Vikan - 07.11.1968, Side 11
Snúið heim að loknu dagsverki. SvcrtinRjarnir búa í sínum sérstöku hverfum, og
hvítir vcrða að hafa sérstök vcgahréf til að heimsækja þau hverfi.
Unnið er markvisst að því að mennta svertingjana í S-Afríku, og þar eru nú tvöfalt
fleiri háskólamenntaðir svertingjar en í öðrum Afríkusvcrtingjum samanlögðum.
Hilmar á Tablc Mountain, mcð Höfðaborg í baksýn.
getur gert. En verkföll eru ekki til
í Suður-Afríku. Enda vinna þau beint
gegn þjóðfélaginu. Það græðir eng-
inn á þeim, og þjóðfélagið tapar.
Rísi upp vinnudeilur, er þeim um-
svifalaust vísað til eins konar hlut-
lauss kjaradóms, sem sker úr um
deilumólin og því hlíta bæði starfs-
menn og vinnuveitendur. Vinnu-
friðurinn hefur allt að segja, sér-
staklega fyrir Suður-Afríku, þar sem
uppistaðan í útflutningnum er seld
ó sama verði og löngu fyrir stríð.
Verðið hefur ekkert breytzt, síðan
Bandaríkjamenn ókvóðu gullverðið,
og af því ákvarðast allt annað. Þetta
er erfitt, það verður að gæta þess,
að ekki komi verðbólga, og sam-
tímis verður að tryggja, að lífskjör
fólksins rýrni ekki. En vinnslan ó
gullinu mó ekki verða of dýr. Marg-
ar námur, sem enn eru auðugar af
gulli, eru lokaðar, vegna þess, að
það borgar sig ekki að vinna þær
lengur með þessu gullverði. Ef gull-
verðið tvöfaldaðist, eins og margir
vilja, yrðu þessar námur opnaðar
aftur og þó yrði gífurleg velmegun
í Suður-Afríku, þvt 70% af öllu
heimsins gull kemur þaðan. Og
90% af öllum demöntum heimsins.
Þar eru stór landsvæði, rammgirt
og undir öflugri vörzlu, þar sem
demantarnir liggja úti um allt. Og
þar sem demantaæðarnar eru, þar
er hreinlega steypt yfir, svo eng-
inn komist í þessar æðar, og
þeirra er gætt dag og nótt. Þar
að auki er Suður-Afríka stórfram'-
leiðandi að 20 öðrum mólmtegund-
um, meðal annars eru þar stærstu
úraníumnámur í heimi. Og stærstu
jórnnómur í heimi. Kolunum er mok-
að ofan af jörðinni eins og sandi
hér. Þar af leiðandi eru þar ódýr-
ustu kol í heimi, því það þarf eng-
an nómugröft neðanjarðar, en það
aftur á móti gerir ýmsa aðra vinnslu
mjög ódýra. Suður-Afríka framleiðir
til dæmis ódýrasta stól í heimi. Þetta
er stórauðugt land í gifurlegri upp-
byggingu.
— Og loftslagið þannig, að það
drepur ekki íslendinga?
— Nei, nei, Jóhannesarborg er
það hátt. Hún er í 5500 feta hæð,
svo loftslagið er mjög nofalegt.
Sumarið aldrei of heitt, og yfir
vetrarmónuðina rignir ekki í eina
fjóra, fimm mónuði, sér ekki ský á
himni, dagurinn ósköp notalegur,
eins og sumardagur ó Islandi, en
hins vegar strax og sól er sigin,
fer hitastigið niður, alveg niður
undir frostmark. Og af því að hús-
in eru ekki upphituð, getur þá orð-
ið anzi hráslagalegt.
— Yrði sá maður álitinn vitlaus,
sem þarna hefði miðstöð f húsinu
sfnu?
— Það held ég ekki, ekki í Jó-
hannesarborg. Miðstöðvarkerfi eru
til í sumum betri skrifstofubygging-
um. En ef þú færir til dæmis upp
til Phalaborwa, sem er um 500
kílómetrum norðar, og liggur mun
lægra inni í landinu, er ég hrædd-
ur um að þér yrði komið á geð-
veikrahæli, ef þú ætlaðir að setja
miðstöð í húsið þitt. Hitinn er þar
venjulega yfir hundrað á Farenheit
(38° C), upp f 140. Þar eru öll hús
byggð með loftkælingu.
Mikli vandinn þarna eru þurrk-
arnir. Það rignir ekkert yfir vetrar-
mónuðina. En á sumrin myndast
skýjastrókar (cumulus-ský) eftir há-
degið, og um fjögur leytið logar
allt í eldingum, svo koma hrein ský-
föll, en standa í stuttan tfma. Það
kemur oft hagl, og veldur miklu
tjóni. Ég man, að á síðasta sumri
dundi haglél yfir eitt iðnaðarþorp-
ið og það braut niður mikið af
byggingunum. Höglin eru á stærð
við egg, brjóta þök og beygla bfla,
og eru hinn versti vágestur.
— Valda þau þá ekki slysum á
fólki?
— Nei, menn hlaupa eins og
fætur toga í skjól, þegar þetta sést
nálgast. En tjónið er oft mikið, ekki
hvað sízt í búskap. Ég vissi um einn
stórbónda, sem raunar er banka-
stjóri núna, sem var með gffurlega
tómatarækt. Eitt sumarið var mjög
góður vöxtur í tómötunum hjá hon-
um, og þeir voru áætlaðir að mark-
aðsverði um 4—5 milljónir. En ör-
fáum dögum áður en hann ætlaði
að fara að tína tómatana, skall hagl-
él yfir byggðina, og það var varla
heill tómatur eftir nokkurs staðar.
Allt sundurskotið og ónýtt.
Það er dálítið undarlegt að sjá
jörðina alhvíta, um hásumarið, þeg-
ar allt er að renna í sundur af hita.
Auðvitað stendur það ekki nema
hálftfma, því þá er allt tekið upp.
Það er líka einkennilegt, þegar ský-
fallið er verulegt, þá er svo sem
hálfs meters lag upp frá jörðinni,
sem alls ekki sér í gegnum. Það
er frákastið. Droparnir skella niður
og kastast upp aftur. Grár mökkur
yfir allt. Þeir, sem eru á ferð á
bílum, verða að stanza, þvf allt fer
á kaf og maður sér ekki götuna.
Það stendur ekki lengi, en þetta er
ótrúlegt vatnsmagn.
— En ef við snúum okkur nú að
þessari apartheitstefnu, sem hefur
vakið mikla gagnrýni. Hvað viltu
segja mér um hana?
— Gagnrýnin er byggð á van-
þekkingu, því hún er komin frá
fólki, sem alls ekki veit hvernig mál-
um er háttað þarna. Þjóðfélagið er
ákaflega blandað, þarna eru svert-
Framhald á bls. 42.
VIKAN—AFMÆLISBLAÐ 11