Vikan


Vikan - 07.11.1968, Side 13

Vikan - 07.11.1968, Side 13
r \ TRÚIR ÞÚ ÞVÍ, AÐ ÞEGAR ÉG SÉ ÞIG í ÞESSARI PEYSU, MINNIR ÞÚ MIG Á SÁNINGU OG UPP- SKERU? ÉG ER BONDI í EÐLI MÍNU OG ÆSKI EFTIR AÐ FLETTA ÞIG ÞESSUM SKRÚÐA TIL ÞESS AB SJA ÞIG SVO LIGGJA BLEIKA OG BERA FYRIR FÖTUM MÉR EINS OG SLEG- INN AKUR Á HAUST- DEGI. hjúkrunarkonu frá Landakoti. Stafagerðin bar á sér útlend- ingssvip og fól í sér uppfyllingu á síðustu bæn deyjandi afglapa, sem allir þekktu, allir spýttu á eftir, utan hinir tíu, sem grófu hann. Þarna hefur þú þá þína grafskrift, Gústaf minn, hún yrði varla betri, þó að ég færi að semja hana sjálfur, hugsaði ég og byrjaði að hreinskrifa það, sem stóð á hinum velktu síðum vasabókarinnar 1. jan. Allir kannast við, hvað morgunmyrkrið er svart og kalt í kringum áramótin. Það er fullt af stynjandi svefni og drunga- legum þyt fjarlægra eða nálægra hríðarbylja. Draumar, sem snú- ast um skemmtigöngur og kven- fólk og sumarsól, sem skín inn í drauminn og skín á bJáa og endalau a þjóðvegina, sem gott er að ganga um, þarna leysast þeir upp. Þannig er maður snuð aður um allt og svikinn í hend- ur virkileikans, sem glymur af kátu orgi vekjaraklukku vinnu- kcnunnar bak við næsta þil. Síð- an fellur áramótamyrkrið sam- an yfir höfði sálarinnar eins og svart krapavatn, svo að henni liggur við drukknun. Það er eins og maður sökkvi — sökkvi og upp í gegnum djúpið eygir maður enn um stund, með svefn- drukknum augum hið óraun- verulega — drauminn, sem maður hefur misst tökin á. Svo kviknar örlítill neisti af hugsun á skari skynseminnar. Það er meðvitundin, — kvalari mann- kynsins, og spyr: — Hvað gerð- ist í gær? Guð almáttugur, vav ég fullur eins og skepna? Auð- vitað, hvað annað ætti að hafa gerzt? Þrátt fyrir það strengi- ast mmnisfrumurnar til hins ýtrasta svo að ennishúðin hleyp- ur í rmykia. Höfuðverkurinn magnast við áreynsluna og ée gefst upp v'ð að muna nokkuð. Augun lykjast aftur á ný, og ég blunda. en hrekk upp aftur við mínar eigin hrotur. Ég ríá upp við dogg og kveiki á borðlamp- anum. Herbergið fyllist daufri birtu, því eð peran er vafin raiiðu bré'.i frá því í gærkvóldi. Tóbakseitruð vetrarfluga skjögrar yfir borðplötuna og reynir að hefja sig til flugs, en veltur á bakið og hreyfir fæt- urna eins og hún sé að prjóna. Ég horfi í sljórri athugun á ves- lings dýrið, án meðaumkunar. Hugsanirnar sofa enn einhvers staðar dýpst inni í efninu og meðal þeirra ein, sem felur í sér spurninguna: •—■ Hvað gerðist í gær? — Símon Pétur, gæt þú sauða minna, sagði Jesús. Því fékk hann ekki fjárgleggri mann til þeirra hluta? Eða er ég fæddur af hinni svörtu hjörð, sem á sér engan hirði? Flugan er hætt að prjóna. Hún hefur krosslagt fæturna á kviðn- um, lagt sjálfa sig til. Hún er dáin. Svo líður enn viðburðalaus stund af morgninum, nema hvað rödd vinnukonunnar frammi í eldhúsinu raular fábreytilegt lagbrot um heiðbláu fjóluna fríðu. Hún raular það upp aft- ur og aftur eins og það sé eina lagið í heiminum, eina huggun- in hennar í armæðu lífsins. Það er auðheyrt á raddblænum, að hún hefur ekki enn unnið bug á næturdrunganum í sál sinni og ömurleikanum í eldhúsinu, þar sem allt lyktar af köldum matarleifum frá því í gær. Hún heitir Eyrún og er kölluð Eyja. Hún er búin að vera hér í hálf- an mánuð, og það er undarlegt, að hún skuli vera hér, því að Framhald á bls. 44. V VIKAN—AFjNIÆLISBLAÐ 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.