Vikan - 07.11.1968, Side 2
/■
Heildsölubirgðir: FRIÐRIK BERTELSEN Laufásvegi 12 - Sími 36620.
COVER G!RL fœst í öllum snyttivöruverzlunum.
Varalitir,
12 fallegir tízkulitir.
MAKE-UP,
3 fallegir litir.
Pressað púður,
4 fallegir beige litir.
Cleansing Lotion
hreinsar betur en sápa og
er mildara en krem.
Astrigent Tonic.
Andlitsvatn fyrir þurra og
feita húð.
COVER GIRL snyrtivörur
eru viðurkenndar af hin-
um vandlátu.
V
c — v.
If. NOXZEMA iDEODORANT S P R A Y A 1J NOXZEMA - DEODORANT
24 HOUR PROTECTION DRIES ON CONTACT SVITAEYÐIR. REYNIÐ OG ÞÉR MUNUÐ SANN- FÆRAST UM AÐ BETRI SVITAEYÐIR FÁIÐ ÞÉR EKKI. I
1
V y
TFIIIIRT
m
Að sitja við
sama borð....
Þrjátíu ár eru liðin, síðan
VIKAN kom út í fyrsta sinn.
Margt hefur breytzt í heim-
inum á þeim tíma, og mörg
þau ljón, sem í upphafi voru
á vegi blaðsins, hafa verið
lögð að velli. En mörg urra
þar enn.
Eitt stærsta ljónið er fá-
menni þjóðarinnar. Kostnað-
ur við útgáfu blaðs er mjög
svipaður, hvort sem prentuð
eru 20 þúsund eintök eða 50
þúsund. Vegna fámennis þjóð-
arinnar hlýtur blaðið því að
kosta meira en ella. Enn-
fremur er auglýsingaverð
hérlendis ekki nema brot af
því, sem tíðkast með öðrum
þjóðum, þannig að hagnaður
af auglýsingum kemur kaup-
andanum ekki nema að litlu
leyti til góða í lækkuðu blað-
verði. Af þessum orsökum
verður íslenzkt vikublað af
sama gæðaflokki og VIKAN
aldrei selt jafn ódýrt og sam-
bærileg erlend blöð.
Það hefur löngum verið
mönnum undrunarefni, að
bókaþjóðin skuli ekki renna
styrkari stoðum undir útgáfu
í landinu. VIKAN biður ekki
um styrki. Hún biður aðeins
um að fá að sitja við sama
borð og sambærileg erlend
fyrirtæki, sem selja vöru sína
á íslenzkum markaði. Hún
óskar t. d. að fá sambærilegan
pappír og er í erlendum
vikublöðum, sem seld eru hér,
innfluttan á sambærilegum
tollum.
A þrítugsafmælinu lítum
við með þakklátum huga til
þeirra, sem skópu VIKUNA
og mótuðu hana. Við lítum
björtum augum fram á veg
og vonum, að okkur takist
áfram sem hingað til að halda
ánægjulegu samstarfi við les-
endur blaðsins og geta á
hverjum fimmtudegi boðið
þeim betra blað en síðast.
S. H.
2 VIKAN—AFMÆLISBLAÐ