Vikan


Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 18

Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 18
FRAMHALDSSAGAN 12. HLUTI - EFTIR JOHN BURKE COPYRIGHT JOHN BURKE 1968 Hjúkrunarkona — önnur hjúkrunarkona að raða blómum í vasa — maður í lafafrakka að fornri tízku og þar með undir- strikandi að hann væri sérfræð- ingur og það meira að segja dýr og — Taylor læknir. Robert safnaði kröftum til að stara á sálfræðinginn. Hann var í engu standi til að fara að þrasa við hann núna. — Hvernig líður þér? spurði sérfræðingurinn og hélt um úln- liðinn á honum. — Skár, sagði Robert. Sérfræðingurinn laut yfir hann og þrýsti eyranu að bringu hans. Hann sagði við þá hjúkr- unarkonuna, sem var nær. — Við þurfum EGG. Vél var ýtt í áttina að rúminu. Veiklulega sagði Robert: - Er sími hérna í herberg- inu. Ég þarf að.. . . — Þú hefur lagt full hart að þér upp á síðkastið, félagi, sagði sérfræðingurinn kumpánlega. Taylor læknir fikraði sig nær rúminu. - - Það veit ég. Þú tókst mig of bókstaflega, Bob, þú hef- ur farið öfganna á milli, ef þú skilur hvað ég á við. Of ákafur. Sagði ég þér þetta ekki allt saman á fundi okkar fyrir skemmstu? Framhleypni, sagði ég þér þá, — getur verið jafn mikill dragbítur og óframfærni. Robert tókst að hrista höfuð- ið. Það var ekki þjáningarlaust. Nei, það var ekki það sem olli því. — Ég hef séð það, maður! Það er eitt að hlaða battaríin —- ann- að að sprengja öryggin. — Það á ekkert skylt við það, tautaði Robert. —■ Það er bara vinnan. Að reka viðskipti eins og ég geri nú til dags, ég segi ykkur satt, það er ógerningur. Taylor var tilbúinn að hrella sjúklinginn frekar, en sérfræð- ingurinn lét hann hafa tveggja hjúkrunarkvenna lífvörð og sendi þær með hann út úr stof- unni. Robert var rannsakaður og endurrannsakaður. Hjartalínurit var tekið, blóðsýnishorn, hjarta- slög og hiti mældur reglulega, svo hann var næstum farinn að þrá drungann og gleymskuna, sem fylgdi þessu framan af, núna, þegar hann sýndi einhver merki um afturbata, fékk hann ekki tíu mínútna frið. Hann langaði til að hugsa. Hann langaði til að vera einn, svo hann gæti áttað sig á ástand- inu. Verksmiðjan myndi ekki reka sig sjálf, og hann myndi ekki geta rekið hana, ef hann endurskipulegði ekki allt kerf- ið. Hann yrði að gera breyting- ar. Gallinn var sá að ekki var hægt að gera nema lítið af þess- um breytingum, án þess að leggja í það aukafjármagn — og hvar átti hann að fá það. Ef hann hefði haft tíma hefði hann getað gert góðar fjárfestingar, millifært peningana og leikið suma af þessum flóknu fjár- málaleikjum, sem sumir sam- starfsmenn hans stunduðu; en það var ekki hægt að gera það — og reka hin daglegu við- skipti í verksmiðjunni og frá því hafði Robert aldrei getað slitið sig. — Sjáðu til — Robert neyddi sig til að hlusta á það sem sér- fræðingurinn var að segja — mannslíkaminn er eins og vél. — Fyrir alla muni.... En það uppátæki að níðast á manni í þessu ásigkomulagi. — Ég hef fengið alveg nóg af vélum, sagði Robert kvartandi. — Jæja, láttu þér þetta þá að kenningu verða. Það er fleira í þessu lífi en verzlun og við- skipti, miklu mikilvægara en að framleiða þreskivélasamstæður. — Ég framleiði ekki þreski- vélasamstæður, ég framleiði brjóstahaldara. — Jæja, mikilvægara en br j óstahaldarar. — En fyrir mér hafa brjósta- haldarar aldrei verið bara við- skipti og verzlun, sagði Robert og hugsaði upphátt. — Ég hef alltaf unnið að — ja, það er víst ekki annað en draumur. Hann gretti sig. — Ómögulegur draumur, eins og fjárhag mín- um er hagað þessa stundina. En mig dreymir um að geta ein- hvern tíma gert Blossom brjósta- haldara, sem getur. . . . Hann þagnaði þegar bankað var á dyrnar. Ein hjúkrunarkon- an rak kollinn innfyrir og muldr- aði eitthvað við sérfræðinginn. Svo vék hún til hliðar og Harriet stóð í gættinni. — Má ég sjá hann? Sérfræðingurinn kinkaði kolli fullur samúðar. — En aðeins fimm mínútur, frú Blossom. Svo dró hann sig hógværlega í hlé og skildi þau ein, tvö eftir. — Robert, elskan mín! — Mér þykir þetta afskaplega ieitt, hvíslaði Robert. — Vertu ekki með þennan barnaskap. — Allt það sem ég lofaði þér .... allt það sem ég reyndi að gera fyrir þig. . . . Fyrir okkur, og hvar stöndum við nú? Ef það er nokkuð fáránlegra en brjósta- haldaraframleiðandi, stundi Ro- bert úr djúpum örvæntingar sinnar — er það brjóstahaldara- framleiðandi sem er kominn á hausinn. — Þú skalt ekki segja það. Þetta á allt eftir að batna, því heiti ég þér. Þú mátt ekki ásaka sjálfan þig fyrir neitt. — Eg get ekki að því gert. Robert hugsaði um allt, sem Harriet hafði gert fyrir hann og tárin héldu áfram að streyma fram í augun á honum. Hann hugsaði um þennan dásamlega mat, sem hún hafði gefið hon- um kvöld eftir kvöld —- sérrétti framandi þjóða, dásamlegar kök- ur, mexíkanska rétti og allt ann- að, sem hún hafði fundið upp á — og útskornu modelin, sem hún hafði unnið að með slíkri umhyggju og ástúð. — Heimili okkar, kjökraði hann. Allt hús- ið — allt —- allt andar af sam- lyndi og einingu. Allt þér að þakka. — O, elskan! Þú hefur líka lagt þitt fram. — Ekki að neinu gagni. Það ert þú, sem hefur gert þetta allt. Hann teygði sig eftir hendinni á henni. — Og þú skalt ekki halda að ég hafi ekkert séð. Það fóru rykkir um fingur hennar, sem hann hélt í. — Séð hvað? — Hvað þú ert þreytt stund- um. -— Já, en ég er hamingjusöm. Við skemmtum okkur aldr- ei, sagði Robert fullur iðrunar. Við förum aldrei út. Þetta er leiðinlegt, tilbreytingarlaust líf. Ég hugsa ekki um neitt nema 18 VIKAN—AFMÆLISBLAÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.