Vikan


Vikan - 07.11.1968, Síða 14

Vikan - 07.11.1968, Síða 14
t;esa I, QAGLEGTf HEILSUFAR «1 I VILJI OG SJÁLFSTRAUST ELDRA FÖLKS Við fáum oft bréf frá fólki, sem kvartar undan einmanaleika. Það furðu- lega er að oftast er þetta ungt fólk; en nú fyrir skömmu fengum við bréf frá eldri konu, sem segist vera mjög einmana og allt- af lasin, og kvartar undan því hve læknar séu tómlát- ir, þegar um eldra fólk er að ræða. Við ætlum okkur ekki þá dul að ráða bót á slík- um vanda, en nýlega dutt- um við niður á frásögn af læknafundi, þar sem ame- rískur iæknir stóð upp og sagði: — Nútímafólk virðist vera heilaþvegið í þá átt að alls konar hrörleiki komi með aldrinum, og sé eingöngu aldrinum að kenna, og að sumum finn- ist lífið ekki þess vert að lifa því eftir 50 ára aldur. En það er enginn sjúkdóm- ur sem orsakast af ellinni einni saman. Titrandi hendur og stirður gangur stafa af hreyfingaleysi og vissum aðstæðum, ekki eingöngu af elli, og minn- isleysi orsakast oftast af sljóleika og andlegri leti, athafnaleysi og framtaks- leysi. Lausn þessara vandamála er greinilega sú, að maður má aldrei hætta að hafa áhuga á fólkinu í kringum sig og heiminum, sem við búum í, að maður má aldrei hætta að hafa löngun til að fræðast, og að hafa alltaf áhuga á því að viðhalda líkamskröftum; — sem sagt að spyrna við allri stöðnun.... Svo mörg voru þau orð, og það getur verið að þetta sé að taka nokkuð mikið upp í sig, og að málið sé ekki svona einfalt. En flestir þekkja eitt eða fleiri gamalmenni, og ef maður hugsar sig vel um þá er, sem betur fer, margt gamalt fólk, sem er ánægt með tilveruna og sér ekki út úr því sem það hefur að gera, þótt það sé hætt daglegum störfum utan heimilis, segist jafnvel ekki skilja hvernig það hefur haft tíma til að vinna fyrir sér. Aðrir leggjast í leti og verða því fyrr aldursljó- leikanum að bráð. Það er auðvitað mismunandi erf- itt að eldast vel, en allir verða að leggja eitthvað á sig, til að gera ellina létt- ari og skapa sér jákvæð lífsviðhorf. Þetta er því nauðsynlegra sem meðal- aldur hækkar stöðugt. Það er mjög erfitt fyrir þá, sem alla ævi hafa unn- ið við andleg störf, að fá ekkert að gera við sitt hæfi, þegar hefðbundnu aldursmarki er náð (70 ára). Ef menn eru að öllu leyti hressir, er þetta mjög erfitt. Það er t. d. léttara fyrir húsmæður og hand- verksmenn, sem oftast geta fundið sér eitthvað til og alls staðar eru velkomin, þar sem þörf er fyrir lag- tækar hendur. En þetta getur farið vel hjá öllum, sem hafa und- irbúið ellina í tæka tíð, þeim sem alla ævi hafa haft mörg áhugamál og augun opin fyrir gangi lífs- ins, og þannig skapað sér möguleika til að njóta þess þegar nægur tími, — já, kannski alltof mikill tími, er fyrir hendi. Það er ekki þar með sagt að fólk eigi markvisst að eyða miklum hluta ævi sinnar í það að undirbúa ellina; — hvert æviskeið hefur sín tækifæri, óvænta gleði og möguleika til að sinna hugðarefnum. Það er það sem gerir hverja manneskju að einstaklingi. Síðustu árin þurfa að vera góð. Það er jafnlang- ur tími milli þrítugs og fimmtugs og sjötugs og ní- ræðs, og því skildu þau síðarnefndu ekki vera góð líka? Það er að segja ef gott heilsufar er fyrir hendi. Það er, því miður, margt eldra fólk, sem kennir aldrinum eða ell- inni um allan lasleika, eða leitar læknis of seint. Þess vegna er það nauðsynlegt að sinna því ef eitthvað er að, það er þá kannski hægt að fyrirbyggja langvarandi þrautir.... Framhald á bls. 26, tesamoll þéttir dyr og glugga. 14 VITvAN—AFMÆLTSBLAÐ Hið teygjanlega tesamoll fellur í samskeyti og rifur milli fals og karma, þar eð tesamoll er gert úr svampkenndu efni, sem útilokar bæði súg og vætu. tesamoll deyfir hurðaskelli og þéttir dyrnar svo notalegur ylur helzt í herberginu. HINAR VIÐURKENNDU ENGLISH ELECTRIC SJÁLFVIRKU ÞVOTTAVÉLAR 2 GERÐIR GERÐ 474 GERÐ 484 • Heitt cða kalt vatn til áfyllingar. - Innbyggður hjólabúnaður. • 8 þvottastillingar — skolun — vindun • Afköst: 4,5 kg. • I árs ábyrgð • Varahluta- og viðgerðaþjónusta. (iMP&Sl Laugavegi 178 Sími 38000 ENGLISH ELECTRIC þurrkarann má tengja viö þvottavélina (474)

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.