Vikan


Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 23

Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 23
I»cssi mynd cr tekin af Illjómum á Piccadilly torgi daginn, sem þeir áttu fimin ára afmæli sem hljóm- sveit, laugardaginn 5. október sl. Óhætt er að full- yrða, að hin nýja hljómplata þeirra, sem þeir unnu að í London, sé hin vandaðasta, sem út hefur kom- ið á íslenzkum hljóinplötumarkaði, og ýkjulaust er hún hin dýrasta. Láta mun nærri, að kostnaður við upptökuna og við frekari gerð plötunnar nemi um hálfri milljón króna! Plat«*».n var tekin upp í Olym- pic sound studio við fullkomnustu aðstæður, sem völ er á. Þrír hljóðupptökumenn störfuðu við upp- tökuna og að auki var einn náungi, Tony Russell, þekkt fígúra í brezka músikheiminum, til að líta eftir að allt færi vel. í flestum laganna koma auka- hljóðfæraleikarar við sögu, og eru þeir 12 þegar mest lætur. Geta má þess, að meðal þessara mús- ikanta er píanóleikarinn Nick Hopkins, en hann hefur leikið á plötum Bítlanna og Rollinganna, nú síðast í laginu Revulution fyrir Bítlana. Hljómar létu vel ?.f dvölinni í London. Þeir eignuðust marga góða vini í popheiminum, m. a. Paul McCartney, sem kom þeim í samband við plötufyrirtækið Apple. ■ : :: Það var allt á ferð og flugi í sjónvarpsupptökusaln- um hjá ITV, þegar Hljómar komu þangað, en þeir höfðu verið beðnir að flytja eitt lag í þættinum „Today“, sem fluttur er daglega hjá Thames sjón- varpinu undir stjórn Eamond Andrews. Fyrir val- inu varð nýtt lag eftir Gunnar Þórðarson, „Saga Carnaby Street er vinsæl verzlunargata meðal ferða- manna, og auðvitað lögðu Gunnar og Shady leið sína þangað. Þessi gata má annars muna sinn fífil fegri, því að nú koma þangað tæpast aðrir en for- vitnir ferðamenn, en brezkir henda gaman að og velta því fyrir sér, hvort ferðamennirnir verði þess vísari, þegar þeir ganga þarna búð úr búð, að eina fólkið á götunni cr ferðafólk. Brezkir töffarar, hljómsveitarmenn og aðrir þeir, sem vilja vera með á nótunum, koma ekki lengur í Carnaby Street. Nú er það Kings Road, sem blaktir. Gallinn við Kings Road er bara sá, að þessi gata er dálítið langt frá miðborginni, en þeir sem á annað borð ætla sér að kaupa föt samkvæmt nýjustu tízku, setja það ekki fyrir sig. MYNDIR: ANDRÉS INDRIÐASON dæmda mannsins“, en það er eitt af lögunum á nýju plötunni þeirra. Þetta lag, sem cr í þjóölaga- stíl, vakti hrifningu allra, er heyrðu, og tækni- mennirnir í upptökusalnum báðu Illjóma að scnda sér eintak af plötunni strax og hún kæmi út Þá söng ég aðallega þjóðlög og lög í þeim dúr, m. a. lög, sem Joan Baez og Peter, Paul & Mary höfðu gert þekkt. Undirleikinn annaðist strákur, sem spilaði á gítar. venær komstu fyrst til íslands, Shady? Það var 1956, þegar ég var sjö ára. Þá var ég eitt sumar í heimsókn með mömmu. Kunnirðu eitthvað fyrir þér í íslenzku þá? — Nei, alls ekkert. Næst kom ég 1962 og var þá í tvö og hálft ár. Þá var ég orðin þrettán. Og þá byrjaði ég fyrst að læra ís- lenzku. Eg var sett í skóla 1. bekk Gagn- fræðaskóla Kópavogs. - Voru eklci kátir krakkar þar? — Jú, jú. til dæmis allir strákarnir í Ríó tríóinu. Þeir voru í mínum bekk. - - Varstu ekki byrjuð að syngja eitthvað