Vikan


Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 4

Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 4
ENGAR ÞVOTTAHENDUR ÞÉR ÞURFIÐ EKKI LENGUR AÐ OTTAST ÞURRT OG SPRUNGIÐ HÖRUND OG ÞRÚTNAR ÞVOTTAHENDUR, ÞVÍ AÐ NÚ ER ÞEL KOMIÐ 1 VERZLANIRNAR. ÞEL er íslenzkur „lúxusþvottalögur" og hefur inni að halda „Dermal", efni, sem verndar og mýkir hendurnar, eins og handóburður, gerir þær enn fegurri og gúmmíhanzkana algjörlega óþarfa. ÞEL er fyrir allan viðkvæman þvott, einnig uppþvott, vinnur fljótt og vel og hefur góðan ilm. ÞVOIÐ ÚR ÞEL OG VERNDIÐ HENDURNAR. Allur þvottur verður ónægjulegri með ÞEL. ÞEL íslenzk úrvalsframleiðsla fró FRIGG / STOÐUVEITINGAR Kæri Póstur! Það er alltaf verið að auglýsa stöður til umsókn- ar í blöðunum. Síðan les maður, hverjir hafi sótt um þær og svo framvegis. En einn maður hélt því fram við mig um daginn, að þetta væri eintómur skrípaleikur og látalæti. Það væri búið að ákveða, hver ætti að fá stöðuna, áður en hún væri auglýst! Þeir menn, sem valdhaf- arnir hefðu velþóknun á, væru beðnir um að sækja um einhverja ákveðna stöðu og sagt, að þeir muni fá hana. Getur þetta verið satt? Ég trúi því ekki. Hvurslags svindl-þjóðfélag er þetta, sem við lifum í? Einn hneykslaður. Því miður hefur maður oft heyrt því fleygt, að þannig sé einmitt í pottinn búið, þótt ekki sé hægt að sanna það og ekki sé það kannski í öllum tilfellum. Ranglætið í sambandi við stöðuveitingar hér á landi er einmitt eitt af ótalmörg- um atriðum, sem ungt og heilbrigt fólk þolir ekki. Þess vegna gerast raddir æskunnar stöðugt hávær- ari. Unga fólkið vill út- rýma spillingunni í stjórn- málah.fí þjóðarinnar. Við skulum vona, að henni takist það. BÖRNIN OG UMHEIMURINN Kæri Póstur! Margir hafa skrifað þér út af sjónvarpinu og nær allir verið reiðir vegna glæpaþáttanna fjögurra, sem nú hafa ekki sézt á skerminum um nokkurt skeið. Ég játa það strax, að ég hafði gaman af flestum þessum þáttum og horfði á þá framan af. En ég komst að raun um, að þeir höfðu slæm áhrif á börnin min og upp frá því var ekki horft á þá á mínu heimili, held- ur hreinlega lokað fyrir tækið. Krakkarnir mót- mæltu því alls ekki, enda voru þau alltaf hálf hrædd á meðan þau sátu og horfðu á þessi eilífu slags- mál og óhugnað. En mig langar að minnast á annan vinsælan þátt í sjónvarp- inu. Það eru smásögurnar eftir Maupassant. Ég hef mjög gaman af þeim og þættirnir eru afbragðs vel leiknir. En ég lendi aftur í vandræðum með blessuð börnin mín. Þau spyrja og spyrja um þessa þætti, botna náttúrlega ekkert í þessu, en vilja fá skýr svör við öllu. Mórallinn í þess- um þáttum er náttúrlega alveg hræðilegur, ef maður fer að hugsa um það. Hann er í sjálfu sér alls ekki verjandi. í tilefni af öllum þessum voðalega skemmtilegu sjónvarpsþáttum og bless- uðum, saklausu börnunum langar mig til að spyrja að lokum: Hversu lengi eiga foreldrar að verja hinn syndumspillta heim fyrir börnum sínum? Á maður kannski að leyfa þeim að sjá hvernig heimurinn er strax á meðan þau eru enn á ungaaldri? Með beztu kveðjum. Sjónvarpsmóðir. Þetta er erfið' spurning og svarið við henni hreint matsatriði og háð lífsskoð- un hvers einstaklings. Mannkindin er vissulega ófullkomin, hlaðin kaunum Iasta og alls kyns ófagnað- ar. Maupassant var mann- hatari og tókst bezt upp, þegar hann lýsti hinu nei- kvæða í fari einstaklings- ins, hégómagirnd, fé- græðgi, ótryggð í ástum og slíku. Að okkar dómi er hyggilegast að börn kynn- ist mannfólkinu og lífinu eins og það er — strax og þau hafa vit til að skilja það. Það er vonlaust verk að verja heiminn fyrir börnum sínum. ÞURSARNIR í UMFERÐINNI Heiðraði Póstur! Ég er kominn að þeirri niðurstöðu, að allt í sam- bandi við umferðarmál á íslandi, sé svo mikið kák og fát, að það geti varla átt sína hliðstæðu. Yfir- völdin í Reykjavik virðast gera því skóna, að tveir bílar geti allt í einu mjókkað ofan í einn (sbr. Miklubraut til austurs yfir Grensásveg), og nú er komin í gildi ljósastilling- arstöð, þar sem lágu ljósin lýsa ekki nema svo sem fjörutíu metra fram fyrir 4 VTKAN—AFMÆTJSBLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.