Vikan


Vikan - 07.11.1968, Side 8

Vikan - 07.11.1968, Side 8
Upphafið að prentsmiðju Hilmis h.f. var prentvcl sú, sem sést hér til vinstri. Hún var frá árinu 1906, og þegar Hilmar keypti hana fyrir 15 þúsund krónur, haföi hún legið kolryðguð og sundurrifin í gömlum skúr í 20 ár. Og enginn vissi, hvernig hún átti að vera. Hér til hœgri er Hilmar A. Kristjánsson með fyrsta forminn af MYND tilbúinn til prentunar. Einn blaðamanna Myndar heldur undir forminn með honum, en áhorfandinn hefur trúlega verið tllvonandi sölustrákur. Myndirnar tvœr hér að neðan eru frá stuttri ævi dagblaðsins Myndar. Efri myndin er úr setjarasal í Steindórsprenti, en sú neðri cr tekin í Félagsprentsmiðjunni, þar sem prentvélin ellimóða var til húsa. Hilmar við fyrsta skurðarhníf Hilmis h.f. ■ : HVAR BYRJIR með Vikuna, að kaupa gamla prent- vél og reyna að nota hana til að byrja með. Þetta hafði gengið með vélarnar fró 1898 og 1906. Vélin, sem ég keypti, var líka frá aldamót- unum, af gerð, sem notuð er fyrir dagblöð víða um heim, óbreytt enn í dag, en hún var í lélegu standi. Svo óheppilega vildi til að maður- inn, sem ætlaði að gera hana upp, fékk kransæðastfflu, rétt áður en átti að setja í gang, og aðrir voru ekki hér gagnkunnugjr viðgerð á vélinni. Það var ekki gott að gera, að fresta útgáfunni um óákveðinn tíma, með fjölda manns í vinnu og mikinn fastakostnað, svo það var ákveðið að fara af stað. Nema hvað vélarskrattinn vildi ekki fara af stað. Þetta tel ég vera fyrstu orsökina. Því það er mjög eftirtektarvert, að þá dagana, sem vélin gekk skárst, var salan úti á landi mjög góð, miklu betri en hér I Reykjavík. Því úti á landi er fólk ekki eins við- kvæmt fyrir tímanum. Það er vant að fá blöðin of seint. En að vera að prenta síðdegisblað fram til 10 og 11 á kvöldin, það er ekki mjög gæfulegt. Auðvitað hjálpaði prent- araverkfallið ekki upp á, en orsökin til að illa fór, var fyrst og fremst prentunin. Vinnsluna á blaðinu sjálfu tel ég stórsigur, og með henni var að vissu leyti brotið blað í sögu blaðaútgáfu og dagblaðamennsku, og má enn sjá þess glögg merki á dagblöðunum, meðvltuð eða ómeð- vituð. Eitt var til dæmis nærri ótrú- legti Blaðið var fáar sfður, en af þvf að fréttirnar voru svo stuttar og hnitmiðaðar, gleypti það þvllíkt fréttafár, að magnið f einu blaði samsvaraði fréttamagni heillar viku í sumum þeim blöðum, sem nú eru gefln út. En svona er bilið stundum mjótt milli sigurs og ósigurs. Einn prent- vélarræfill. Með þvf skipulagi, sem við höfð- um á Mynd, þurfti ekki að selja mjög mikið af blaðinu, til þess að það bæri sig, og ég tel öruggt, að við hefðum leikandi náð þeirri sölu, hefðum við komið blaðinu sóma- samlega út — svo ég nú ekki tali um, að ef menn hefðu ekki þurft að þvo sér f hvert skipti, sem þeir höfðu snert á því. — Við töluðum nú stundum um að láta fylgja sápustykki. Nú, en upp úr þessu öllu saman hættir þú að gefa út blöð, og snerir þér að fiskf. — Jú, ég var eitt ár hjá Einari Sig- urðssyni. Ég hafði mikinn hug á að reyna að komast inn f útgerðarmálin sérstaklega af því að útgerðin er það eina, sem er stórt á fslandi og ein- hvers vert. Þennan tfma athugaði ég alla möguleika til útgerðar, með góðri aðstoð Einars, og ég verð að segja, að á þeim tfma leizt mér hreint ekkert á það. Og ekki hefur það batnað. Ég var meðal annars að spekúlera í síldarbátaútgerð, og eftir mfnum útreikningum voru það ekki nema tfu bátar í öllum flotanum sem skiluðu hagnað það árið. Hinir skrimtu einhvern veginn við sult. Og ég skil aldrei, hvernig f anzkot- anum þeir geta haldið þessu áfram alla tíð. Ég get ekki fmyndað mér, en það sé neitt annað en þrjózkan. Þvf grundvöllurinn er hreint ekki nógu góður. Það var svo mikill hluti teknanna, sem fór beint f sjómenn- ina, að útgerðin hafði alls ekkert eftir. Sjómennirnir gátu verið mjög tekjuháir, en útgerðin átti ekki bót fyrir rassinn á sér. — Og þá tókst þú að skyggnast lengra til. — Já, reyndar strax og ég hætti blaðaútgáfu, fór ég að Ifta í kring- um mig. Ég ætlaði að fara varlega, og úr þvf ég þurfti að byrja upp á 8 VIKAN—AFMÆLISBLAÐ

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.