Vikan


Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 41

Vikan - 28.04.1966, Blaðsíða 41
— Jean, Hún bjargar sér. Hún er nógu skynsöm til að koma heim, ef allt er ekki í lagi. Hún veit jafn- vel og við hvað er rétt eða rangt. — Eg vildi óska að ég vasri viss um það. Þessir unglingar læra meira hver af öðrum, en af okkur. Þannig hefur það alltaf verið. — Nei, það hefur ekki alltaf ver- ið þannig. Bauðst þú stúlku ó ball, þegar þú varst sextón óra? Held- urðu að mamma mín hafi tekið í mól að ég færi út að dansa við stróka, þegar ég var fjórtón ára. Nel William, við vorum ekki einu sinni komin út úr egginu á þeim aldri. Þegar við loksins sluppum út, vorum við orðin miklu þrosk- aðri. Svo vorum við ekki í svona stórum hópum. Eg er ekki sammála. Eg man vel eftir glaðklakkalegum rauð- haus, sem kom með mjög athyglis- verða uppástungu. Það var í aftur- sætinu á Riley-bdnum, sem ég átti áður en ég hitti þig. Snotur, — ég meina bílinn auðvitað. Klukkan var orðin tíu. Aðeins klukkutími eftir. Ef William fyllir koksfötuna og ég set mjólkurflösk- urnar út og hleypi kettinum út, drepur það svolítið af tímanum. Nicky vill ekki að við vökum eftir henni, en ég ansa því ekki. Þótt ég vilji láta líta svo út að ég sé ekki gamaldags, verð ég örugg- lega í dyragættinni. Húsið í Grange Road er miklu stærra en okkar hús, það sá ég á leiðinni til bókasafnsins. Það er mjög fallegt hús, en það er stórt, ábyggilega fullt af skúmaskotum. Svel mér ef klukkan er ekki stopp- uð. Ó, bara að það fari nú að rigna. Þá gat William haft afsökun til að aka þeim heim í lokuðum bíl. En ég er að svíkja Nicky, með þvf að hugsa svona. Eg hafði oft sagt henni og sagði henni síðast f þessari viku, að stúlkan hefði nákvæmlega sömu ábyrgð og pilt- urinn. Svo bætti ég lauslega við, að piltarnir fara venjulega svo langt sem stúlkan leyfir og að það sé ekki heiðarlegt að freista þeirra um of. Ég hefði ekki átt að tala svona opinskátt? Hún er barn og börnum þykir alltaf gaman að prófa eitt- hvað nýtt. Þetta gæti orðið til þess að hún færi að reyna vald sitt og að þessi Terry misskildi hana. Nei, hann gerir það ekki. Hann lofaði William að passa hana vel, en hann er svo ungur. Ef eitthvað kemur fyrir Nicky, þá er það ég sem hefi svikið hana. Hvað gat William verið að gera, það gat ekki tekið svona langan tíma að fylla eina koksfötu. Ó, drottinn minn! William stend- ur auðvitað við hliðardyrnar, eins og leynilögreglumaður, og njósnar í myrkrinu. — William! Komdu inn, asninn þinn. Drengurinn gæti haldið að þú ætlaðir að nota kolaskófluna fyrir vopn. Leggðu hana strax niður. — Klukkan er að verða ellefu. sem nú kemur út að nýju á svo ótrúlega lágu verði ásamt svo hag- stæðum greiðsluskilmálum, að allir hafa efni á að eignast hana. Verkið samanstendur af: Stórum bindum í skrautlegasta bandi, sem völ er á. Hvert bindi er yfir 500 síður, innbundið í ekta „Fablea", prýtt 22 karata gulli og búið ekta gullsniði. f bókina rita um 150 þekktustu vísindamenn og ritsnillingar Danmerkur. Stór, rafmagnaður Ijóshnöttur með ca. 5000 borga- og staðanöfnum, fljótum, fjöllum, hafdjúpum, haf- straumum o. s. frv. fylgir bókinni, en það er hlutur sem hvert heimili þarf að eignast. Auk þess er slíkur Ijóshnöttur vegna hinna fögru lita mesta stofuprýði. VIÐBÆTIR: Nordisk Konversation Leksikon fylgist ætíð með tímanum og því verður að sjálfsögðu fram- hald á þessari útgáfu. Verð alls verksins er aðeins kr. 5.900,00 Ijóshnötturinn innifalinn. GREIÐSLUSKILMÁLAR: Við móttöku bókarinnar skulu greiddar kr. 700, 00, en síðan kr. 400.00 mánaðar- lega unz verkið er að fullu greitt. Gegn staðgreiðslu er gefinn 10% afsláttur, kr. 590.00. Bókabúð NORÐRA Hafnarstræti 4, sími 14281. Undirrit. sem er 21 árs og fjárráða óskar að gerast kaupandi að Nordisk Konversation Lexikon — m« afborgunum — gegn staðgreiðslu. Dags............................ Nafn .............................. Heimili ...................... Fyrír 400.00 krðHr í mánði petH bér eigHsl stóri alfræOiorQabðkHii VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.