Vikan


Vikan - 07.11.1968, Page 24

Vikan - 07.11.1968, Page 24
ÚRDHATiUR ÚR SOGU JOHNS GALSWORTHY 6. HLUTI ____________________ Val hafði ekki sérlega háar hugmyndir um fjölskyldu móður sinnar. Hvernig skyldi nú þessi frænka vera? hugsaði hann með tortryggni, þegar hann fór að leita að Holly. Hann gerði sér engar gyllivonir henni viðvíkjandi. Og svo stóð hann allt í einu andspænis henni. En hún var yndis- leg, hugsaði hann. Hvílík undur. . . . - Þú þekkir mig ekki, sagði hann. - Ég heiti Val Dartie. Við erum víst þremenningar. Móðir mín er fædd Forsyte. Hann hafði gripið fast um granna, sólbrúna hönd hennar og Holly var of feimin til að draga hana til sín aftur. - Ég þekki svo fáa af ættingjum mínum, sagði hún. — Eru þeir margir? Heill hópur! Og flestir hundleiðinlegir. Þeim finnst kannski að við séum leiðinleg, sagði Holly. Hversvegna ætti þeim að finnast það? Það er ábyggilegt að engum finnst þú vera leiðinleg, sagði Val. Holly leit á hann. Alvarleg, grá augu hennar komu Val til að finnast að hann þyrfti að vernda hana. - - Auðvitað er fólk misjafnt, sagði hann varfærnislega. •— Fað- ir þinn lítur út fyrir að vera ágætur. Já, það geturðu bókað, sagði Holly hlýlega. Val þurfti að sitja á sér til að taka ekki undir arm hennar. -—- Hvernig er bróðir þinn, sagði hann, þegar þau gengu yfir svalirnar og út á grasflötina. Holly hikaði við að svara þessu. Hvernig átti hún að lýsa Jolly, sem hún hafði elskað og litið upp til, frá því hún mundi eftir sér? Er hann vondur við þig? spurði Val stríðnislega. Ja, ég hitti hann nú fljótlega í Oxford.... Eru hestar hér? Holly kinkaði áköf kolli. Já, langar þig til að sjá hesthúsin? Ég elska hestana. . . . Þegar þeir höfðu drukkið te með þeim feðginum, sagði Soames við Val, og leit á úrið. Nú verðum við að hafa hraðann á, ef við eigum að ná í lestina. Val muldraði eitthvað óánægjulega, þegar hann stóð upp. Á síð- ustu stundu gat hann dregið Holly til hliðar og þrýst fast hönd hennar. - Gáðu að mér klukkan 3 á morgun, hvíslaði hann. — Ég bíð þarna úti á veginum, það spa’-ar tímann. Við skulum sannarlega fá okkur hressandi reiðtúr.... Þegar hann kom að hliðinu leit hann við, til að sjá henni bregða fyrir einu sinni ennþá. Hann langaði mest til að veifa til hennar, en hann stillti sig um það. Hann varð að gæta þess að vera hátt- vís. Bara að hann losnaði nú við að hlusta á rausið í móðurbróður sínum á leiðinni heim. Hann var ekki í skapi til að hlusta á hann. En Soames var þögull á heimleiðinni. Hugur hans var víðs fjarri. Dagsbirtan var að hverfa þegar Soames og Val fóru frá Robin Hill. Jo settist við' skrifborðið sitt. Það var orðið of dimmt til að • mála. Hvað skyldi faðir hans hafa ráðlagt núna, þegar verið var að róta til í þessari gömlu harmsögu? Hvað skyldi Jolyon hafa sagt við því að hættan vofði nú yfir ungu, fögru konunni, sem hafði verið honum svo mikill yndisauki á ævikvöldinu? Ég verð að gera það sem í mínu valdi stendur til að verja hana, hugsaði Jo. En hvað var það bezta? Hann sá aftur frænda sinn fyrir sér, þar sem hann stóð í gætt- inni og rak hann á dyr forðum. Andúð Jos á Soames jóksl. — Ég þoli hann ekki, hugsaði Jo, - - ég fyrirlít þennan mann. Það getur verið gott, því betra á ég með að hjálpa konunni hans. Þetta kvöld skrifaði hann Irenu og spurði hvort hann mætti ekki heimsækja hana. Fyrir framan þinghúsið var rifizt um dagblöðin, með síðustu fréttum af yfirvofandi stríði. - Ástandið var alvarlegt í Transvaal, hrópuðu blaðasalarnir. En Jo Forsyte heyrði það varla. Hann skundaði áfram, þangað til hann sá stórt skilti með nöfnunum Forsyte, Bustard & Forsyte í svörtum stöfum á gulum grunni. Skuggalegt fyrirtæki, hugs- aði Jo með sér, þegar hann gekk inn um dyrnar. Er nokkuð nýtt, spurði Soames ákafur, þegar Jo gekk inn á skrifstofu hans. —7 Ég hef talað við Irenu. Hún hefur. ... Jo rak í vörðurnar, hann vissi ekki hvernig hann átti að koma orðum að því sem hann ætlaði að segja. - Hún hefur verið trú minningum sínum í öll þessi ár, hélt hann áfram, nokkuð hikandi. Þú þekkir lög þessa lands, svo þú veizt að það er ekki mikið hægt að gera.... Soames stundi, sat svo lengi án þess að segja nokkurt orð. Hann á í baráttu við sjálfan sig, hugsaði Jo, ég verð að minnast þess, þótt maðurinn sé mér ógeðfelldur. Soames sagði, með rödd sem kom eins og frá djúpi sálar hans: Ég get ekki haldið svona áfram. Ég get það ekki. Faðir þinn hafði mikið dálæti á Irenu, og það lítur út fyrir að þú hafir það líka. Það er eins og það sé um að gera að gera öðrum illt, þá hafi maður samúðina með sér. Ég skil þetta ekki. Ég var alltaí' góður við hana. Ég elskaði hana. Þú verður að horfast í augu við staðreyndir, sagði Jo, eða réttara sagt að horfast í augu við það að það eru cngar slaðreyndir fyrir hendi. Soames leit upp og horfði með tortryggni á Jo: Jæja? Ég er nú ekki svo viss um það. r" ..... —■- MaSur af Forsyteættinni átti erfitt með 1 að láta af hendi það sem hann einu sinni hafði eignazt, og Soames leit ennþá á Ir- enu sem sína eign. Hann var líka fær um að veita henni allt sem ein kona gat ósk- að sér, svo það var honum hulin ráðgáta hversvegna hún vildi heldur deyja, en að taka saman við hann aftur. Það hlaut að vera einhver annar maður, sem hún hafði I hug á, - en hver var hann ....? 24 VIKAN—AFMÆLISBLAÐ

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.