um þetta leyti? - Nei, ekkert. Það átti eitt sinn að fá mig til að syngja á skemmtun í skólanum. Eg þorði það ekki fyrir mitt litla líf. - Varstu svona feimin? — Óskaplega! Mér fannst ég kunna svo lítið í íslenzku. - Hvað varstu svo lengi í Gagnfræða- skóla Kópavogs? - Ég var þar í fyrsta og öðrum bekk. Ég var aldrei ánægð. Mér fannst mér ekki ganga nógu vel í skólanum hér. Þess vegna fór ég aftur til Bandaríkjanna og tók upp þráðinn í gagnfræðaskólanum í St. Louis. Sá skóli var með allt öðru sniði. Þar gat ég til dæmis valið milli námsgreinanna. Þjónninn er nú loksins kominn með eggja- kökurnar og sem hann er að leggja þær á borðið, komum við auga á Erling Björnsson, sem er á vappi fyrir utan. Hann er að gægjast inn um glugga á veitingastofu handan götunnar, augsýnilega að leita að Shady. Svo gengur hann yfir götuna og guð- ar á gluggann, og kemur inn hress í bragði og léttur í spori, þegar hann hefur komið auga á okkur. Myndin byrjar víst eftir kortér, segir hann um leið og hann fær sér sæti. Shady lítur á klukkuna, síðan á mig og kinkar kolli. Þjónninn snýr sér að Erlingi með spurningarmerki í svipnum. - Ja, eiginlega . . . jæja, kannski ég fái einn kaffibolla.. . . Þjónninn fer, en við Shady tökum upp þráðinn á ný yfir matardiskunu.m. Svo varstu ailt í einu farin að syngja með Óðmönnum? Ég kom til íslands aftur sumarið 1967 og ætlaði bara að vera eitt ár. Ég hafði hugs- að mér að vinna og fékk starf á Keflavíkur- flugvelli hjá Navy Exhange. Það hvarflaði aldrei að mér, að ég ætti eftir að syngja með hljómsveit hér. — Hvernig æxlaðist það? Ég þekki systur Valla (Vals Emilsson- ar, gítarleikara Óðmanna) og hún hefur víst sagt strákunum í Óðmönnum, að ég hefði sungið eitthvað. Þeir töluðu svo við mig, og ég fó á æfingu til þeirra. Ég tók þetta aldr- ei alvarlega; hélt, að þeim væri eng'in alvara í að fá mig til að syngja með hljómsveitinni. Ég varð þess vegna undrandi, þegar þeir báðu mig um að syngja með hljómsveitinni til reynslu. Fyrstu kvöldin söng ég ekki nema fjögur lög, en það gekk víst svo vel, að þeir ákváðu að taka mig í hljómsveitina. Þetta átti eftir að verða meiri og erfiðari vinna en ég gerði mér grein fyrir í upphafi, og þess vegna sagði ég upp starfinu hjá Navy Exhange til þess að geta betur sinnt söngn- um. - Fannst þér það einhver breyting að fara frá Óðmönnum yfir í Hljóma? Ekki músiklega séð. Lagavalið er mjög ámóta. Hins vegar sakna ég orgelsins, þegar ég syng með Hljómum. Það er alltaf betra að hafa orgel. Margar stúlkur eiga sér þann draum að verða dægurlagasöngkonur. Heldurðu að þær geri sér grein fyrir þeirri vinnu, sem því fylgir? Það efast ég um. Þetta er mjög erfitt starf og oft þreytandi og vinnutíminn er langur. Það er stundum verið að spyrja mig að því, hvers vegna ég vinni ekki, þótt menn viti, að ég sé að syngja með hljómsveit. Þeg- ar ég byrjaði að syngja með Hljómum, sá ég enn betur, hve f jarstæðukennt það er að spyrja svona. Við æfum frá klukkan níu á morgnana til sjö á kvöldin eða jafnvel ell- efu, þau kvöld, sem við spilum ekki. Það er lengri vinnutími en í búð eða á skrifstofu. Framhald á bls. 49 VIKAN—AFMÆLISBLAÐ 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.