Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 2

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 2
í FULLRI HLVÖRU ÁstæSulaus eftirgjöf. Kona sem hefur af því at- vinnu að hýsa útlenda túrista fyrir hótel hér í borginni, sagði mér það á dögunum, að eiginlega kvörtuðu þeir einna sízt yfir veð- urfarinu og vegunum. Verðlagið á Islandi var hinsvegar almennt undrunar og umkvörtunarefni. Þeim blöskrar verðlagið á ann- ars flokks veitingastöðum úti á landi, en þá fyrst tekur steininn úr þegar þeir taka leigubíla. Þá finnst þeim að eigi að rýja sig inn að skyrtunni, sagði konan. Ég hef sjálfur tekið leigubíla í öllum næstu nágrannalöndum okkar, báðum megin Atlantshafs- ins og get ekki séð annað en að verðlag á leiguakstri hér sé orð- ið með því hæsta sem finna má. Til dæmis tók ég nokkrum sinn- um leigubíl úr miðju New York borgar og út á heimssýningar- svæðið, en það var að jafnaði þriggja kortéra akstur. Sá akst- ur kostaði 3 dali, eða 126 krónur og þó þykir flest dýrt í Amer- íku. Það hefði eftir því sem mér er tjáð, kostað að minnsta kosti þrefalt meir að taka leigubíl þessa sömu vegalengd hér. Meðan venjulegir dauðlegir menn borga 121% leyfisgjald af fob-verði, er leigubílstjórum gert að greiða aðeins 30% leyfisgjald. Það samsvarar því, að þeir fái eftirgefið 95% af fob-verði. Ó- dýrasta gerð af amerískum bíl, sem kosta mundi mig og þig 300 þúsund krónur, kostar ein- ungis 230 þúsund fyrir leigubíl- stjóra. Þessi eftirgjöf væri eðlileg og skiljanleg, ef í henni fælist kvöð um að halda niðri verðlagi á svo sjálfsagðri þjónustu sem leigu- bílaakstur er. Enn því er naum- ast þannig farið; Leigubílstjór- um er frjálst að haga verðtaxtan- um eftir eigin höfði enda hefur ekki staðið á því að hækka hann. Sú saga hefur gengið, að tekjur af hverjum leigubíl á ákveðinni bílastöð í Reykjavík, hafi á síð- asta ári numið 600 þúsundum. Það gefur tilefni til að efast um þörfina á tollaívilnunum. Það er í rauninni sjálfsagt að leigubílstjórar ákvarði sjálfir sinn taxta og standi og falli með , því hvort hann þykir ófær eða bærilegur. En meðan verðlagið á þesari þjónustu er eins og raun ber vitni um, þá ætti þeim að vera vorkunnarlaust að greiða sömu aðflutningsgjöld af bif- reiðum og aðrir landsmenn verða að gera. Mergurinn málsins er, að leigubílaakstur er sjálfstæð- ur atvinnurekstur líkt og smá- iðnaður og varla ástæða til að styrkja hann sérstaklega. GS. O VIKAN 17. tbl. ÞAÐ VITA MARGIR EN EKKI ALLIR að Cortina hefur ýraist gírskiptingu í gólfi eða á stýri að Cortina er fáanleg með sjálfskiptingu að hægt er að velja um tveggja og fjögurra dyra ásamt Station að loftræstikerfið er frábært að Cortina hefur diskahemla að framan að Cortina ER f imm manna bíll að hvernig sem á það er litið, þá borgar það sig, að kaupa Cortina ^ m. KRISTJÁNSSDN H.F. UMBODIR SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.