Vikan


Vikan - 07.11.1968, Side 25

Vikan - 07.11.1968, Side 25
— Eg hef sagt þér hvað hún sagði, það er ekki hægt að misskilja það. En það er min reynsla frá þ>ví í gamla daga, að það er ekki alltaf hægt að treysta orðum hennar, sagði Soames. Jo stóð upp og sagði reiðilega: —- Vertu sæll. Vertu sæll, sagði Soames alveg undrandi, og þegar Jo fór, spurði hann sjálfan sig, hvað þessi ögrandi svipur á andliti frænda hans, andliti sem annars var svo góðlegt, myndi boða. Val Dartie hafði aldrei tekið stundvísi alvarlega, og hann var þess vegna sjálfur hissa þegar hann var kominn á tilsettum tíma til að hitta Holly. Hún var stórglæsileg á apalgráum gæðingi, og Val fann fyrir því að hann sat ekki hest svo vel sem skyldi.. Það glæsilegasta við hann sjálfan voru líklega gljáfægð reiðstígvélin. . . . Hann tók upp gullúrið sitt, sem James afi hans hafði gefið hon- um, ekki til að sjá hvað tímanum liði, heldur til að spegla sig innan í lokinu. Hann var með ljóta bólu á enninu, og það fór í taugarnar á honum. Það var ekki beint til að gera hann glæsilegri í augum Hollyar. Hún sat hestinn fjári vel, þessi litla, feimna frænka hans, og þess vegna fannst honum það alveg einstakt að hún hafði látið hann stjórna ferðinni, þegar þau þeystu eftir reiðgötunni í Richmond- garðinum, því hún var örugglega kunnugri þar en hann. Þegar Val hugsaði til reiðtúrsins á eftir var hann hissa á því hve hugmynda- snauður hann hafði verið. Honum duttu í hug margir skemmtilegir atburðir, sem hann hefði getað sagt henni frá. Hann yrði að muna það næst þegar þau hittust. Það gæti verið að hún kæmi til Oxford einhvern tíma til að hitta bróður sinn. Hann ætlaði líka að skrifa henni og hún var búin að lofa því að svara bréfum hans. Val hafði ekki nokkra löngun til að fara út um kvldið, og hugs- aði með sér hvort ekki væri hægt að kreista kampavínsflösku út úr móður sinni. Þá gæti hann unað vel heima og notið minning- anna frá deginum.... Þegar hann hafði haft fataskipti og kom niður í dagstofuna, varð hann ergilegur yfir því að Soames frændi hans var kominn í heim- sókn. Þau þögnuðu þegar hann kom inn, og svo sagði frændi hans: — Það er bezt að segja honum það strax. Winifred sagði, nokkuð taugaóstyrk: Faðir þinn hefur yfir- gefið okkur, hann er farinn áleiðis til Suður-Ameríku. Val horfði vandræðalega á þau til skiptis. Yfirgefið þau? Var hann þá leiður yfir því? Þótti honum vænt um föður sinn? í sann- leika sagt hafði hann aldrei hugsað út í það. En, það var eins og hjarta hans tæki kipp, faðir manns er þó alltaf faðir manns, og hann getur ekki horfið með öllu. Það gat ekki verið! Hvað eigið þið við? Nei, segðu ekki neitt, sagði hann, þegar hann sá örvæntingarsvipinn á móður sinni. — En, hvað verður svo? Skilnaður, það er ekki hægt að komast hjá því, Val. Kemur það þá í blöðunum? spurði hann. Hann hugsaði til þess hvernig hann sjálfur gleypti í sig allar hneykslissögur og skilnaðarmál, sem nefnd voru í blöðunum. Er ekki hægt að koma því i kring í kyrrþey? Hitt yrði svo óþægilegt fyrir okkur öll. . . . — Jú, þú getur treyst því að það verður gert í kyrrþey, sagði Winifred. Já, en er það nauðsynlegt? Þú ætlar þó ekki að giftast aftur, mamma? Allir vinir hans og nýir félagar í Oxford myndu heyra um þessa smán, sem dundi yfir fjölskyldu hans. Og Holly? Hann þoldi ekki að hugsa til þess. — Þú skilur ekki hvað móðir þín er búin að ganga í gegnum þessi síðustu tuttugu ár, sagði Soames, án þess að líta á frænda sinn. —- Þetta er aðeins dropinn sem fyllti bikarinn. Á ég ekki að segja honum það, Winifred? Systir hans kinkaði aðeins kolli. Faðir þinn hefur alltaf verið móður þinni fjötur um fót. Hann hefur safnað skuldum, drukkið sig fullan, og haft í hótunum við hana. Og nú er hann farinn af stað til Buenos Aires, í fylgd með einhverri dansmær, sem hann lokkaði með því að gefa henni perl- urnar hennar móður þinnar. í huga hins unga manns tókust nú á tvö öfl, arfleifð tveggja ólíkra ætta, Dartie og Forsyte. Val gat vel skilið að menn settu sig í skuldir, skvettu í sig og hefðu yndi af fögrum konum; já, hann leit jafnvel upp til þeirra sem höfðu kjark til að láta slíkt eftir sér. En þetta með perlurnar . . . það var of gróft. — Þið megið ekki láta neitt fréttast um perluhvarfið, sagði hann og röddin var æst, Það yrði hræðilegt hneyksli, mamma? Ég skal Framhald á bls. 64. ViKAN—AFMÆLISBLAÐ 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.