurntímann, sagði McWhirter hugsi, — velt Herra Fot- hergill fyrir ykkur? Einn mannanna hló. Annar sagði eitthvað í spurn á spænsku, og þriðji byrjaði á pid- ginensku að þýða athugasemd Mc- Whirters. Gabríel greip fram ( fyrir honum. — Hreinsið þennan óþverra úr garðinum, sagði hann og hnykkti höfðinu ( áttina til dyranna, og gaf þeim þannig til kynna, að þeir ættu að fara. — Eg þarf að tala við McWhirt- Gabríel horfði á Grant deyja og er. með einni sfiroku Hið nýja Handy Andy hefur gjörbreytt heimilisstörfunum í hverju því landi, þar sem húsmæður leggja sérstaka rækt við hreinlæti heimila sinna. Handy Andy hreins- ar málaða veggi og vinnur aðrar hreingern- ingar yðar á augabragði — og árangurinn er ótrúlegur. Handy Andy er sparneytið, því að það er svo sterkt, að aðeins lítið magn er notað hverju sinni. VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.