Vikan


Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 6

Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 6
HVM BYIJAR OG MO?_______________________ RÆTT 110 HILMAR A. KRISTJÁNSSON. ræðismann, um upphaf HBimis h.f. og þróun þess og Vlkunnar, meðan hann var framkvæm«fast|6rl. Eínnlg ræðum vlð um núverandl dvalarstað Hilmars. Suður - Afrlku llfskjör þar og aðskilnaðarstefnuna. Texti Siguröur Hreiöar Fyrir 10 árum urSu þóttaskil í sögu Vikunnar, þegar eigendaskipti urðu og blaðið varð eign Hilmis h.f., sem enn er útgáfufyrirtæki blaðsins. Framkvæmdastjóri og að- aldriffjöður Hilmis h.f. þó var Hilm- ar A. Kristjánsson, velþekktur fram- kvæmdamaður og stórhuga. Hann er nú búsettur í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og er ræðismaður ís- lands þar. Hilmar kom til íslands á síðast- liðnum vetri í stutta heimsókn. Með tilliti til þrítugsafmælis Vikunnar nú í haust fórnaði hann blaðinu dag- stund af naumum tíma og við spjöll- uðum saman um gamla daga og nýja. — Fyrst langar mig að vita, Hilm- ar, hvenær Hilmir h.f. varð til og hvernig sú fæðing var. — Hlutafélagið Hilmir var stofn- að 1955 til þess að gefa út tíma- ritið Flugmál. Ég var að vísu ekki stofnandi sjálfur, því ég var ekki orðinn nógu gamall. Síðar, þegar ég keypti prentsmiðjuna, fór hún á nafn Hilmis h.f. En upprunalega var verkefni Hilmis h.f. útgáfa Flug- mála, og það gekk mjög vel. Við náðum ótrúlegri útbreiðslu á blaðið og meiri en nokkurt annað efnis- lega skylt tímarit á Norðurlöndum. Stærsta flugblað í Skandinavíu var danska blaðið Fly með fjögur þús- und eintaka sölu, en við seldum jafn mikið! Samt var barningur að gefa þetta út með ekki meiri sölu. Olafur Magnússon var með í þessu fyrst, en svo vildi hann hætta, því þetta væri ekkert vit. En ég var of þrjózkur til að hætta. Eftir að ég lauk skóla hér, fér ég til Þýzkalands og var þar í nokkra mánuði. Þegar heim kom, stofnaði ég Blaðadreifingu, og við byrjuðum að dreifa blöðum og tíma- rifum fyrir hvern sem var. Það gekk svolítið í brösum, því bóksal- ar úti um land gerðu ekki upp nema einu sinni á ári, og það hálfu ári of seint. Það gerði þetta mun erfið- ara en skyldi, en þó tókst okkur að bæta það mikið. I september 1958 keypti ég svo Vikuna, og í byrjun árs 1959 vél- arnar úr Herbertsprenti. Hvort tveggja skráð á Hilmi h.f. Um leið keypti ég tvær brotajárnsprentvél- ar, og á þær var Vikan síðan lengi prentuð. Aðra fékk ég fyrir sjö hundruð krónur danskar, og hún var frá 1898. Hin var frá 1906; hana keypti ég fyrir 15 þúsund krónur íslenzkar af Félagsprent- smiðjunni. Hún var búin að liggja í eitthvað um 20 ár, ónotuð í göml- um skúr og var kolryðguð. Það var vélin, sem Vísir var prentaður í á striðsárunum. Það var ekki einu sinni til mynd af henni, svo það var vandi að koma henni saman, enginn vissi hvað var upp eða nið- ur, en það tókst nú á endanum. Prentsmiðja Hilmis var svo að segja strax sett niður í Skipholti 33, þar sem hún er enn til húsa. Mér var sagt, að flutningurinn úr Her- bertsprenti myndi verða óhemju dýr — og hann varð það reyndar, 6 VIICAN—AFMÆLISBLAÐ þó ekki eins og á horfðist — vegna þess að ég þurfti ekki að láta rífa allar vélarnar sundur. En við tók- um þakið ofan af Herbertsprenti, fengum stóra vélkrana frá Eimskip, settum lyftara inn, og létum hann aka vélunum undir gatið, þar sem kranarnir tóku við þeim, lyftu þeim upp og létu á vörubíla úti. Bílun- um var siðan ekið inn á gólf ( Skipholtinu og vélunum lyft niður af, nákvæmlega þar sem þær áttu að vera. Þetfa tók lítinn tíma, og hann var vitanlega það dýrmætasta og kostnaðurinn varð mun minni heldur en ef vélarnar hefðu allar verið rifnar sundur og settar sam- an aftur. Vikan varð strax uppistaða fyr- irtækisins. Fram til þess, er Hilmir eignaðist prentsmiðju, var Vikan prentuð í Steindórsprenti, en þar voru ekki möguleikar til að prenta hana og ganga frá að öllu leyti,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.